Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 20
20 Litli-Bergþór Við erum núna að klára annan veturinn okkar í bráða birgða- húsnæði í grunnskólanum og vil ég byrja á því að þakka starfsfólki leikskólans Álfaborgar fyrir þraut- seigju og mikla útsjónarsemi við að láta allt ganga upp eins og best verður á kosið. Einnig fær starfsfólk grunnskólans, og þá sérstaklega nágrannar okkar á yngsta stigi, bestu þakkir fyrir sambýlið, sem gengur mjög vel, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að þeim. Ekki má gleyma börnunum sem gera daginn betri með gleði, brosi og kátínu. Það má með sanni segja að allir hafi gert sitt besta og gott betur. Nú er verið að hanna nýjan leikskóla og þegar hann verður kominn í gagnið, má segja að brotið hafi verið blað í sögu Bláskógabyggðar, með því að skólinn kemst þá í varanlegt húsnæði. Það má þó ekki halla á gamla leikskólann sem á hug og hjörtu margra hér í samfélaginu. Það eru margir sem sakna hans og því er mikilvægt að geyma sögu hans vel. Það eru spennandi tímar framundan og ef fólksfjölgunin heldur áfram með sama hætti og verið hefur, þá verður leikskólinn vel nýttur. Í nýja leikskólanum er gert er ráð fyrir 60 börnum á aldrinum eins til sex ára og nú þegar eru 38 börn í leikskólanum og í fyrsta sinn í sögu hans er biðlisti. Nágrannar okkar í leikskólanum Undralandi á Flúðum hafa verið okkur afar hjálplegir og tekið inn börn sem ekki hafa komist að hjá okkur og færum við þeim okkar allra bestu þakkir fyrir. Það er gott að eiga svona góða að. Allt er hægt með góðri samvinnu og jákvæðni. Ég er nú á förum frá Bláskógabyggð og held aftur á heimaslóðir mínar í Reykjanesbæ. Ég vil nota tækifærið og þakka kærlega fyrir alla þá reynslu sem ég hef fengið hér sem leikskólastjóri. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að fá að taka þátt í hönnun nýrrar leikskólabyggingar og það er mikils virði hversu vel var að þessu staðið. Það má segja að þetta hafi verið samfélagsverkefni þar sem allir fengu á einhvern hátt að taka þátt. Þegar byrjað var að teikna leikskólann var settur upp hugmyndakassi fyrir utan skrifstofuna hjá mér og öllum, bæði börnum og foreldrum, gefinn kostur á að koma með hugmyndir. Auk þess fengu foreldrar tækifæri til að koma að verkinu þegar lengra var liðið og koma með sínar athugasemdir ef einhverjar voru. Ég kynnti þetta fyrir grunnskólabörnunum og það voru skemmtilegar spurningar sem komu í kjölfarið. Ég var spurð hversu mörg börn yrðu í þessum leikskóla og hvort það væri til nægilega mikið húsnæði fyrir öll þessi börn. Það er greinilegt að börnin ykkar eru vel með á nótunum hvað varðar samfélagið og það komu alveg frábærar hugmyndir frá þeim. Ég set með nokkrar myndir af hugmyndum barna ykkar (sjá næstu síðu) og vona að þið hafið gaman af. Ég vil að lokum þakka ykkur, kæru sveitungar, fyrir samveruna og ykkur, kæru foreldrar, fyrir samstarfið í gegnum árin og óska ykkur velfarnaðar og heilla í framtíðinni. Með vinsemd og virðingu, Regína Rósa Harðardóttir, leikskólastjóri Álfaborgar. Fréttir frá Álfaborg Regína Rósa, fráfarandi leikskólastjóri Börnin úr Krummaklettum við leik í íþróttahúsinu. Frá vinstri: Torfi Guðjón, Laufey Sól, Unnur, Nökkvi Steinn, Ásgerður, Þórður Óðinn, Elva Sofia, Emelía Ísold, Greipur Guðni, Aðalbjörg, Guðbjörg, Sigurrós, Bergur Páll. Lambadalsbörnin á bekknum fyrir utan Aratungu. Frá vinstri: Þorleifur Máni, Áki Hlynur, Alexander Þór, Hallgrímur Valur, Baltasar Þór, Jan Mikael.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.