Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 29

Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 29
Litli-Bergþór 29 haust. Verkið er nánast full fjármagnað. Á fund- inum gengu þau Karl Sigurbjörnsson, Hildur Hákonardóttir og Þorfinnur Þórarinsson úr stjórninni, en þau hafa átt sæti í stjórn félagsins frá upphafi og þakkaði fundurinn þeim þeirra störf. Í stjórn voru kjörin þau Erlendur Hjaltason, formaður, Guðmundur Ingólfsson, Bergþóra Bjarnadóttir, Bjarni Harðarson og Halldóra Þorvarðardóttir. Í varastjórn voru kjörin Páll M. Skúlason, Katrín Andrésdóttir og Anna Stefánsdóttir. Í lok fundar var fráfarandi vígslubiskupi, Kristjáni Val Ingólfssyni þakkað fyrir hið mikla starf sem hann hefur sinnt í Skálholti þann tíma sem hann hefur gegnt embætti vígslubiskups í Skálholti. Skálholtsgluggar Undanfarið ár hefur ver- ið unnið að lagfæringu listglugga Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju og því verki lýkur á komandi hausti. Þessa dagana er verið að taka niður og flytja til Þýskalands síðasta skammtinn, en þetta verk er unnið í skrefum. Kostnaðurinn við þetta mikla verk reyndist verða umtalsvert minni en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir og það hefur tekist að safna nánast alveg fyrir kostnaðinum, sem er í kringum 24 milljónir. Verndarsjóður Skálholts hefur haft veg og vanda af söfnun fjár til viðgerðanna. Framundan er síðan að meta ástand altarisverks Nínu Tryggvadóttur, en það hafa komið í ljós sprungur í því, eftir Suðurlandsskjálftana, sem Viðlagatrygging hefur ekki fengist til að bæta. Barokkvöld 14. og 15. júní voru haldin barokkvöld í Selfosskirkju og Skálholtskirkju, að frumkvæði Jóns Bjarnasonar organista og kantors og með styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Ásamt Jóni komu fram á tónleikunum þau Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur I Sigurðarson á trompeta, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messó- sópran og strengjasveit, en hana skipuðu Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir á fiðlu, Ásdís Hildur Runólfsdóttir á víólu, Sigurður Halldórsson á selló og Gunnlaugur Torfi Stefánsson á kontrabassa. Þarna var um að ræða mikla veislu eftir helstu barokktónskáld sögunnar. Hulda Gústavsdóttir Sæland fædd 24.12.1926, lést á Fossheimum á Selfossi 22. janúar 2018. Hulda bjó lengst af á Espiflöt ásamt manni sínum Eiríki Sæland. Útförin fór fram frá Selfossi. Gústaf Ólafsson frá Arnarholti, f. 27. 8. 1966, lést í Sundsvall í Svíþjóð þ. 29. janúar 2018. Minningarathöfn fór fram í Skálholti þ. 7. apríl. Ragnar Lýðsson frá Gýgjarhóli, f. 24.11.1952, lést 31. mars 2018. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju 14. apríl 2018. Jarðsett var í Haukadal. Bjarni Sigurðsson á Geysi, f. 26.4.1935, lést 2. maí 2018. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju 18. maí 2018. Jarðsett var í Haukadal. Guðjón Gunnarsson frá Tjörn f. 17.6.22 lést 24. júní. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju 16. júlí 2018, jarðsett var að Torfastöðum. Andlát Frá fundi Skálholtsfélagsins 7. Júní.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.