Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 77
Hljómsveitin Gus Gus er farin í tónleikaferð um Evrópu sem hefst á skemmtistaðnum Vega í kvöld. Eftir það taka við tónleikar í Suður- Frakklandi, Hollandi, Póllandi og í Þýskalandi. Einnig spilar Gus Gus á tónlistarhátíðinni vinsælu Glaston- bury á Englandi 22. og 23. júní. Stephan Stephensen sagðist í samtali við Fréttablaðið hlakka mikið til fararinnar. Er hann jafn- framt hæstánægður með samn- ing sem sveitin gerði nýverið við Iceland Express um að flugfélag- ið verði aðalstyrktaraðili hennar næstu tvö árin. „Þetta gerir okkur kleift að ferðast og vera meira á tónleikaferðalagi en ella,“ segir hann. Gus Gus gaf í mars út sína fimmtu plötu, Forever, sem hefur fengið ágætar viðtökur. Verður hún kynnt vel og rækilega á tón- leikaferðinni. Evróputúr hafinn Næstkomandi laugardag verður gerð tilraun í því að setja Íslandsmet í fjölda manns á Esjuna á einum degi. Fjallgönguhópurinn 5tindamenn standa fyrir uppákomunni. Er hún ætluð sem upphitun fyrir góðgerðargöngu hópsins dagana 8. til 11. júní þegar ætlunin er að klífa hæsta fjallið í hverjum landshluta á einni helgi til styrktar Sjónarhóli. „Þetta konsept að halda þennan Esjudag kom sem hliðarverkefni út frá þeirri ferð til að fá fólk út til að hreyfa sig. Það er þema 5tinda-verk- efnisins,“ segir Ívar Þórólfsson úr 5tindamönnum. „Við byrjuðum á þessu í janúar. Við vorum örfáir með einhverjum gönguhópum síðastliðið haust og ákváð- um að prófa upp á grínið og athuga hvort við gætum farið upp á Keili og Esjuna. Okkur fannst þetta svo gaman og þá kom þessi hugmynd út frá því.“ Ívar segir að það hafi verið frábært að vera í þessum gönguhópi, sem í eru níu manns. „Þetta er eitt- hvað sem við eigum eftir að halda áfram að gera um ókomna tíð.“ Bætir hann því við að á stefnuskránni sé að hópurinn klífi Mont Blanc á næsta ári. Íslandsmet í Esjugöngu KOMDU OG HITTU „ÞETTA FÓLK“ Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði Laugardag 2. júní 2007 — kl. 12-18 Allir velkomnir – ókeypis aðgangur ÞJÓÐAHÁTÍÐ 2007 Matur frá öllum heimshornum Fjölþjóðlegur dans og söngur Kvikmyndir og leiklist Skemmtun fyrir alla ) Lu ci an o D u tr a h an n að i MATUR OG MENNING ALLRA ÞJÓÐA – GJÖRIÐ SVO VEL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.