Fréttablaðið - 05.01.2019, Síða 31

Fréttablaðið - 05.01.2019, Síða 31
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Í fyrra voru haldnar yfir 125 spennandi ráðstefnur og fundir í Hörpu og hefur verið mikil fjölgun á erlendum ráðstefnu- og fundargestum frá opnun,“ segir Karitas og bætir því við að Harpa hafi klárlega staðið undir vænting- um sem alþjóðlegt ráðstefnuhús. „Fjölbreytileiki viðburða er einnig mikill og hefur aukist frá ári til árs. Orðspor Hörpu er einnig afar gott á alþjóðlegum mælikvarða og má þar nefna sem dæmi árlega viðburði á borð við Arctic Circle og Women Leaders Global Forum sem hafa skipt sköpum fyrir Hörpu til að byggja upp það orðspor.“ Í Hörpu er fjölbreytt aðstaða fyrir fundi, af öllum stærðum og gerðum. Stærsta fundarher- bergið, Ríma, rúmar allt að 120 manns í sæti, en hægt er að skipta því í tvennt. Fundarherbergin Vísa og Stemma, á fyrstu hæð hússins, rúma allt að 20 manns við stjórnarborð. Á fjórðu hæð eru fjögur minni fundarherbergi, Nes, Vík, Vör, og Sund, sem rúma öll 8-10 manns þægilega í sæti. Hvert rými er búið fyrsta flokks tækjabúnaði og öll þjónusta er við hendina. „Stóru fundarrými Hörpu nýtast afar vel fyrir stórar alþjóðlegar sem og innlendar ráð- stefnur sem og opnu rými Hörpu sem bjóða upp á ýmsa möguleika,“ segir Karitas og bætir við: „Alþjóð- legt ráðstefnuhald hefur gífurlega mikið vægi fyrir jafn litla þjóð og okkur Íslendinga og við leggjum mikla áherslu á erlenda markaðs- setningu enda skilar þessi grein mjög miklum gjaldeyristekjum inn í þjóðarbúið.“ Hún bendir á að Harpa sé afar samkeppnishæf sem ráðstefnuhús í alþjóðlegum samanburði. „Sem dæmi má nefna að við bjóðum fjölbreytt rými og fyrsta flokks tækjabúnað svo eitthvað sé nefnt,“ segir Karitas. „Erlend markaðssókn Hörpu hefur verið í stöðugum vexti en Harpa er meðlimur í Meet In Reykjavik þar sem afar gott kynningarstarf fer fram. Einnig erum við ávallt að auka sýnileika okkar á samfélagsmiðlum og svo er auðvitað alltaf langöflugast að fá erlenda gesti til landsins til þess að kynna fyrir þeim hvaða aðstöðu Hin mörgu rými Hörpu nýtast einnig til fjölbreytts viðburðahalds enda er Harpa eitt fallegasta hús landsins. Karitas Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri tónlistar- og ráðstefnusviðs Hörpu, finnur fyrir miklum áhuga á því að halda ráðstefnur og viðburði í Hörpu sem er einstaklega vel búin til hvors tveggja. MYND/ANTON BRINK Arctic Circle ráðstefnan er haldin í Hörpu á hverju ári. MYND/OZZO Harpa hefur upp á að bjóða. Ísland er spennandi áfangastaður í augum margra og hefur þar lega landsins á milli Evrópu og Ameríku sem og aukning á flugsamgöngum þar mest að segja.“ Hún segir gífurlega eftirvænt- ingu ríkja eftir opnun Edition hótelsins við hliðina á Hörpu árið 2020. „Það mun klárlega auka möguleika Hörpu í alþjóðlegu samhengi en mörg erlend samtök hafa beðið í eftirvæntingu eftir opnun hótelsins þar sem hótelið gerir það enn fýsilegra fyrir þau að koma með sína viðburði til landsins. Hótelið gerir okkur einn- ig kleift að sækja um annars konar fyrsta flokks viðburði þar sem samspil hótelsins og Hörpu skiptir meginmáli. Lega Hörpu, mið- svæðis í hjarta miðborgar, er ekki síður eftirsóknarverð enda ekki algengt að svo stór og vegleg ráð- stefnu- og viðburðahús séu svona miðsvæðis og mikils virði að hægt sé að upplifa borgina í allri sinni dýrð á sama tíma og viðkomandi er á ráðstefnu eða viðburði.“ Karitas segir enn fremur að mikil aukning sé á fyrirspurnum á milli ára en alþjóðlegar ráðstefnur eru ávallt bókaðar með margra ára fyrirvara og því mikið um fyrirspurnir langt fram í tímann. „Eitthvað af fyrirspurnum berst beint til okkar en við erum einnig með afar náið og gott samstarf við innlenda ráðstefnuskipuleggj- endur sem og viðburðahaldara.“ Hún segir marga viðburði hafa fest sig í sessi sem árlega í Hörpu og nefnir sem dæmi Læknadaga, UT messuna, og Reykjavíkurskák- mótið sem og Arctic Circle og Women Leaders Global Forum sem áður voru nefnd. Þá tekur Karitas fram að starfs- fólk Hörpu sé einkar hæft þegar kemur að ráðstefnuhaldi. „Starfs- fólk Hörpu býr yfir afar mikilli reynslu sem og þekkingu þar sem mörg hafa starfað í greininni í fjöldamörg ár,“ segir hún og bætir við að starfsfólk Hörpu sé stolt af því að kynna og selja Hörpu bæði innanlands sem og erlendis og geri sér grein fyrir því hve þýðing Hörpu fyrir land og þjóð er mikil. Harpa er ekki eingöngu ráð- stefnuhús og/eða viðburðahús fyrir stærri ráðstefnur og viðburði. „Hér höfum við einnig upp á að bjóða minni sali og rými sem henta vel fyrir minni viðburði, fundi, móttökur eða veislur,“ segir Karitas. „Margir halda að hér sé eingöngu hægt að halda stóra við- burði en svo er ekki. Veisluhald í Hörpu hefur einnig aukist jafnt og þétt á milli ára, hvort sem um er að ræða árshátíðir, afmæli, móttökur af ýmsum toga eða önnur manna- mót. Það eru afar spennandi tímar fram undan að mati okkar, ótal sóknarfæri og við erum bjartsýn á að Harpa muni halda áfram að blómstra í framtíðinni.“ Nánari upplýsingar má finna á harpa.is. 2 KYNNINGARBLAÐ 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RRÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.