Fréttablaðið - 05.01.2019, Page 33

Fréttablaðið - 05.01.2019, Page 33
Stjórnendur fyrirtækja eru í vaxandi mæli að átta sig á að það að fjárfesta í góðum starfsanda er ávísun á betri starfs- mann. Sáttur starfsmaður er betri starfsmaður og gleði starfs- fólksins leynir sér ekki á slíkum viðburðum. Ýmis fyrirtæki efna til hvataferða nokkrum sinnum á ári því það þjappar mannskapnum saman, eykur samkennd innan fyrirtækisins og starfsfólkinu finnst það metið að verðleikum þegar það er verðlaunað með slíkum hætti fyrir vel unnin störf,“ segir Gunnar Traustason, eigandi g-events en þar starfa sérfræðingar í að skipuleggja viðburði sem henta öllum starfsmönnum fyrir- tækja, burtséð frá aldri, þannig að allir geti tekið þátt og verið með. „Stjórnendur fyrirtækja líta svo á að allt komi þetta ríkulega til baka og við höfum unnið með fyrirtækj- um þar sem starfsaldur er mjög hár vegna þess hve mórallinn er góður. Slíkt heldur fólki á vinnustaðnum og því líður vel þegar vel er hugsað um það og fyrirtækjaviðburðir eru liður í því,“ upplýsir Gunnar. „Við erum mjög sterk í því að hugsa út fyrir boxið en líka í hefð- bundnum viðburðum eins og árs- hátíðum og ráðstefnum og útbúum spennandi ævintýri og viðburði fyrir allar tegundir fyrirtækja, óháð því hver þau eru.“ Íslendingar góðir gestgjafar Dæmi um nýlegan fyrirtækjavið- burð g-events er Bragðlaukadekur fyrir 170 manns. „Þá vorum við með smakk á lúxus kjötmeti, hágæða konfekti Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Íslenskt tónlistarfólk er á faralds-fæti allt árið um kring og kemur fram á fjölda tónleika, tónlistar- hátíða og annarra viðburða víða um heim. Ein þeirra sveita sem ferðuðust um langan veg á síðasta ári var rokksveitin We Made God en meðlimum hennar bauðst óvænt tækifæri í lok síðasta árs til að koma fram á þrettán tónleikum á jafnmörgum dögum í Kína. Magnús Bjarni Gröndal, söngv- ari og gítarleikari sveitarinnar, segir kínverskan tónleikahaldara hafa haft samband við þá félaga og boðið þeim þennan túr. „Þetta var mikil keyrsla, þrettán tón- leikar á þrettán dögum sem urðu um leið partur af tónleikaferðalagi til að kynna plötu sem við gáfum út á síðasta ári. Það kom okkur verulega á óvart hvað kínversku tónleikastaðirnir voru flottir. Salirnir voru stórir og með öllum nýjustu græjunum. Kínverskir áhorfendur minna að vissu leyti á íslenska áhorfendur, þeir eru mjög hlédrægir meðan á tónleikum stendur, og eru ekki mikið fyrir að hreyfa sig mikið með tónlistinni. Viðbrögðin voru samt æðisleg, til dæmis tíðkast það í Kína að hljómsveitir sitji við borð eftir tón- leikana og áriti boli og geisladiska. Þá fyrst sá maður áhuga áhorfenda sem voru gjörsamlega í skýjunum með að fá að hitta okkur og taka myndir af sér með okkur.“ Frumburðurinn fékk athygli Hljómsveitin We Made God var stofnuð fyrir um fimmtán árum og segir Magnús þá félaga hafa spilað í hverju einasta skúmaskoti á Íslandi og það örugglega oftar en tvisvar. „Við tókum þátt í Músík- tilraunum árið 2006 og lentum í þriðja sæti. Tveimur árum síðar gáfum við út okkar fyrstu plötu, As We Sleep, og þá fór þetta á flug.“ Frumburðurinn fékk mikla athygli frá erlendu tónlistarpressunni, sérstaklega þeirri bresku, en platan fékk mjög góða dóma hjá tón- listartímaritunum Q og Kerrang!. „Í kjölfarið fórum við í fyrsta tón- leikaferðalagið okkar til Bretlands og í dag höfum við gefið út þrjár breiðskífur og eina stuttskífu. Við spilum það sem kallast post-metal, þó megi alveg rökræða tónlistar- stefnur fram og til baka.“ Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Birkir Freyr Helgason, Steingrímur Sigurðarson og Rúnar Sveinsson. Fagmenn á ferð Það sem einkenndi tónleikaferð þeirra í Kína að sögn Magnúsar var fyrst og fremst hvað allt var fagmannlegt. „Hljóðmenn og sviðsmenn gerðu allt alveg eftir bókinni sem tíðkast ekki hér eða annars staðar í Evrópu. Einnig má nefna gífurlega nákvæmni í hljóðprufum, kannski aðeins of mikla miðað við hvað við erum vanir. Einnig var gaman að sjá hvað tónleikastaðirnir voru flottir og við fundum fyrir því að það er stór neðanjarðarmenning fyrir alls kyns rokktónlist í Kína.“ Á árinu ætla sveitarmeðlimir að einbeita sér að nýju efni. „Eftir að hafa gefið út plötuna Beyond the Pale snemma ársins 2018 ætlum við að einbeita okkur að því að semja nýtt efni og vonandi ná að gefa eitthvað út síðar á árinu.“ Óvænt ævintýri í Kína Rokksveitinni We Made God bauðst óvænt að spila á þrettán tónleikum í Kína árið 2018. Viðburð- irnir voru mjög vel skipulagðir og starfsmenn tónleikastaða fagmenn fram í fingurgóma. Félagarnir í We Made God við styttu af Qin Shi Huang, fyrsta keisara Kína. Hljóðmenn og sviðsmenn gerðu allt alveg eftir bókinni sem tíðkast ekki hér eða annars staðar í Evrópu. Einnig má nefna gífurlega nákvæmni í hljóðpruf- um, kannski aðeins of mikla miðað við hvað við erum vanir. Skapa ævintýri út fyrir boxið Ógleymanlegar upplifanir og ævintýri út fyrir boxið eru aðalsmerki viðburðafyrirtækisins g-events, en líka hefðbundnir viðburðir fyrir fyrirtæki sem vilja verðlauna starfsfólk sitt. Þau Íris Friðmey Sturludóttir, Gunnar Traustason og Úlfhildur Elín Þorláksdóttir eru viðburðateymi g-events. Það er ógleymanleg upplifun að sitja í veislu með stórhvelum Íslands. g-events kann svo sannarlega að skapa einstaka umgjörð um viðburði sína. og dýrindis bjór og sendum alla í kokteilakennslu. Mæting var með eindæmum góð enda gat allur hópurinn tekið þátt og haft gaman af. Við leggjum okkur fram um að skapa viðburði sem mæta öllum og ef skemmtunin snýst um hreyfingu veljum við hreyfingu á allra færi,“ segir Gunnar sem nýtur þess að skipuleggja fjölbreytta viðburði fyrir viðskiptavini g-events. „Við þurfum að vera frjó þegar kemur að nýjungum í upplif- unum því oft vinnum við fyrir sömu fyrirtækin aftur og aftur. Útlendir viðskiptavinir eru jafnan undrandi á því hversu mikið er í boði í svo litlu landi; flottir salir, mikið af skemmtilegri afþreyingu og Íslendingar fara alla leið í öllu því sem þeir gera. Við þykjum því ansi frambærileg í þessu og ef fólk fær skyndihugdettu göngum við í málið og látum hana verða að veruleika,“ segir Gunnar. Galdurinn við að halda góða ráðstefnu sé þó ekki bara gott utanumhald um ráðstefnuna sjálfa heldur einnig fjölbreyttir hliðar- viðburðir utan ráðstefnutímans. „Það er umfangsmikill hluti af skipulagningu ráðstefna og geta verið ferðir eða dekur ráðstefnu- gesta og það er í sumum tilvikum jafn mikill hluti af dagskránni og ráðstefnan sjálf,“ útskýrir Gunnar, sæll í starfi viðburðastjórans. „Íslendingar þykja góðir gest- gjafar því boðleiðirnar eru stuttar og við getum látið marga drauma rætast sem væri útilokað í stærri löndum þar sem boðleiðirnar eru lengri. Það eru svo einstök forrétt- indi að starfa með fólki á gleði- stundum lífsins og þegar maður sér mánaða langan undirbúning blómstra og verða að veruleika er það eins og að sjá barn manns vaxa úr grasi.“ g-events er í Skútuvogi 1G. Sími 527 0777. Sjá nánar á g-events.is. 4 KYNNINGARBLAÐ 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RRÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.