Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 70
EN MIKILVÆGAST AF
ÖLLU HVAR ÉG DETT Í
GREMJU, SAMANBURÐ OG
GAGNRÝNI Á SJÁLFA MIG OG
AÐRA. ÞAÐ ERU TILFINNINGAR
OG HUGSANIR SEM ÉG HEF
EKKERT MEÐ AÐ GERA.
Mér fannst mikil-vægt að platan ætti sama fæð-ingardag og ég eftir þriggja ára meðgöngu og
sköpunarvinnu. Rótin er á sama
tíma uppgjör og nýtt upphaf en
uppgjörið felst í því að gera hlutina
algjörlega á eigin forsendum. Fara
aftur í rótina, kjarnann og sköpun-
ina sem er áreynslulaus og kemur
af sjálfu sér. Lögin á plötunni voru
aldrei samin eða sköpuð í pressu.
Hvorki tímapressu né pressu á að
þurfa að vera eitt eða neitt eða enda
á einn eða annan hátt. Þess vegna
fengu allir upprunalegu textarnir
að halda sér nánast eins og þeir
fæddust. Uppgjörið felst líka í því
að allt sem ég geri frá og með Rót-
inni í tónlist, hvort heldur sem er að
mæta í viðtöl eða koma fram, er líka
á mínum eigin forsendum með það
að markmiði að næra og gefa mér og
öðrum.“
Þurfti að setja pásu á
femínískan aktífisma
Lára hefur talað opinskátt um að
hafa þurft að breyta virkilega til
eftir að hafa upplifað kulnun í starfi
árið 2017. „Þá var ég verkefnastjóri
í kynjuðum fjármálum hjá Reykja-
víkurborg og formaður KÍTÓN,
félags kvenna í tónlist. Ég vann yfir
mig og var að sinna verkefnum sem
tóku á mig. Mannréttindi skipta
mig miklu máli og mér fannst oft
erfitt að berjast fyrir einhverju sem
mér þótti svo sjálfsagður hlutur, að
opinberu fjármagni sé varið þannig
að allir vaxi og að konur þurfi ekki
að upplifa fordóma í starfi sem þær
brenna fyrir. Ég þurfti að setja pásu
á femínískan aktífisma á þessum
tíma og gera eitthvað allt annað.“
Lára segir vel ganga að halda nýjum
takti þó það geti tekið á. „Ég hef
verið í fullu starfi við að gramsa í
sjálfri mér, fara í gegnum lag fyrir
lag, skoða hvað þarf að vinna með,
hvað ég þarf aðstoð með, hvar ég
get beðið um leiðsögn og stuðning.
Hvar ég þarf að treysta á sjálfa mig.
En mikilvægast af öllu hvar ég dett
í gremju, samanburð og gagnrýni á
sjálfa mig og aðra. Það eru tilfinn-
ingar og hugsanir sem ég hef ekkert
með að gera,“ segir Lára.
Sjálfsmildi og sjálfsást
Lára segir að eftir að hún lenti á
vegg hafi hún farið að skoða hvað
það væri í raun sem hún þyrfti á
að halda og segist fegin því að hafa
mætt fullum skilningi eiginmanns-
ins á því að þurfa að taka sér tíma.
„Ég er í raun enn tveimur árum síðar
að taka mér tíma og tel það algjör-
lega það mikilvægasta sem við
getum gert fyrir okkur.“ Á þessum
tíma segist Lára hafa kynnst sere-
mónísku kakói og Tinnu Sverris-
dóttur sem síðar varð meðeigandi
hennar að Súkkulaðisetrinu Anda-
gift, fyrirtæki sem þær reka ásamt
Signýju Leifsdóttur. „Slagorðin
okkar eru sjálfsmildi og sjálfsást.
En það er það sem við iðkum alla
daga. Æfum okkur í að bera virð-
ingu fyrir okkur sjálfum, finna
virðið okkar. Virða líkamann og allt
sem hann gerir og hefur að geyma.
Við förum líka í dýpri vinnu við að
skoða mynstrin okkar, hugsanir og
tilfinningar. Minna okkur á að við
erum ekki hugsanir okkar og til-
finningar. Andagift er griðastaður
þar sem við mætum okkur sjálfum
og öðrum nákvæmlega þar sem
við erum. Við þurfum ekki að bera
grímurnar okkar, hlutverk og varnir
inni í þeim griðastað. Við leyfum
okkur að vera auðmjúk og hrá. Við
höldum námskeið, opna tíma dag-
lega með hugleiðslu og tónheilun og
retreat bæði hér heima og erlendis.
Í öllu sem við gerum bjóðum við
upp á seremóníal kakó sem er stút-
fullt af andoxunarefnum og magn-
esíumi og hjálpar okkur dýpra inn
í slökun.“
Ég er forréttindakona
Lára er komin af tónlistarfólki og
segir tónlistina innbyggða í gen
hennar. „Afi og amma voru laga-
höfundar og foreldrar mínir eru
listafólk. Ég byrjaði 10 ára að semja
ljóð og lesa þau upphátt í stofunni
heima. Ég fékk að velja mér hljóð-
færi og lærði fyrst á blokkf lautu,
síðan á píanó í átta ár og svo klass-
ískan söng. Ég er forréttindakona og
geri mér grein fyrir því að ekki hafa
allir svona ríkan aðgang að námi
sem þessu en ég bý að þessu alla ævi.
Þegar ég svo var 19 ára keypti ég mér
gítar og leigði mér DVD-kennslu-
diska í gítarleik. Ég æfði mig heilu
og hálfu dagana og samdi fyrstu
plötuna mína á gítar það ár.“ Lára
starfar jafnframt sem tónheilari og
segist þannig tengjast sköpunar-
krafti sínum á mjög heilandi hátt.
„Ég myndi líka segja að tónlist sé
mín heilun, bæði að hlusta á hana,
losa um tilfinningar í gegnum texta
og að búa til fallegar melódíur.“
Fékk ung niðurrífandi gagnrýni
Lára segist í gegnum tíðina marg-
oft hafa ætlað að hætta í tónlistar-
bransanum enda sé hann krefjandi.
„Hann byggir oft á samanburði og
samkeppni sem er umhverfi sem ég
þrífst illa í. Ég var mjög ung þegar ég
byrjaði að gefa út plötur og þurfti að
lesa gagnrýni sem einkenndist af
niðurrifi. Það hafði mjög mikil áhrif
á sjálfsmynd mína. Mér var kennt
snemma að segja já við öllum til-
boðum og verkefnum, jafnvel þótt
það gæfi mér ekkert. Ég man eftir
stundinni þar sem ég stóð á nær-
fötunum í bakherbergi skemmti-
staðarins Nasa þar sem ég átti að
stíga á svið sem dansari með tón-
listarkonunni Peaches. Umboðs-
maðurinn minn taldi það mjög gott
fyrir feril minn og tengslanetið. Þá
sagði ég „stopp – hvaða vitleysa er
þetta?““
Lára hefur þó alltaf snúið aftur í
tónlistina enda er hún stór partur
af henni. „Hún kemur frá hjartanu.
Ég vil segja satt og gefa af mér. Ég vil
geta starfað í tónlistarbransanum í
sama hráleika og heiðarleika og ég
starfa í Andagift og ég veit að það er
undir mér komið. Rótin minnir mig
á það.“ Lára segir tónlist plötunnar
rólega, fallega og hlýja. „Hljóð-
heimurinn er töfrandi og spenn-
andi. Plötuna vann ég með Sóleyju
Stefáns og Alberti Finnboga og þau
eiga stóran part af hljóðheimi henn-
ar en allt ferlið var mjög áreynslu-
laust og gott.“
Lára verður með útgáfutón-
leika í Bæjarbíói Hafnarfirði þann
31. október næstkomandi.
bjork@frettabladid.is
Leitaði aftur í rótina
Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir varð 37 ára í síðustu viku og gaf
þá út plötuna Rótina sem hún segir afrakstur þess að hafa gramsað
í sjálfri sér og að platan marki á sama tíma uppgjör og nýtt upphaf.
Lára rekur Súkkulaðisetrið Andagift ásamt þeim Tinnu Sverrisdóttur og Signýju Leifsdóttur undir slagorðunum sjálfsmildi og sjálfsást sem þær iðka sjálfar alla daga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ