Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 1
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, fylgdi öðrum þingmönnum ekki inn í Dómkirkjuna við þingsetningu í gær. Með því vildi hann sýna samstöðu með samkynhneigðum. „Þetta voru ekki nein mótmæli gegn þinginu eða kirkjunni,“ segir Atli. „Ég vildi bara persónulega sýna samstöðu með samkynhneigðum og styðja þá í baráttunni um að prestar megi gefa þá saman í hjónaband.“ Hann segir þingsetninguna sjálfa hafa verið prýðilega, fyrir utan þegar stjórnarflokkarnir beittu meirihlutavaldi til að fresta kjöri í þingnefndir. „Svona ofbeldi á fyrsta degi boðar ekki gott.“ Tekist var á um þingsköp á fyrsta fundi nýkjörins þings. dýrin stór og smáFÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 Fiskmarkaður í portinu Páfagaukur og upp- rennandi stjarna Fiskmarkaður verður opnaður á morgun í port- inu við Vín og skel að Laugavegi 55. Hann verður opinn um helgar í sumar. Vín og skel er líka með sérstakan matseðil í tilefni hátíðar hafsinsKristjá N En stólar Kristján Nói á gott veður eða er hann búinn að byggja yfir portið? „Við erum að fá tjald og þar inni verðum við með markaðinn S við á að grilla lík hé Ein matsk. safieða eitt hylki Jói Fel F A B R I K A N Reykingabann 1.júní. Af því tilefni bjóðum við okkar geysivinsælu Stubbahús á afsláttarverði. 3 stærðir. Pöntunarsími: 564 1783 , 896 1783 Stubbahus.is www.innval.is Rennihurðafataskápar mikill afsláttur af tveimur sýningarskápum, til afgreiðslu strax. Eikarskápur 270 cm á breidd og glerskápur 286 cm á breidd. Gildir aðeins í dag. Borið hefur á áfengisneyslu í svoköll- uðu VIP-rými Laugardalsvallar á leikjum í Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar en þetta er bannað með öllu samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands. Áfengissala og áfengisneysla er stranglega bönnuð á leikjum samkvæmt reglum KSÍ. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, vildi ekki tjá sig um einstaka atvik sem kynnu að hafa komið upp en sagði það skýra stefnu KSÍ að áfengisneysla væri bönnuð á vallar- svæðum þar sem leikir færu fram. „Það verður auðvitað ekki hvikað frá þeirri stefnu að áfengisneysla, og sala áfengis, á leikjum er bönnuð og það á við um allt vallarsvæðið þar sem leikurinn fer fram. Þetta yfirbyggða rými á Laugardalsvelli fellur að sjálfsögðu undir það líka og það er ekki hugsað sem áhorfendasvæði þar sem útvaldir geta verið að höndla með áfengi. Stefna KSÍ í þessum efnum er skýr og frá henni verður ekki vikið. Félögin sem hafa afnot af aðstöðunni þegar heimaleikir þeirra fara fram verða hins vegar að bera ábyrgð á því að þessari stefnu sé framfylgt.“ Fréttablaðið náði myndum af því á dögun- um er Framarar buðu til veislu í fyrrnefndu rými á Laugardalsvelli er leikur Fram og FH fór fram en þar sjást greinilega stæður af Stella Artois-bjórkössum fyrir utan rýmið, sem voru fyrir boðsgesti. Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Fram fótboltafélags, segir félagið hafa nýtt rýmið til samkvæma þar sem boðsgestir komi saman til þess að ræða málin. „Það hafa verið haldin boð í þessu rými þar sem við bjóðum styrktaraðilum og öðrum boðsgestum upp á veitingar. Það hefur bara verið kaffi og brauð.“ Að öðru leyti vildi Brynjar ekki tjá sig um málið en hann þvertók fyrir að áfengi væri í boði fyrir boðsgesti. Sigríður S. Júlíusdóttir, fulltrúi á stjórn- sýslu- og starfsmannasviði Reykjavíkurborg- ar sem veitir vínveitingaleyfi, segir slíkar umsóknir ekki hafa borist vegna veisluhalda á Laugardalsvelli. Aðeins þarf vínveitinga- leyfi ef selja á áfengi en ekki ef bjór er í boði í einkasamkvæmum. Reglur og stefna KSÍ kveða hins vegar á um að áfengisneysla á leikjum sé bönnuð og á það jafnt við um landsleiki og leiki í Íslands- móti. „Öll meðferð áfengis er óheimil og eins að fara með drykkjarföng inn á völlinn,“ segir meðal annars í heilsíðuauglýsinu frá KSÍ vegna leiks Íslands og Liechtenstein sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. Bjór fyrir útvalda á vellinum Áfengi hefur verið í boði fyrir útvalda í VIP-rými Laugardalsvallar á leikjum í sumar. KSÍ bannar áfengi þar sem leikir fara fram. „Bara kaffi og brauð hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Fram. Í eigu Michaels Jackson „Fögur loforð hjá nýrri ríkisstjórn en er eitthvað inni- hald í þeim orðaflaumi?“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, í umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra á Alþingi í gær. Guðjón kvaðst reiðubúinn að styðja ríkisstjórnina til góðra verka en vegna fyrri verka Sjálf- stæðisflokksins hefði hann ástæðu til að efast. Fjallaði hann sérstaklega um stöðu sjávarbyggða í erfiðleikum og sagði „kvótabraskskerfið“ byggja á stórgölluðum lögum frá Alþingi. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi margt í sáttmála nýrrar stjórnar og sagði hana ekki skynja að við vaxandi efnahagsvanda væri að etja. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði ríkis- stjórnina fara illa af stað í umhverfismálum, misjafn skiln- ingur forystumanna hennar á þýðingu ákvæða stjórnar- sáttmála um Þjórsárver væri til vitnis um það. Í ræðu sinni fór Geir H. Haarde forsætisráðherra yfir stjórnar- sáttmálann og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fór nánar í saumana á stefnumálum stjórnarinnar í utanríkismálum. Sat hjá í kirkju- ferð þingmanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.