Fréttablaðið - 05.01.2019, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR ÓSKAST
Leitum að metnaðarfullum og þjónustulunduðum íþróttafræðingi í spennandi
og fjölbreytt starf tengt þjónustu við gesti okkar í Bestu aðild. Viðkomandi þarf
að búa yfir góðum skipulagshæfileikum, hafa framúrskarandi færni í mannlegum
samskiptum og brennandi áhuga á heilbrigðu líferni með fagmennsku að leiðarljósi.
Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá á netfangið
hreyfing@hreyfing.is fyrir 10. janúar.
Álfheimar 74 S. 414-4000 www.hreyfing.is
Bíldshöfða 12, 112 Reykjavík - Sími 587 6666 - Fax 567 3624
isloft@isloft.is - www.isloft.is
Ísloft- Blikk & Stálsmiðja ehf
Óska eftir bílstjóra til starfa.
• Meirapróf og lyftarapróf æskileg
Umsóknir sendist í tölvupósti á isloft@isloft.is
Nánari upplýsingar í síma 587 6666.
Bíldshöfða 12, 112 Reykjavík - Sími 587 6666 - Fax 567 3624
isloft@isloft.is - www.isloft.is
Stuðningsfulltrúi
Borgarholtsskóli
Stuðningsfulltrúa vantar í 55% starf við
Borgarholtsskóla á vorönn 2019.
Laun eru í samræmi við kjarasamning SFR
og stofnanasamning Borgarholtsskóla.
Vinnutími er frá 8-13:30.
Æskilegt er að umsækjandi hafi réttindi
sem stuðningsfulltrúi.
Upplýsingar um starfið veitir
Hrönn Harðardóttir, hronn@bhs.is, s: 864-1138
Á heimasíðu skólans, www.bhs.is,
eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans.
Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist í tölvupósti til Ársæls
Guðmundssonar, skólameistara,
arsaell@bhs.is fyrir 25. janúar 2019.
Ráðgjafi á sviði
starfsendurhæfingar
Óskum eftir ráða ráðgjafa í tímabundna stöðu til eins árs í Reykjavík. Um er
að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í
þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.
Helstu verkefni
• Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu
• Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum
• Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar
eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK
• Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í
starfsendurhæfingu og vinnustaði
• Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði
félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar
• Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða
starfsendurhæfingar
• Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Skipulagshæfni og kostnaðarvitund
• Góð þekking á vinnumarkaði
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa
með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi
við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með
aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum
og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök
launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan
starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menn-
ingu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metn-
aður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.
Nánari upplýsingar um VIRK
er að finna á virk.is
Upplýsingar veitir:
Geirlaug Jóhannsdóttir
geirlaug@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2018.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar
sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi upp-
fyllir hæfnikröfur starfsins.