Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 37
Litli-Bergþór 37
minningu sem var honum
kær, um hernám landsins.
Hann var, að eigin sögn,
vitni að því þegar fyrstu
herflugvélarnar flugu yfir
Suðurnesjunum vorið
1940 á lokadaginn, 11.
maí. Hann var þá að ljúka
vertíð í Sandgerði. Önnur
upplifun var honum
minnisstæð. Hann var
snemma á lífsleiðinni
ekki langt frá því að
verða úti á Bláfellshálsi í
Að lokum
Þegar litið er um öxl til þeirra er kvatt hafa, er
engum greiði gerður með því að hæla um of því
sem ekki er tilefni til. Margt má um hann föður
minn jákvætt segja. Ég er þakklátur fyrir það
sem hann var mér. Hann studdi mig á margan
hátt. Röskur í öllum verkum, tryggur þeim sem
reyndust honum vel. Greiðvikinn, sérstaklega við
þá sem minna máttu sín. Fróðleiksfús um það
sem hann hafði áhuga fyrir og, ekki síst, blíður
við börn og skepnur.
Svo ég geri sambúð foreldra minna örlítil skil,
þá áttu foreldrar mínir ekki margt sameiginlegt og
með fullri virðingu fyrir þeim báðum. Þau voru
komin af léttasta skeiðinu þegar þau hófu sambúð
og móðir mín féll frá á besta aldri. Hún móðir
mín var ekki síður en faðir minn ákaflega vönduð
kona og ströng. Hún vildi frekar búa í kaupstað
en sveit. Þegar tvær skapmiklar manneskjur
mætast verða gjarnan árekstrar. Samt sem áður
var væntumþykja þar til staðar.
Samkomulagið milli okkar feðganna var
alveg sæmilegt. En það kom fyrir að við rifumst
hressilega. Ég held að það hafi verið hvorugum
okkar til góðs að deila saman heimili eins lengi og
við gerðum. Ég var kominn yfir þrítugt þegar við
pabbi fluttum á sitt hvorn staðinn. Eftir það var
samkomulagið einstaklega gott og aldrei rifist.
Ævi manns mótast óhjákvæmilega af þeim sem
ala mann upp. Hefði ég átt föður sem var af allt
annarri gerð en sá sem ég fékk, til dæmis einhvern
sem betur hefði fallið í fjöldann, sem hefði haft
áhuga á íþróttum, þá væri ég líklega öðruvísi
persóna en ég er.
Maður veit hvað maður fékk, en maður hefur
ekki hugmynd um hvernig það hefði verið að fá
eitthvað allt annað. Margt hefði getað farið betur
á uppvaxtarárum mínum, svo sem samkomulag
milli foreldra minna og milli bræðranna. En það
hefði líka margt getað farið miklu verr. Ég sé
enga ástæðu til annars en þakka þær vöggugjafir
sem fólust í þeim aðstæðum sem ég fæddist inn
í. Ég nefni tvennt sem ég met mjög mikils að var
órafjarri mínu æskuheimili: leti og óregla.
Síðustu sex ár ævinnar dvaldi pabbi í Reyk-
holti. Þar leið honum virkilega vel. Síðustu mán-
uðina var hann á Ljósheimum á Selfossi, þar sem
hann lést.
Hver og ein manneskja skilur eftir sig sögu. Þó
faðir minn hafi lítið borist á, á lífsgöngu sinni,
ekki hlotið neitt sem kalla má vegtyllur og ekki
lagt heiminn að fótum sér, finnst mér að saga hans
sé ekki minna virði en þeirra sem meira hefur farið
fyrir í íslensku samfélagi á tuttugustu öldinni.
vitlausu veðri með vini sínum Helga Geirssyni.
Þeir grófu sig í fönn og allt fór vel.
Á vissum sviðum hafði hann ekki snefil af
áhuga. Það sem gerðist í útlöndum kom honum
ekki við. Íþróttir gaf hann lítið fyrir. Undarlegt
að búa mest alla ævina við hliðina á einu mesta
íþróttahreiðri landsins til langs tíma, í Haukadal.
Algert áhugaleysi mitt fyrir fótbolta rek ég ef til
vill til viðhorfs pabba til slíks ,,hégóma“. Það
kallaði á samviskubit hjá mér að gefa þeirri íþrótt
gaum sem krakki. Menn áttu að eyða tímanum í
að sinna einhverju gagnlegra en boltasparki, til
dæmis að stinga út eða gera við girðingar.
Hann talaði mikið um pólitík og stjórnmála-
skoðanir voru nokkuð skýrar og þó ekki. Ríkis-
stjórn á hverjum tíma var ómöguleg. Stundum
kosið á miðjunni eða vinstra megin við hana, eða
skilað auðu.
Hann var tónelskur og hafði ágæta rödd, hún
heyrðist helst þar sem hann taldi víst að enginn
heyrði til hans. Ættjarðarlög voru í uppáhaldi og
Ríó tríó að ógleymdum MA-kvartettinum. Ekkert
útlenskt ,,garg“ vildi hann heyra. Hann var lítið
gefinn fyrir skemmtikrafta. Elsa nokkur Lund
náði þó til hans, en þegar hann komst að því að
Laddi væri maðurinn á bak við hana, þá var Elsa
alveg ómöguleg.
Ég spurði pabba einhvern tíma hvað hann hefði
helst viljað verða. Fornleifafræðingur var svarið.
Reyndar er það ekki alveg í samræmi við það sem
hann vildi að ég lærði. Hann sagði mér að læra
eitthvað gagnlegt og það kom bara eitt til greina,
trésmíði. Ég maldaði eitthvað í móinn, en það
þýddi ekki neitt. ,,Það er ekki fyrir þig að vinna
á skrifstofu“. Ég bara hlýddi því, óharðnaður
unglingurinn, þó áhuginn væri ekki til staðar. En
ég kann vel að meta nú orðið að hann hafi gefið mér
það ráð á sínum tíma, þó leiðin hafi legið annað
eftir sveinsprófið. Þegar ég fór í langskólanám
eftir að búskapartíð minni lauk, var faðir engu að
síður mjög ánægður með það og hvatti mig.
Tómas um nírætt.