Fréttablaðið - 05.01.2019, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 05.01.2019, Qupperneq 76
 Starfs- mennirnir eru okkar gullnáma og flestir hafa ára- langa reynslu af, viðburð- um, tón- leikum og sjónvarpi. Við sérhæfum okkur í leigu og sölu á búnaði sem tengist viðburðum af öllu tagi. Bæði stórviðburðum á borð við tónleika, ráðstefnur og árshátíðir og smærri tilefni eins og brúðkaup, fermingar og afmæli,“ segir Ingólfur Magnús- son, framkvæmdastjóri leigusviðs Exton. Innan veggja Exton er að finna óviðjafnanlega þekkingu á öllum þeim búnaði sem þarf til viðburða- halds og notkunarmöguleikum hans. „Starfsmennirnir eru okkar gullnáma og flestir hafa áralanga reynslu úr leikhúsum, viðburðum, tónleikum og sjónvarpi,“ segir Ingólfur og bætir við að Exton leggi áherslu á að senda starfsmenn sína reglulega á námskeið erlendis til að læra allt það nýjasta í greininni. „Okkur er kappsmál að vera með sérhæfðan mannskap með mikla reynslu enda fylgir því mikil ábyrgð að hengja upp þungan ljósabúnað fyrir ofan stóran hóp af fólki.“ Stór hluti starfsmanna Exton hefur reynslu bæði innan og utan landsteinanna. „Margir af okkar tæknimönnum hafa túrað með heimsfrægum hljómsveitum, bæði erlendum og íslenskum. Þar má nefna Of Monsters and Men, Björk, Placebo, Massive Attack, Sigur Rós og margar fleiri. Exton sér alfarið um svið og tækjabúnað ásamt tæknivinnu á G! Festival í Fær- eyjum árlega. Síðan má nefna að þó nokkrir á okkar vegum hafa farið í vinnu árlega á Hróarskeldu og fleiri hátíðir utan landsteinanna og koma þá heim reynslunni ríkari.“ Bjóða gæðabúnað Söludeild Exton er með umboð fyrir búnað frá gæðamerkjum og leigusviðið notar mest þann búnað. „Við erum afar stolt af þessum merkjum,“ segir Ingólfur. Exton er til dæmis með umboð fyrir hljóðkerfi frá Meyer, NEXO og RCF, hljóðmixera frá Allen & Heath og Midas. Einnig ljósabúnað frá Clay paky og ljósaborð frá Grand MA light. Hjá Exton er mjög algengt að leigja hljóðbúnað, ljósabúnað, vídeóbúnað, svið, túlka- og ráð- stefnubúnað og hljóðfæri. „Einnig erum við með tjaldaleigu og hoppukastalaleigu. Tjaldaleiguna eignuðumst við fyrir tveimur árum og má segja að hún hafi verið punkturinn yfir i-ið hjá okkur. Nú getum við boðið viðskiptavinum að leigja allan pakkann hjá okkur. Til dæmis hefur verið vinsælt að búa til viðburði einhvers staðar úti í náttúrunni, þá tekur viðskipta- vinurinn hjá okkur til dæmis tjald, rafstöð, svið, ljósa- og hljóðbúnað.“ Þjónusta um allt land Exton er með starfsstöðvar í Kópa- vogi og á Akureyri en sinnir verk- efnum um allt land. „Það er mjög algengt að við sendum búnað út á land fyrir allar tegundir og stærðar- gráður af verkefnum.“ Ingólfur segir nóg að gera hjá Exton. Áður hafi verkefnin hlaðist upp mest á vissa árstíma en nú séu þau að jafnast töluvert yfir árið. Ráðstefnur eru einnig að verða æ stærri hluti af verkefnunum. „Við erum með afar handhægan túlka- og ráðstefnubúnað sem er mjög þægilegt að flytja á milli staða.“ Leigja út hljóðfæri Exton rekur hljóðfæraleigu þar sem hægt er að leigja trommusett, gítarmagnara, hljómborð, bassam- agnara og ýmislegt fleira. „Við erum með mjög gott úrval og náum til dæmis að þjónusta Airwaves með á annan tug trommu setta, bassam- agnara, gítarmagnara og fleira. Lausnir sniðnar eftir þörfum Á leigusviði Exton starfa verk- efnastjórar og ráðgjafar. „Þeir stýra stærri verkefnum og geta Klæðskerasniðin þjónusta Exton leigir út og selur gæðabúnað fyrir viðburði af öllum stærðargráðum. Starfsmenn fyrirtækis- ins búa yfir mikilli þekkingu og reynslu og geta sniðið lausnir að þörfum viðskiptavina sinna. Frá stórtónleikum Páls Óskars í Laugardalshöll. sniðið lausnir fyrir fólk eftir þeirra þörfum. Viðskiptavinurinn getur þannig komið til ráðgjafans, sagt honum hvað hann langar að gera og fyrir ákveðna upphæð, og við finnum lausn sem allir eru sáttir við.“ Ingólfur segir útfærslurnar afar fjölbreyttar. „Fólk getur leigt búnaðinn með allri þjónustu, það er uppsetningu, yfirsetu og saman- tekt. Síðan er líka í boði að leigja búnað sem viðskiptavinurinn sækir sjálfur og skilar aftur.“ Nánari upplýsingar má nálgast á www.exton.is. KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 RÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐIR Frá Söngva- keppni RÚV 2018.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.