Fréttablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 34
Á upp-
boðinu
verða boðin
upp sérsmíðuð
gullhálsmen og
gullnæla, sú eina sem
framleidd er í átakinu í
ár. Þessar aðalslaufur
eru úr 14 k gulli með
bleikum demöntum.
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir
sem framleidd er í átakinu í ár.
Þessar aðalslaufur eru frábrugðnar
hinum að því leyti að þær eru úr 14
karata gulli með bleikum mann-
gerðum demöntum sem hafa sömu
eiginleika og efnasamsetningu og
náttúrulegir demantar,“ upplýsir
Guðbjörg og allur ágóði rennur
beint til Krabbameinsfélagsins.
„Þetta eru einstakir skartgripir
og sannkölluð listasmíð hjá Guð-
björgu. Það verður spennandi að
sjá hvar þessir kostagripir lenda
eftir uppboðið og við hvetjum
alla sem kunna að meta fallega
og vandaða hönnun til að leggja
þessum mikilvæga málstað lið,“
segir Halla Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfé-
lagsins.
Starfið er oft erfitt en líka ofsalega gefandi. Fólk kemur til okkar með áhyggjur, sorg
og áföll enda er viðfangsefnið
þungbært,“ segir Halldóra Björg
Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Akureyrar og
nágrennis (KAON).
Félagið er aðildarfélag Krabba-
meinsfélags Íslands og var stofnað
í nóvember árið 1952. Það opnaði
leitarstöð á Akureyri í ágúst 1969
og fyrstu móttöku og skrifstofur
félagsins á níunda áratugnum.
„Allir sem greinast með krabba-
mein og aðstandendur þeirra geta
sótt ráðgjöf og stuðning til okkar,
ásamt því að taka þátt í skemmti-
legu félagsstarfi. Ætli það sé ekki
vegna þess að ég er textílkennari
að mér finnst skipta miklu máli
að vera með handverk sem bæði
kynin geta tekið þátt í,“ segir Hall-
dóra í öflugu starfi KAON sem er
með aðstöðu á Glerárgötu 34.
„Það skiptir miklu máli fyrir
okkur að vera sýnileg í samfélag-
inu. Flestir vilja þó ekki vita af
okkur fyrr en þeir greinast en við
viljum helst að allir viti af okkur
og nýti sér þjónustuna því hingað
er gott að koma til að tala út, fá
stuðning og lausn hinna ýmsu
mála,“ segir Halldóra sem starfar
með þremur öðrum ráðgjöfum
í Glerárgötunni þar sem er opið
fjóra daga í viku frá klukkan 10
til 16.
„Starfið hjá okkur er alltaf að
aukast og hefur vaxið hratt síðast-
liðin þrjú ár. Við sjáum nú með
haustinu að fólk er að koma um
leið og það, eða aðstandandi þess,
greinist í stað þess að bíða með
að klára fyrst meðferð og koma
svo. Ég held að það sé vegna okkar
góða samstarfs við heilsugæsluna,
sjúkrahúsið og lækna sem benda
sjúklingum á að fara til okkar sem
fyrst. Það er mikilvægt að koma
strax því það erfiðasta í sjúkdóms-
ferlinu er öll biðin sem tekur við,
bið eftir niðurstöðum, bið eftir
meðferð og svo framvegis. Þá
skiptir máli að geta komið í KAON
til að fá stuðning og ráðgjöf og eitt-
hvað skemmtilegt að fást við til að
dreifa huganum og stytta biðina,“
segir Halldóra sem situr einnig í
stjórn Krabbameinsfélags Íslands.
„Við finnum fyrir þörfinni fyrir
KAON og bregðumst við henni.
Batahorfur hafa sem betur fer
batnað með margar tegundir
krabbameins og nú eru mjög
margir á lífi sem greinst hafa en
glíma við ýmsa fylgikvilla eftir
veikindin. Við bjóðum því upp á
aðstoð og endurhæfingu, sund-
leikfimi, leikfimi í líkamsræktar-
stöðvum og jóga einu sinni í viku.
Það er nauðsynlegt að hlúa að
bæði líkama og sál og skiptir miklu
máli þegar kemur að fylgikvillum
meðferða og sjúkdómsins því við
viljum hjálpa fólki að komast aftur
út í lífið,“ segir Halldóra.
Aðild að Krabbameinsfélagi
Íslands eiga 22 svæðafélög og 7
stuðningshópar. Aðildarfélögin
eru sjálfstæð og starfa eftir eigin
félagslögum.
Það eru ákveðin tákn sem ég hafði til hliðsjónar við hönnun slaufunnar. Þegar
maður horfir á hálsmenið blasir
við blóm sem hringar sig niður
slaufuna og vísar í vellíðan og
jákvæðni. Hringurinn utan um
blómið táknar svo kvenlega orku
og vernd,“ útskýrir Guðbjörg
Kristín Ingvarsdóttir, gullsmiður
og skartgripahönnuður Aurum.
Guðbjörg hefur haft veg og
vanda af undurfagurri Bleiku
slaufunni í ár.
„Innblásturinn sótti ég í íslenska
náttúru eins og glöggt má sjá. Þegar
haft var samband við mig og ég
beðin um að hanna slaufuna í ár
hafði ég verið að vinna að 20 ára
afmælislínu Aurum í þó nokkurn
tíma og hluti af því vinnuferli
smellpassaði inn í hönnun Bleiku
slaufunnar. Það verður því spenn-
andi að fylgjast með framhaldinu
og verður jafnvel hægt að fá sér
eyrnalokka úr afmælislínunni sem
passa vel við hálsmenið eða Bleiku
slaufuna. Þetta er tenging sem mér
þykir ákaflega vænt um.“
Karlar bera hálsmenið líka
Guðbjörg hefur frá upphafi fylgst
vel með hönnun Bleiku slaufunnar.
„Bleika slaufan er frábært
framtak og samstarf Krabbameins-
félags Íslands við Félag íslenskra
gullsmiða er til fyrirmyndar. Það
er gott fyrir gullsmiði að geta lagt
þessu þarfa málefni lið og það
vekur athygli á þeim út á við. Mér
þykja algjör forréttindi að fá að
taka þátt í þessu verkefni og vinna
með því frábæra fólki sem kemur
að því einstaka starfi sem unnið
er hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir
Guðbjörg.
Hún sá Bleiku slaufuna sína fljótt
fyrir hugskotssjónum.
„Slaufuformið sjálft er frekar
einfalt form að vinna með og er það
því ákveðin áskorun að gera það
að sínu. Í ár var ákveðið að Bleika
slaufan yrði eingöngu hálsmen og
er það í fyrsta sinn. Mér finnst það
skemmtileg tilbreyting og veit að
karlmenn hafa líka verið að bera
það. Sjálfri finnst mér ekkert síðra
fyrir karlmenn að bera hálsmen
en nælu og vitaskuld eiga þeir að
vera alls ófeimnir við það,“ segir
Guðbjörg.
„Ég hef tekið eftir að yngri kyn-
slóðir karlmanna eru óragari við
að skarta Bleiku slaufunni um
hálsinn enda er það sýnilegt tákn
um samstöðu og stuðning við
mikilvægt verkefni sem snertir
okkur öll,“ segir Guðbjörg og
bendir á að hægt sé að nota menið
sem nælu með því að þræða sikris-
nælu í gegnum krókinn sem keðjan
hangir á.
Ánægjulegt ferli
Í Aurum gerði Guðbjörg einn-
ig glæsilega viðhafnarútgáfu af
Bleiku slaufunni.
„Viðhafnarútgáfan er stærra
hálsmen og kom það út í þremur
útgáfum; silfri, silfri með bleikri
emaleringu og gylltu silfri. Við
gerðum 240 eintök sem seldust upp
á aðeins þremur dögum enda þykir
eftirsóknarvert að eiga Bleiku
slaufuna í viðhafnarbúningi. Sjálf
á ég gylltu slaufuna sem er í algjöru
uppáhaldi og við teymið mitt erum
hæstánægð með hvað slaufan
fór vel af stað og hitti svona vel í
mark,“ segir Guðbjörg með stolti
og gleði.
„Mér þykir ákaflega gleðilegt og
mikils virði að geta komið
að samfélagsmálum
með þessum hætti.
Aurum hefur á
síðustu árum stutt
góðgerðarfélög
bæði til lengri og
skemmri tíma en
það samræmist
mínum gildum
og fyrirtækisins.
Vinnan við Bleiku
slaufuna var einstaklega
ánægjulegt ferli og þetta er
skartgripur sem lifir, tímalaust
hálsmen sem hægt er að bera
áfram.“
Gullslaufur boðnar upp
Bleiki dagurinn er á morgun, föstu-
daginn 11. október, en á þriðju-
daginn 15. október klukkan 16
verða boðnar upp tvær gullslaufur
til styrktar Bleiku slaufunni.
„Um er að ræða sérsmíðað
gullhálsmen og gullnælu, þá einu
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Glæsileg viðhafnarútgáfa Bleiku
slaufunnar í ár er í þremur útgáfum.
Guðbjörg var
að vinna að 20
ára afmælislínu
Aurum þegar
hún var beðin
um að hanna
Bleiku slaufuna
og hluti af
því vinnuferli
passaði vel
inn í hönnun
slaufunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Framhald á síðu 2 ➛
Halldóra Björg er framkvæmdastjóri KAON. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Mikilvægt að koma sem fyrst
Aðildarfélög Krabbameinsfélags Íslands á landsbyggðinni vinna öflugt starf með krabba-
meinsgreindum og aðstandendum þeirra sem njóta þar dýrmæts stuðnings og ráðgjafar.
Það erfiðasta í
sjúkdómsferlinu er
öll biðin sem tekur við
og þá er gott að geta
komið í KAON til að fá
stuðning og ráðgjöf og
fást við eitthvað
skemmtilegt til að dreifa
huganum.
2 BLEIKA SLAUFAN 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R