Fréttablaðið - 05.01.2019, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 05.01.2019, Qupperneq 29
+PLÚS Sölvi Tryggvason segir líkamann hafa þann eiginleika að endurnýja sig hratt.„Við erum fær um að komast yfir svo margt, læra svo margt. Og það er mikilvægt að missa ekki sjónar á þeim eigin- leika í okkur. Á vegferð minni hef ég orðið vitni að ótrúlegum batasög- um hjá fólki sem hefur ákveðið að taka hlutina í eigin hendur. Það er hægt að sigrast á ótrúlegustu hindr- unum,“ segir Sölvi. Hér að neðan er birt brot úr þriðja kafla bókar hans, Á eigin skinni. 3. kafli Stóra myndin er sú sem fram hefur komið hér að ofan. Ég hrundi illa haustið 2007 og hef síðan þá farið í ferðalag sem var miklu miklu lengra en mig óraði fyrir. Það er ekki stimplað á ennið á mér, en síðan ég klessti af alefli á grjótharðan s t r e i t u v e g g haustið 2007 hef ég sem- s a g t ve r i ð greindur með kvíðaröskun, a t h y g l i s - brest, félags- fælni, kuln- un í starfi, s í þ r e y t u , f ó t a ó e i r ð , i ð r a ó l g u , álagsastma, svimasjúkdóm, nýrnahettu- vanda, alls kyns óþol fyrir hinum og þessum hlutum og sjálfsofnæmi. Allar þessar greiningar kölluðu á alls konar lyf. Fyrir utan verkja- töflur, magalyf og annað „hefð- bundið dót“ úr apótekum sem ég mokaði í mig er hér listi yfir lyf sem ég hef tekið á vegferðinni sem flokk- ast sem geðlyf og hljómar svolítið eins og texti Megasar í laginu Við sem heima sitjum. Sum bruddi ég í stuttan tíma, önnur lengur: n Serol n Stesolid n Miron n Sobril n Efexor n Fluanxol n Ezopram n Concerta n Sertraline n Strattera n Ritalin n Wellbutrin n Fluoxetine n Seroquel Ég gæti skrifað miklu meira um þessa vegferð mína, en þessi bók er ekki hugsuð sem sjúkrasaga, heldur þvert á móti saga af því hvernig maður getur sigrast á alls konar hlutum. En forsöguna fannst mér ég þurfa að fjalla um af hreinskilni og finnst hún nauðsynleg í samhengi við leiðina til bata og það ferðalag sem ég lagðist í. Ég hef einfaldlega þurft að læra að gera alls konar hluti allt öðru- vísi en áður. Á löngum köflum hef ég verið pirraður og vor- kennt sjálfum mér. Ég gekk til geðlæknis í sex ár og sál- fræðings í fimm og hætti þeim m e ð f e r ð u m ekki fyrr en mér fannst ég búinn að röfla úr mér rænuna þegar kemur að öllu því sem hefur amað að mér í gegnum tíðina. P e n i n g u r i n n sem ég hef eytt í heilsu skiptir milljónum, en þegar allt kemur til alls er þetta búið að vera ferðalag sem ég hefði aldrei viljað missa af. Það hefur skilað mér á stað þar sem mér finnst ég miklu sterkari en áður. Við erum öll alls konar. Allir þessir kvillar, greiningar og lyf eru góðra gjalda verð og geta hjálpað fólki að átta sig á því hvað við er að eiga tímabundið og auðvitað verðum við á köflum að hafa hlutina fastmótaða og vel skilgreinda. En þegar kemur að heilsu getur það beinlínis verið stórhættulegt að festast í hugtökum og ákveða að maður verði einhvern veginn ævina á enda. Eftir að hafa gengið hringinn á milli allra helstu sérfræðilækna og skilgreint mig á löngum tímabilum út frá tíma- bundnum einkennum, ákvað ég á einhverjum punkti að það myndi ekki skila mér neinu. Líkaminn endurnýjar sig mjög hratt og hugur- inn líka ef við leyfum honum það. Höfum það hugfast að sumir hlutar líkamans endurnýjast á aðeins nokkrum vikum, aðrir á einhverjum mánuðum og enn aðrir á nokkrum árum. Líkami minn í dag þarf ekki að vera sá sami og eftir eitt ár eða tvö. Þess vegna er beinlínis rangt að festa sig í skilgreiningum um hina og þessa kvilla eins og þeir vari að eilífu. Hefur eytt milljónum í heilsuna ÉG HEF EINFALDLEGA ÞURFT AÐ LÆRA AÐ GERA ALLS KONAR HLUTI ALLT ÖÐRUVÍSI EN ÁÐUR. Á LÖNGUM KÖFLUM HEF ÉG VERIÐ PIRRAÐUR OG VOR- KENNT SJÁLFUM MÉR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.