Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 77

Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 77
Hljómsveitin Gus Gus er farin í tónleikaferð um Evrópu sem hefst á skemmtistaðnum Vega í kvöld. Eftir það taka við tónleikar í Suður- Frakklandi, Hollandi, Póllandi og í Þýskalandi. Einnig spilar Gus Gus á tónlistarhátíðinni vinsælu Glaston- bury á Englandi 22. og 23. júní. Stephan Stephensen sagðist í samtali við Fréttablaðið hlakka mikið til fararinnar. Er hann jafn- framt hæstánægður með samn- ing sem sveitin gerði nýverið við Iceland Express um að flugfélag- ið verði aðalstyrktaraðili hennar næstu tvö árin. „Þetta gerir okkur kleift að ferðast og vera meira á tónleikaferðalagi en ella,“ segir hann. Gus Gus gaf í mars út sína fimmtu plötu, Forever, sem hefur fengið ágætar viðtökur. Verður hún kynnt vel og rækilega á tón- leikaferðinni. Evróputúr hafinn Næstkomandi laugardag verður gerð tilraun í því að setja Íslandsmet í fjölda manns á Esjuna á einum degi. Fjallgönguhópurinn 5tindamenn standa fyrir uppákomunni. Er hún ætluð sem upphitun fyrir góðgerðargöngu hópsins dagana 8. til 11. júní þegar ætlunin er að klífa hæsta fjallið í hverjum landshluta á einni helgi til styrktar Sjónarhóli. „Þetta konsept að halda þennan Esjudag kom sem hliðarverkefni út frá þeirri ferð til að fá fólk út til að hreyfa sig. Það er þema 5tinda-verk- efnisins,“ segir Ívar Þórólfsson úr 5tindamönnum. „Við byrjuðum á þessu í janúar. Við vorum örfáir með einhverjum gönguhópum síðastliðið haust og ákváð- um að prófa upp á grínið og athuga hvort við gætum farið upp á Keili og Esjuna. Okkur fannst þetta svo gaman og þá kom þessi hugmynd út frá því.“ Ívar segir að það hafi verið frábært að vera í þessum gönguhópi, sem í eru níu manns. „Þetta er eitt- hvað sem við eigum eftir að halda áfram að gera um ókomna tíð.“ Bætir hann því við að á stefnuskránni sé að hópurinn klífi Mont Blanc á næsta ári. Íslandsmet í Esjugöngu KOMDU OG HITTU „ÞETTA FÓLK“ Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði Laugardag 2. júní 2007 — kl. 12-18 Allir velkomnir – ókeypis aðgangur ÞJÓÐAHÁTÍÐ 2007 Matur frá öllum heimshornum Fjölþjóðlegur dans og söngur Kvikmyndir og leiklist Skemmtun fyrir alla ) Lu ci an o D u tr a h an n að i MATUR OG MENNING ALLRA ÞJÓÐA – GJÖRIÐ SVO VEL!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.