Fréttablaðið - 10.10.2019, Síða 52

Fréttablaðið - 10.10.2019, Síða 52
Gerðu þær breytingar sem þarf til að auka virði og seljanleika þíns fyrirtækis, sé ætlun þín að selja í náinni framtíð. Dagskrá: Hvernig virkar sambúð þjóðvega og þéttbýlis? Margrét Silja Þorkelsdóttir deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar á Akur­ eyri fjallar um mikilvægt samstarf sveitarfélaga og Vegagerðar allt frá skipulagsstigi og til framkvæmd vega. Hún fer yfir hvað Vegagerðin leggur til í umferðaröryggisáætlunum sveitarfélaga og hvaða aðgerðir stuðla að bættu umferðaröryggi í þéttbýli, sér í lagi utan höfuðborgarsvæðisins. Umferðaröryggisáætlun - til hvers? Svanhildur Jónsdóttir sviðsstjóri sam­ gangna hjá VSÓ Ráðgjöf greinir frá rannsóknarverkefni þar sem hún skoðar hvaða ávinningur hefur orðið af gerð umferðaröryggisáætlana hjá nokkrum sveitarfélögum. Umferðaröryggi í þéttbýli Hvernig getum við aukið öryggi og fækkað slysum í umferðinni ? Vegagerðin býður til morgun verðar­ fundar um umferðaröryggi í þéttbýli á Grand Hótel 15. október. Myrkur, rysjótt veður og slæmt skyggni eru fylgifiskar haustsins. Þessar að­ stæð ur hafa truflandi áhrif á öku menn og gangandi vegfarendur og auka hættu á slysum. Þá er mikilvægt að finna svar við spurningunni: Hvernig getum við aukið öryggi og fækkað slys um í umferðinni? Öruggt umhverfi skóla Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir, sér­ fræðingur í öryggis­ og fræðsludeild á Sam göngustofu, segir frá umferðar­ öryggis áætlunum skóla, það er hvernig best sé að skipuleggja umhverfi skóla, göngu leiðir barna og hvernig má fræða börn um öruggustu leiðina til og frá skóla. Einnig segir Kolbrún stuttlega frá samstarfi Samgöngustofu og bæjar­ félaga á síðustu tveimur árum. Frá sjónarhóli lögreglunnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglu­ stjóri höfuðborgar svæðisins, ræðir umferðaröryggi í þéttbýli út frá sjónarhóli lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Fundarstjóri er G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Leitað verður svara við þessari stóru spurningu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 15. október klukkan 8 til 10. Boðið verður upp á morgunverð milli 8 og 8:30. Allir eru velkomnir. Skráning fer fram í gegnum tix.is. Allar nánari upplýsingar á www.vegagerdin.is ÖRYGGI FRAMSÝNI ÞJÓNUSTA FAGMENNSKA Fundinum verður streymt á facebooksíðu Vegagerðarinnar. Margrét Silja Svanhildur Kolbrún Guðný Sigríður BjörkG. Pétur Kynslóðaskipti eru að verða í mörgum fyrirtækjum og þá spyrja eigendur sig hvort rekstrinum sé best borgið hjá erf- ingjum eða hvort skynsamlegt sé að selja. En hvers virði er fyrirtækið þitt? Heilmikil fræði hafa skapast í kringum hvernig skal verðmeta fyrir tæki en vandamálið við f lest- allar þær aðferðir er að viðkomandi þarf að hafa mikla skoðun á fram- tíðinni og ótal breytum í rekstri félagsins. Þar vandast nefnilega málið. Verðmatsaðferðir þessar byggja að mestu leyti á því að virði fyrirtækis sé samtala núvirts sjóð- streymis út í hið óendanlega. En hvernig metur þú sjóðstreymi félagsins mörg ár fram í tímann með nákvæmum hætti? Þú gerir það ekki. Undirritaður hefur komið að fjölmörgum fyrirtækjaviðskiptum bæði sem fjárfestir hjá Alfa Fram- tak og ráðgjafi og séð fjölmargar aðferðir við mat á virði fyrirtækja. Hugmyndin er þó ekki að fara í fræðilegar útskýringar á verð- matslíkönum enda ætti það ekki að vera fyrsta skref að mínu mati þegar fyrirtæki er metið. Þegar ég hugsa um virði fyrirtækis þá geri ég það út frá tveimur víddum. Annars vegar út frá þeim áhættuþáttum sem ég sé í rekstrinum og huglægu mati á líkum á að slík áhætta raungerist og hins vegar út frá þeim tækifærum og vaxtarmöguleikum sem félag- ið býr yfir. Því meiri áhættu sem ég þarf að bera sem fjárfestir þeim mun hærri kröfu til ávöxtunar geri ég til félagsins sem þýðir að öðru óbreyttu lægra verð fyrir seljanda. Ef mörg tækifæri eru hins vegar til staðar til að vaxa og auka sölu og þjónustu þýðir það að óbreyttu hærra verð fyrir seljanda. Þannig hef ég tamið mér að spyrja nokk- urra lykilspurninga til að hjálpa mér að skilja áhættu og tækifæri sem fylgir eignarhaldi á viðkom- andi fyrirtæki. Dæmi um spurningar sem ég spyr mig eru hvort horfur séu jákvæðar eða neikvæðar fyrir markaðinn sem fyrirtækið starfar á, hvort stjórn- endateymi sé sterkt, áreiðanlegt og viljugt til að halda áfram rekstri félagsins, og hvort viðskiptavinir séu tryggir og versli endurtekið hjá félaginu. Ekki er alltaf skýrt svar við þessum spurningum en að fara í gegnum svona hugsunarferil hjálpar að meta áhættu og fram- tíðarmöguleika félagsins. Það sem ég sé oft sem stærsta áhættuþáttinn hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum er að eigandinn er oftar en ekki lykil- starfsmaður fyrirtækisins og hefur f lesta þræði rekstursins í höndum sér. Mikilvægt er að enginn einn aðili sé ómissandi enda eykur það áhættu á áföllum ef eitthvað kemur fyrir viðkomandi. Þess vegna ætti eigandinn/lykilstarfsmaðurinn að byrja að huga að þessum málum nokkrum misserum áður en selt er ef hámarka á verðmæti rekstrarins. Ef rekstur félags stendur og fellur með þér eða einum starfsmanni þá áttu lítil seljanleg verðmæti í rekstr- inum. En skiptir arðsemi engu máli? Jú, viðkomandi fyrirtæki með jákvæð- ar horfur, öflugt stjórnendateymi og trygga viðskiptavini gæti vel verð- lagt vöru og þjónustu sína svo lágt að engin afkoma er eftir fyrir hlut- hafa þess. Viðskipti eiga nefnilega að mínu mati að vera einhvers virði fyrir báða aðila, þann sem selur og þann sem kaupir. Því er mikilvægt að skoða í sinni einföldustu mynd hversu mikið er bankareikningur félagsins að vaxa á hverju ári, hversu stórum hluta er hægt að ráðstafa í arð til hluthafa og hvert er hlutfall arðs af tekjum. Fyrirtæki með lága framlegð eru í eðli sínu viðkvæmari fyrir áföllum þar sem lítið má út af bregða áður en hagnaður snýst í tap. Aftur komum við að því að aukin áhætta þýðir lægra verð. Að lokum þarf að velta því upp hversu viðkvæm samkeppnisstaða félagsins er. Er hætta á að missa stóra viðskiptavini, er auðvelt að koma inn á markaðinn og fara í samkeppni eða þarf mikla þekk- ingu og fjármagn til þess? Er vöru- merkið með mikla góðvild hjá við- skiptavinum eða er þeim sama við hvern þeir versla? Frábært dæmi eru fyrirtæki eins og Brauð & Co og World Class sem hafa byggt upp tryggan viðskiptavinahóp sem lítur varla á vöru samkeppnisaðilans. Taktu stöðumat á þessum þáttum og fáðu álit frá aðilum sem þú treystir og hafa viðeigandi þekk- ingu. Gerðu þær breytingar sem þarf til að auka virði og seljanleika þíns fyrirtækis, sé ætlun þín að selja í náinni framtíð. Svo hvers virði er fyrirtækið þitt, eða ætti ég að segja hversu áhættu- samt er fyrirtækið þitt? Hvers virði er fyrirtækið þitt? Árni Jón Pálsson partner hjá Alfa Framtak Save the Children á Íslandi 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.