Fréttablaðið - 05.01.2019, Page 93

Fréttablaðið - 05.01.2019, Page 93
Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar 1. Bifreið, Kia Niro Plug-in Hybrid rafbíll, að verðmæti kr. 3.990.777.- 1011 2.-6. Vöruúttekt hjá Rafha ehf, heimilistæki að eigin vali, hver að verðmæti kr. 300.000,- 5949 16711 17321 17390 27603 7.-11. Vöruúttekt hjá húsgagnaverslun eða verslun, hver að verðmæti kr. 175.000,- 2745 10620 15653 19346 28516 12.-41. Vöruúttekt hjá Rafha ehf, heimilistæki að eigin vali, hver að verðmæti kr. 150.000,- 120 1629 1845 2999 3264 5439 5634 5691 6937 7219 8342 9647 9781 12991 13824 15151 16517 17068 17698 18825 19416 19557 19583 20407 20766 21384 21680 26117 26455 26850 42.-66. Vöruúttekt hjá húsgagnaverslun eða verslun, hver að verðmæti kr. 100.000.- 320 696 1545 1727 1985 3178 3275 11259 14427 16321 17159 17445 18679 19292 20498 20662 21213 21441 22506 22525 24639 24772 28204 28334 29662 67.-105. Vöruúttekt hjá Rafha ehf, heimilistæki að eigin vali, hver að verðmæti kr. 75.000.- 2239 2252 2718 5189 5603 6419 6531 7221 8477 9473 9569 9625 9713 10001 11640 12157 12459 13575 15135 16865 17181 17793 19064 19485 19489 19688 20032 21129 22802 22992 24504 24630 25100 25363 27554 27723 28592 29114 19485 Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra að Hátúni 12, Reykjavík, 3ja hæð - sími 5500-360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 15. janúar 2019. Vinningaskrá er einnig birt á vefsíðu samtakanna, www.sjalfsbjorg.is. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Dregið var þann 31. desember 2018 Vinningar og vinningsnúmer LEIKHÚS Einræðisherrann Þjóðleikhúsið Höfundur: Charlie Chaplin Leikgerð og leikstjórn: Nikolaj Cederholm Leikendur: Sigurður Sigurjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafs- son, Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson Meðleikstjóri: Malene Begtrup Leikmynd: Kim Witzel Búningar: Line Bech Tónlistarstjórn, píanóleikur og leikhljóð: Karl Olgeirsson Sviðshreyfingar: Anja Gaardbo Slapstick: Kasper Ravnhøj Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðmynd: Aron Þór Arnarsson Þýðing: Magnea J. Matthíasdóttir Ofur venjulegur rakari lif ir af orustu á ótrúlegan hátt, hann bjargar samborgara úr lífshættu og þeir brotlenda á f lótta. Tuttugu árum seinna snýr rakarinn aftur minnislaus til gjörbreyttra heima- haga. Sögusviðið er lok fyrri heims- styrjaldarinnar og millistríðsárin, í landi sem deilir ansi mörgum einkennum með Þýskalandi þegar ónef ndu r y f ir va ra skeg g jaðu r nasisti er að undirbúa yfirtöku heimsins. Á annan í jólum frumsýndi Þjóð- leikhúsið Einræðisherrann, verk byggt á goðsagnakenndri bíómynd Charlie Chaplin en í nýrri danskri uppfærslu leikstjórans Nikolaj Cederholm. Tómanía er land í örvinglun, atvinnuleysi er landlægt og þjóðin enn í sárum eftir niðurlægingu stríðsins. Slíkur jarðvegur er frjór fyrir sterkan leiðtoga með stór- hættulegar hugmyndir. Sigurður Sigurjónsson hefur hér tveimur hlutverkum að sinna, annars vegar einræðisherrans Hynkels og hins vegar orðfáa rakarans Charlie. Sigurður er algjörlega öruggur í túlkun sinni og listrænni fram- kvæmd í þessu f lókna verkefni. Hann reynir ekki að herma eftir Chaplin heldur finnur hann inn- blástur í líkamsbeitingu hans, ein- beitni og einlægni. Eins og alltaf er mjög gleðilegt að sjá Þröst Leó snúa aftur á leik- sviðið. Hann leiðir sýninguna áfram sem sögumaður ásamt því að sinna nokkrum öðrum smærri hlutverkum, sem og margir aðrir leikarar sýningarinnar. Líkt og Sig- urður af hjúpar Þröstur Leó innra líf persónanna með því að segja lítið og leyfa leikhúsupplifuninni að fæðast í gegnum augnaráð og þögn. Saman eru þeir bráðfyndnir, rakarasenan þeirra er lipurlega framkvæmd og ein sú fyndnasta í sýningunni. Ilmur á líka sviðsendurkomu í Einræðisherranum og sinnir nánast eina kvenhlutverkinu sem hefur dramatískt vægi. Í heildina leysti hún hlutverkið vel af hendi með skörpum kómískum innkom- um en stundum vantaði aðeins á dramatísku hliðina til að vega upp á móti ærslalátunum. Landslið grínleikara Guðjón Davíð og Hallg r ímur mynda áhugavert dúó í sýning- unni, sá fyrri sem foringjasleikjan Gubbels og sá seinni sem upp- reisnarseggurinn Schultz. Grínið er Guðjóni Davíð eðlislægt og nýtur hann sín virkilega vel í öfga- fullum hreyfingum sem og bros- legum tímasetningum. Hallgrímur hefur erfiðara verk að vinna, enda er Schultz táknmynd stóískra efa- semda, en hittir í mark sem mann- legt hjarta sýningarinnar. Hitt dúóið mynda þeir Oddur og Sigurð- ur Þór í fjölmörgum hlutverkum en njóta sín best sem hermenn- irnir sem þrá að fylgja fyrirmælum. Báðir skilja þeir vel hvernig lita má kómedíu með djörfum ýkjum en spara sér slík látalæti þangað til þær hitta þráðbeint í mark. Ekki er ofsögum sagt að á sviðinu stendur hluti af landsliði íslenskra grínleikara og Ólafía Hrönn sýnir af hverju hún er fremst á meðal jafningja, nánast óþekkjanleg sem ofurstinn Boring og hr. Mann. Hún gefur sig alla í hlutverkin og uppsker hlátursgusur fyrir vikið. Meðlimur í þessu sama lands- liði er Pálmi sem stendur sig með prýði. Hann hikar ekki við að fara alla leið í sinni túlkun en ber tjón vegna vondra ákvarðana sem skrif- ast á leikstjóra og handritshöfund sýningarinnar. Nikolaj misstígur sig Fyrrnefndur Nikolaj Cederholm setti upphaf legu sýninguna upp í Danmörku. Í heildina er úrvinnsl- an á klassík Chaplins beitt og hugmyndafræðilega sterk, í ætt við Bertold Brecht. Leikhúsið er af hjúpað sem ærslaleikur en fjörið og léttleikinn geyma grafalvarleg pólitísk skilaboð. Atriðin sem tengja saman fyrri og seinni hluta sýningarinnar virka afskaplega vel, þar sem lífsgleði gyðinganna er borin saman við hermarsér- ingu nasistanna. Aftur á móti má setja spurningarmerki við sumar ákvarðanir Cederholms bæði sem handritshöfundar og leikstjóra, sérstaklega þegar líða tekur á sýn- inguna. Yfir höfuð er Einræðisherrann fín og vel tímasett ádeila um öfga- fulla hugmyndafræði, heim þar sem fordómar um fólk af öðrum uppruna vaða uppi. En þegar líða tekur á sýninguna misstígur Nikolaj sig í atriði þegar Napol- ini, leikinn af Pálma, kemur fram á sjónarsviðið. Þá dvína áhrifin samstundis. Í stað einræðisherra Bakteríu fá áhorfendur að horfa upp á einræðisherra Spagettí, og hans fylgdarlið sem er samansett af furðulegum staðalímyndum. Þar með upphefst langdreginn og ófyndinn kaf li sem fer að mestu fram á ensku, ekki leikurunum í hag, og er uppfullur af gamaldags grínleyfum. Tímalaus skilaboð Eitt af því jákvæða er að Ceder- holm tekur listræna teymið sitt frá Danmörku með á strendur landsins og hressandi er að sjá erlent sviðslistafólk aftur á stóru sviði leikhúsanna. Leikmynd Kim Witzel geymir marga útpælda leyndardóma undir einföldu yfir- borðinu, og víða er bryddað upp á spennandi útfærslum. Búningar Line Bech eru sömuleiðis áhrifa- ríkir, þó varð blúnduþyngdin Ilmi aðeins til ama. Aftur á móti standa sviðshreyfingar og skrípalátatil- búningur þeirra Önju Gaardbo og Kaspers Ravnhøj algjörlega upp úr. Hér er borin virðing fyrir grín- sögunni og kynt síðan hressilega undir, á slagsmálin og hópsenurnar er stundum unun að horfa. En án efa er Karl Olgeirsson ein af stjörnum kvöldsins, hann sér um tónlistarstjórn, píanóleik og leik- hljóð. Í samvinnu við leikhópinn tekst honum að skapa heildræna og áhrifamikla hljóðmynd sem töfrar fram bæði dýpt og kómík, í skemmtileg ri samsuðu með sviðshreyfingunum. Hann er ein- staklingurinn sem tengir alla sýn- inguna saman án þess að sýnast en er ómetanlegur þátttakandi samt sem áður. Charlie Chaplin byrjaði að skrifa The Great Dictator löngu áður en stríðsglæpir nasistanna urðu heim- inum ljósir, hann þekkti öll öfga- merkin og þær hættur sem fordóm- ar bera með sér. Einræðisherrann inniheldur tímalaus skilaboð um mikilvægi umburðarlyndis, kær- leika og friðar. Öfgahægrihreyf- ingar eru enn á ný að rísa í Evrópu og sýningin er þörf áminning um hættur sem í því felast. Lokaræða rakarans er ennþá áhrifamikið og framúrstefnulegt uppbrot. Leikarahópurinn er með því sterkasta sem hefur sést á sviðinu nýlega og sýningin ber krafti hans vitni, þrátt fyrir eitt gífurlega gall- að atriði – en eitt hliðarspor má ekki lita alla sýninguna. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Sigurður skín í eftirminnilegri sýningu sem ásamt því að framkalla hlátur boðar kær- leik og umburðarlyndi. Ærslafull, áhrifamikil og bláköld alvara Einræðisherrans Sigurður er algjörlega öruggur í túlkun sinni. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Laus er staða organista og kórstjóra við Grundarfjarðarkirkju frá og með 1. febrúar 2019 Í Grundarfirði búa rúmlega 850 manns og er þar hefð fyrir miklu og góðu tónlistarlífi. Um er að ræða 50% starf. Laun eru greidd skv. kjarasamningi FÍH. Í Grundarfjarðarkirkju er 13 radda pípuorgel smíðað af þýska orgelsmiðnum Reinhart Tzschöckel. Einnig er Atlas-flygill í kirkjunni. Áhugasamir hafi samband við sóknarprest, sr. Aðalstein Þorvaldsson í síma 862 8415 eða formann sóknarnefndar Guðrúnu M. Hjaltadóttur í síma 899 5451. Umsóknir skulu sendar á netfangið skallabudir@simnet.is Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2019 Sóknarnefnd Grundarfjarðarkirkja Job.is Þú finnur draumastarfið á 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.