Litli Bergþór - jul. 2018, Side 41
Litli-Bergþór 41
Það er ekki á hverjum degi sem kynntur er til sögu
nýr bjór hér í uppsveitum. Það gerðist hinsvegar
laugardaginn 5. maí í Skálholti. Bjórinn er fram-
leiddur í Ölvisholti og er svo lýst:
Hér er á ferð lagerbjór sem bruggaður er við
hærra hitastig en gengur og gerist almennt þegar
lager er bruggaður. Bjórinn er ávaxtaríkur með
maltaðan grunn og hæfilega beiskju. Í lyktinni
má finna ávexti og sítrus, einnig malt og örlitla
karamellu í lokin.
Samkoman hófst á því að Jón Bjarnason
og Unnur Malín Sigurðardóttir fluttu tónlist í
kirkjunni og sr. Halldór Reynisson sagði sögur
sem tengjast Skálholti og kynnti staðinn og
kirkjuna.
Að því búnu fluttu gestir sig í Skálholtsskóla
þar sem Halldór Reynisson opnaði fyrsta bjórinn,
Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts,
flutti ávarp og Unnur Malín tónlist.
Matreiðslumeistarinn Sölvi B. Hilmarsson
kynnti miðaldamálsverð, matseðil Þorláks helga,
sem er hluti af matseðli veitingastaðarins sem
rekinn er í skólanum. Matseðillinn lítur svona út:
Forréttir
Kryddað hunangsrauðvín
að hætti Hippokratesar
Harðfiskur - sjávarsöl - brauðhleifar
Aðalréttir - hlaðborð
Rjúpnasúpa
Ferskur silungur með hvannarlaufi
Hlóðarsteiktur svartfugl (geirfugl)
í höfðingjasósu
Brasað lambakrof
Brauðhleifur, gróft brauð, hveitikökur
Eftirréttir - hlaðborð
Möndlubaka, fjallagrasakex, fjósaostur,
möndlur, döðlur og rúsínur
Drykkjarföng
Mjöður Þorláks helga
Að þessu búnu fengu gestir að kaupa nýja
Skálholtsbjórinn á 10 krónur og neyttu hans síðan
ásamt sýnishornum af miðaldaréttunum.
Skálholtsbjórinn
Sr. Halldór Reynisson spjallar
við gesti í kirkjunni.
Hluti af miðaldaréttunum.
Starfsfólkið sem stóð að mat og bjór. F.v. Hólmfríður Ingólfsdóttir, Sölvi
B. Hilmarsson, Eva Björk Kristborgardóttir og Jóna Þormóðsdóttir.
Skálholtsbjórinn nýi.