Fréttablaðið - 05.01.2019, Síða 37

Fréttablaðið - 05.01.2019, Síða 37
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Í formála segir Margrét meðal annars: „Að forðast megrunar- og skvaptapsauglýsingar svo ekki sé minnst á dómhörku fjölskyldu- meðlima, kunningja og ekki síst okkar sjálfra getur verið krefjandi í upphafi nýs árs. Hér eru nokkur verkfæri í átt að jákvæðari líkams- ímynd á árinu 2019.“ Margrét hefur löngum verið talskona jákvæðrar líkamsímyndar fyrir alla líkama. Hún kennir dans í Kramhúsinu og stendur nú meðal annars fyrir nám- skeiðum þar sem konur af öllum stærðum og gerðum læra dans í öruggu umhverfi. Uppselt er á tvö sex vikna námskeið sem hefjast um miðjan janúar en næstu námskeið hefjast í byrjun mars. Eftirfarandi eru áramótaheit Margrétar Erlu Maack sem hún staðfærir frá burlesque- og líkams- virðingardívunni Freyu West. 1. Líðan mín er meira virði en útlitið. Góður matur er matur sem nærir mig og gleður. Ég vel mér hreyfingu sem lætur mér líða betur, hjálpar mér að fá útrás, veitir mér gleði, jafnvel félagsskap eða er einfaldlega „tími fyrir mig“. 2. Ég mun setja mér líkamsræktar- markmið sem eru ótengd útliti, til dæmis að hlaupa ákveðna vega- lengd hraðar en áður, lyfta þyngra og svo framvegis. Ég mun fara vel með líkama minn og rækta hann til að ná þessum markmiðum sem ég set mér í gleði og metnaði, en ekki rækta líkamann til að refsa honum. 3. Ég ætla að hlusta á líkama minn þegar hann þarf að slaka á og hvílast og hvetja fólk í kringum mig til þess sama. Slökun er líka líkamsrækt. 4. Ég ætla að hætta að nota gildis- hlaðin orð um mat. Matur er ekki syndum hlaðinn og sömuleiðis ætti neysla mín á honum ekki að vera það. Ég borða þegar ég finn fyrir hungri og borða til að ná markmiðum mínum og koma vel fram við líkama minn. 5. Ég ætla að hætta að láta eftir- farandi tölur draga mig niður: Fata- stærð, þyngd eða ummál. Ég er meira virði en allt þetta til samans og á meira skilið. 6. Ég ætla að finna mér fatastíl sem lætur mér líða vel. Ég ætla ekki að falla í neyslugildru, heldur kaupa Líðanin meira virði en útlitið Margrét Erla Maack, danskennari og líkamsvirðingarsinni, birti á dögunum á samfélagsmiðlum uppástungur að áramótaheitum sem stuðla að jákvæðari líkamsímynd og léttari lund. Eitt af áramótaheitunum snýst um að borða góðan mat sem nærir líkama og sál. MYND/SIGTRYGGUR ARI Margrét Erla Maack kabarettlistakona stingur hér upp á að strengja áramóta- heit sem vinna með líkamanum en ekki gegn honum. MYND/INGA SÖR færri föt og einbeita mér að því að finna uppáhaldsföt sem eru klassísk, vel gerð í góðum sniðum og ekki elta tískubylgjur. Ég ætla að fjarlægja og gefa föt sem ég passa ekki í eða láta mér líða illa. Ég mun velja föt sem mér líður vel í og klæðast því sem mér sýnist. 7. Ég verð á varðbergi gagnvart skyndi- og töfralausnum. Ég ætla að muna að á bak við allar aug- lýsingamyndir er teymi af fagfólki í vinnu við að búa til ákveðið útlit, bæði á fólk og vörur. Ekki einu sinni ofurfyrirsætur líta út eins og ofurfyrirsætur alla daga. Ég get ekki komið í veg fyrir að sjá auglýs- ingar, en ég get tekið ákvörðun um hvaða áhrif þær hafa á mig. Svo er ótrúlega skemmtileg fróun fólgin í að ýta á „hide ad“ – og merkja svo við „does not apply to me“. 8. Ég ætla að finna mér eða koma auga á það mennska stoðkerfi sem er í kringum mig. Ég veit að ég þarf á vinum að halda og þeir á mér. Ég lofa að hvetja vini mína og treysti á að þeir geri slíkt hið sama fyrir mig. Þessu tengt ætla ég að hrósa fólki meira – með áherslu á hrós sem tengjast útliti alls ekki neitt. 9. Ég og fólkið í kringum mig ætlum að tala af virðingu um fólk, sérstaklega þegar umræðan snýst um holdafar á hvaða hátt sem er. Ég mun benda á þegar líkams- smánun á sér stað, og mun ekki taka þátt í henni, ekki einu sinni þegar um stjórnmálafólk sem mér er illa við á í hlut! Ég ætla að reyna að koma í veg fyrir það að fólk tali illa um líkama, hvort sem það er þeirra eigin eða annara, og ég ætla að byrja á því að tala ekki af lítils- virðingu um minn eigin líkama. 10. Ég ætla ekki að láta þyngd mína eða útlit stjórna hvenær eða hvort ég geri eitthvað, heldur „af því að mig langar – núna“ eða „þetta verður gaman og mun láta mér líða vel“. Ég ætla ekki að bíða með hluti þangað til „eftir að ég missi x kíló“. Ég ætla að lifa lífinu núna, og það geri ég í líkamanum sem ég er í – núna. Margrét bætir svo við tveimur ráð- leggingum frá eigin brjósti. 11. Ég ætla ekki að tala niður til líkama míns, sérstaklega ekki í návist fólks sem lítur upp til mín eða þykir vænt um mig, og ég ætla að passa mig sérstaklega í kringum börn. 12. Ég ætla að nýta samfélagsmiðla og fylgja fólki sem ég lít upp til og lætur mér líða vel. Ég ætla að hætta að elta þá sem láta mér líða illa eða eins og ég sé ekki nógu góð manneskja. Færslu Margrétar má lesa hér https://www.facebook.com/mok- kiburlesque/posts og færslu Freyu West má lesa hér http://www.freya- west.com/2017/12/31/10-body- positive-resolutions-to-make-in- the-new-year Vilt þú geta dansað? Við getum kennt þér. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.