Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 41

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 41
Litli-Bergþór 41 Það er ekki á hverjum degi sem kynntur er til sögu nýr bjór hér í uppsveitum. Það gerðist hinsvegar laugardaginn 5. maí í Skálholti. Bjórinn er fram- leiddur í Ölvisholti og er svo lýst: Hér er á ferð lagerbjór sem bruggaður er við hærra hitastig en gengur og gerist almennt þegar lager er bruggaður. Bjórinn er ávaxtaríkur með maltaðan grunn og hæfilega beiskju. Í lyktinni má finna ávexti og sítrus, einnig malt og örlitla karamellu í lokin. Samkoman hófst á því að Jón Bjarnason og Unnur Malín Sigurðardóttir fluttu tónlist í kirkjunni og sr. Halldór Reynisson sagði sögur sem tengjast Skálholti og kynnti staðinn og kirkjuna. Að því búnu fluttu gestir sig í Skálholtsskóla þar sem Halldór Reynisson opnaði fyrsta bjórinn, Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, flutti ávarp og Unnur Malín tónlist. Matreiðslumeistarinn Sölvi B. Hilmarsson kynnti miðaldamálsverð, matseðil Þorláks helga, sem er hluti af matseðli veitingastaðarins sem rekinn er í skólanum. Matseðillinn lítur svona út: Forréttir Kryddað hunangsrauðvín að hætti Hippokratesar Harðfiskur - sjávarsöl - brauðhleifar Aðalréttir - hlaðborð Rjúpnasúpa Ferskur silungur með hvannarlaufi Hlóðarsteiktur svartfugl (geirfugl) í höfðingjasósu Brasað lambakrof Brauðhleifur, gróft brauð, hveitikökur Eftirréttir - hlaðborð Möndlubaka, fjallagrasakex, fjósaostur, möndlur, döðlur og rúsínur Drykkjarföng Mjöður Þorláks helga Að þessu búnu fengu gestir að kaupa nýja Skálholtsbjórinn á 10 krónur og neyttu hans síðan ásamt sýnishornum af miðaldaréttunum. Skálholtsbjórinn Sr. Halldór Reynisson spjallar við gesti í kirkjunni. Hluti af miðaldaréttunum. Starfsfólkið sem stóð að mat og bjór. F.v. Hólmfríður Ingólfsdóttir, Sölvi B. Hilmarsson, Eva Björk Kristborgardóttir og Jóna Þormóðsdóttir. Skálholtsbjórinn nýi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.