Fréttablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 38
200 kr. af hverri seldr i pakkningu re nna til Bleiku Slaufunnar Baby Foot er stoltur styrktaraðili Bleiku Slaufunnar Baby Foot er fótaumhirðuvara sem fjarlægir dauðar húðfrumur og harða húð, þannig að fæturnir verða silkimjúkir Baby Foot fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni og apótekum um land allt Rannsóknir hafa sýnt að stuðningur og ráðgjöf getur haft verulega jákvæð áhrif á bata og það sama gildir um jafn- ingjastuðning, að finna að einhver hefur gengið í gegnum svipaða hluti og hefur skilning á því. „Þegar einhver greinist með krabbamein þá hefur það áhrif á alla sem standa honum næst, bæði þann veika, fjölskyldu og vini. Þá er mikilvægt að vita hvert hægt er að leita eftir stuðningi. Það er okkar tilfinning hjá Ráð- gjafarþjónustu Krabbameinsfé- lagsins að of margir fara í gegnum ferlið einir og án þess að leita eftir stuðningi. Það er gríðarlega mikil- vægt að fá stuðning og ráðgjöf. Ef fólk fer eitt og án stuðnings í gegnum þetta þá má segja að verið sé að velja erfiðari og oft f lóknari leið en nauðsynlegt er, sem má líkja við það að fara Fjallabaks- leiðina í stað þess að fara hringinn á malbikinu,“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabba- meinsfélagsins. Krabbameinsfélagið gaf nýlega út leiðbeiningabækling sem kallast Léttu þér lífið í lyfjameð- ferð, ráð fyrir þig, ættingja og vini. Bæklingurinn er lítill og nettur og passar vel í veski eða vasa. Í bæklingnum eru ráðleggingar til þeirra sem standa frammi fyrir lyfjameðferð og einnig góð ráð fyrir þá sem standa sjúklingnum næst. „Bæklingurinn er byggður á erlendri fyrirmynd. Sá bæklingur heitir Quick fixes while on chemo og er eftir Cally Nurse. Okkur fannst hann einfaldur og aðgengi- legur og eftir að hafa fengið leyfi höfundar fórum við í það að gefa út sams konar bækling á íslensku með aðstoð kvenna með reynslu.“ Konur úr hópnum „Kastað til bata“, aðstoðuðu við gerð þessa bæklings og gáfu ráðin sem þar má finna. „Kastað til bata“ er endurhæfingarverkefni fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Bæklingur- inn liggur frammi á krabbameins- deildum og á þeim stöðum þar sem lyfjameðferð er gefin. Krabbameinsfélagið býður upp á ráðgjöf og stuðning fagfólks en einnig upp á stuðningsnet sem hægt er að leita til. Í stuðnings- netinu eru einstaklingar sem veita jafningjastuðning og hafa sjálfir Stuðningur skiptir sköpum Þegar fólk greinist með krabbamein skiptir stuðningur og ráðgjöf gríðarlega miklu máli, jafnt fyrir þann sem greinst hefur með krabbamein sem og fyrir fjölskyldu hans og vini. Sigrún Lillie Magnúsdóttir segir mikilvægt að fá stuðning og ráðgjöf þegar fólk greinist með krabbamein. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRTRYGGUR ARI Fólki vegnar betur ef það leitar sér aðstoðar en það reynist mörgum erfitt að biðja um hjálp. Sigrún Lillie Magnúsdóttir Léttu þér lífið í lyfjameðferðRáð fyrir þig, ættingja og vini greinst með krabbamein eða eru aðstandendur. Þeir hafa allir lokið stuðningsfulltrúanámskeiði. „Við vitum að rannsóknir sýna að fólki vegnar betur ef það leitar sér aðstoðar en það reynist mörg- um erfitt að biðja um hjálp. Við sjáum enn þetta með Þ-in þrjú. Þola, þrauka og þegja. Það gagnast alveg, en yfirleitt bara í ákveðinn tíma. Það er svo margt hægt að gera og það er algjör synd þegar fólk kemur mjög seint að leita sér aðstoðar, það er svo mikilvægt að þiggja aðstoð, og upplifa sig ekki einan.“ segir Sigrún. 6 BLEIKA SLAUFAN 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.