Fréttablaðið - 05.01.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 05.01.2019, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta­ blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ® jeep.is RENEGADE 2.0 DÍSEL, 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, 4 DRIFSTILLINGAR, HÁTT OG LÁGT DRIF. COMPASS 2.0 DÍSEL, 140/170 HÖ. 2.0 BENSÍN, 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, 4 DRIFSTILLINGAR. CHEROKEE 2.2 DÍSEL, 185 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, 4 DRIFSTILLINGAR. GRAND CHEROKEE 3.0 DÍSEL, 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF. JEEP® 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU Sigrún Jónas- dóttir rannsóknarlög- reglumaður telur að aukin umræða hafi valdið viðhorfs­ breytingu til heimilis­ ofbeldis en ákærum og dómum í heimilisofbeldismálum hefur fjölgað mikið. Nágrannar líti nú síður í hina áttina og aðkoma félagsþjónust­ unnar hafi miklu breytt. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í nýárs­ ávarpi sínu að fátæktar og misréttis gætti hér á landi og að varast þurfi goð­ sagnir um annað. „Hugsum til þeirra sem mættu mótbyr á árinu, þeirra sem búa við sorg og missi, þeirra sem þurfa stuðning okkar.“ Berglind Soffía Blöndal doktorsnemi í nær- ingarfræði sagði það svaka­ legt að fólk á aldrinum 77 til 93 ára sem útskrifast af öldrunardeild Landspítala léttist um eitt kíló á viku eftir útskrift. Berglind fylgdi 13 einstaklingum eftir í nokkrar vikur eftir útskrift. Þrjú í fréttum Umræða, ávarp og aldraðir. TÖLUR VIKUNNAR 09.12.2018 TIL 15.12.2018 dómar féllu í heim­ ilisofbeldismálum árið 2018. Tveir voru sýknaðir. 350 málum þarf lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu að sinna á hverjum sólarhring að meðaltali. 44.984 34% fjölgun varð á tilkynntum nauðgunum í fyrra miðað við árið 2017. 73,4 míkrógrömm af svifryki á rúmmetra mældust á gamlárskvöld. Heilsu­ verndarmörk eru 50 mikró­ grömm. 1 kíló er þyngdin sem fólk á aldrinum 77 til 93 ára léttist um á viku eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. umferðarlaga­ brot voru skráð árið 2018. 22 SJÁVARÚTVEGUR Fiskistofa hefur svipt  togarann Kleifaberg RE­70 veiðileyfi  í tólf vikur vegna brott­ kasts. Leyfissviptingin tekur gildi 4. febrúar næstkomandi. „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir í framhaldi af rannsókn sem fór af stað í kjölfar upplýsinga sem komu meðal annars fram í fréttaskýringa­ þættinum Kveik á RÚV,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Það var fyrrverandi skipverji á Kleifabergi sem kom myndskeiðun­ um til Fiskistofu og fréttaskýringa­ þáttarins þar sem hann var í viðtali og gerði grein fyrir brottkastinu. Um er að ræða myndskeið frá árunum 2008, 2010 og 2016 sem virðast sýna brottkast á fiski sem komið hefur um borð með veiðar­ færum Kleifabergs. Í úrskurði Fiski­ stofu er útgerðin talin hafa haft fjár­ hagslegan ávinning af því að kasta fiski fyrir borð sem annars yrði til að tefja vinnslu um borð eða sem full­ nægði ekki kröfum útgerðarinnar. Einnig megi ganga út frá því, eins og atvikum er lýst, að um ásetningsbrot hafi verið að ræða. Fyrir brotin fær útgerðin þyngstu viðurlög sem lög leyfa; sviptingu veiðileyfis í 12 vikur. Um viðurlögin segir í úrskurðinum að hvorki útgerðin, áhöfn né aðrir sem starfi í þágu útgerðarinnar hafi orðið uppvísir að sambærilegum brotum áður en vegna fjölda atvik­ anna, hve mikill aflinn var og vegna augljóss ásetnings telji stofnunin rétt að hafa veiðileyfissviptinguna eins langa og lög leyfa. Í yfirlýsingu frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur sem barst Fréttablaðinu í gærkvöldi segir að úrskurðurinn verði kærður til atvinnuvegaráðu­ neytisins. Félagið telji sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð hjá Fiskistofu sem hafi bæði rannsakað meint brot og fellt úrskurð. „Við erum alveg miður okkar yfir þessari ákvörðun og teljum hana ranga,“ segir Runólfur Viðar Guð­ mundsson, framkvæmdastjóri hjá ÚR. Hann segir ekki hafa verið tekið tillit til sjónarmiða og röksemda félagsins við rannsókn málsins. Málatilbúnaður Fiskistofu og for­ sendur úrskurðarins eru gagnrýndar í fyrrgreindri yfirlýsingu félagsins. Úrskurðurinn byggi á lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auð­ velt sé að eiga við og bjaga eins og bent hafi verið á í andmælum til Fiskistofu. Þá hafi eitt myndskeið­ anna verið kært til lögreglu enda sé það falsað að mati sérfræðinga útgerðarinnar. Að þessu atriði er vikið í úrskurði Fiskistofu en vísað til annarra atriða sem styðji frásögn uppljóstrarans, þar á meðal færslna í afladagbók skipsins, gagna Fiski­ stofu og vitnisburðar annars skip­ verja sem var í einni af umræddum veiðiferðum. Aðspurður segir Runólfur að hefði ekki komið til leyfissviptingarinnar hefði skipið farið til veiða í Barents­ hafi. „Það er fiskgengd í Barentshafi á vorin þannig að ef þessu verður ekki hrundið þá verður þetta gríðar­ legt tjón fyrir skipið, áhöfnina, fjöl­ skyldur hennar og útgerðina.“ Kæra til ráðuneytisins frestar ekki áhrifum úrskurðarins og að óbreyttu heldur skipið því ekki til veiða í Bar­ entshafi þótt úrskurðurinn verði kærður. Sviptingin mun því, sam­ kvæmt tilkynningu frá útgerðinni, rýra tekjur félagsins um allt að millj­ arð króna og auk þess valda henni varanlegum skaða þar sem óvíst er hvort skipið muni halda aftur til veiða. Yfir fimmtíu manns vinni við skipið og þriggja mánaða stopp geti þýtt að vinnustaðurinn verði lagður niður enda allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skip­ um. adalheidur@frettabladid.is Fiskistofa svipti Kleifaberg RE veiðileyfinu vegna brottkasts Löndun úr skipinu Kleifabergi sem liggja mun við bryggju næstu mánuði að óbreyttu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Togarinn Kleifaberg RE hefur verið sviptur veiðileyfi í 12 vikur vegna brottkasts. Fiski- stofa telur brottkastið ásetningsbrot og beitir þyngstu viðurlögum sem lög leyfa. Útgerðin er miður sín og mun kæra til ráðuneytis. Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri. 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.