Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 10
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI „Ég útiloka ekki að gerðar verði einhverjar breytingar á rekstrarforminu en fullyrði ekk- ert um það á þessu stigi,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri spurður um hugsanleg slit á Strætó bs. Byggðasamlagið Strætó er sam- eiginlegt fyrirtæki sjö sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórar Seltjarnarness og Kópavogs hafa gagnrýnt rekstur fyrirtækisins. Vilhjálmur tekur undir þetta. Hann segir að hallinn hafi verið 550 milljónir króna á síðasta ári þrátt fyrir að ný stjórn fyrirtækisins sem tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrravor hafi tekið til hend- inni og náð að minnka hall- ann um fleiri hundruð milljóna. „Við getum ekki unað við það að þetta fyrirtæki sé rekið með svona gríðar- legum halla. Okkur ber skylda til að fara rækilega í saumana á því og það er nýr forstjóri og stjórn að gera. Stjórnin hefur verið að vinna ágætis verk en það þarf bara að gera betur,“ segir Vilhjálmur. Varðandi hugsanlega uppskipti hjá Strætó neitar borgarstjóri að slíkt sé í undirbúningi af hálfu Reykjavíkurborgar þótt hann útloki ekkert eins og áður segi. „Fyrst og fremst ber okkur sveitarstjórnar- mönnum á höfuðborgar- svæðinu að tryggja að alltaf sé til staðar gott leiðarkerfi. Breytingin á leiðarkerfinu tókst á ýmsan hátt ekki nægilega vel. Menn hafa rætt eitt og annað en ennþá erum við í byggðasamlagi og vonandi verður það sameiginleg ákvörðun ef ein- hver breyting verður gerð en ekki að einhver einn og einn sé að fara út úr þessu.“ Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, reynir nú hvað hann getur til að bjarga stjórn sinni fyrir horn áður en þingi verður slitið hinn 23. júní. Vinsældir stjórnarinnar hafa hríðminnk- að undanfarið vegna hneykslismála, sem gætu orðið henni að falli í þingkosningunum 22. júlí. Í gær vann stjórnarmeirihlutinn áfangasigur þegar vantrauststillaga á Hakuo Yanagisawa heilbrigðisráðherra var felld á þingi. Stjórnar- andstaðan hafði látið verða af hótunum sínum um að leggja fram vantrauststillöguna ef stjórnin reyndi að hraða frumvarpi um lífeyrismál í gegnum þingið. Frumvarpið er lagt fram vegna þess að opinber gögn um fimmtíu milljón lífeyrisþega hafa týnst. Með frumvarpinu, sem stjórnin hyggst fá samþykkt fyrir þinglok, verður lífeyrisþegum gert kleift að fá bætur sínar greiddar jafnvel þótt opinber gögn vanti. Ýmis hneykslismál hafa skotið upp kollinum nýverið og hafa stjórnarliðar meðal annars verið sakaðir um að misnota almannafé og eiga hlut að samráði verktaka í útboðum. Vandræði stjórnarinnar náðu líklega hámarki núna í vikunni þegar Toshikatsu Matsuoka heilbrigðisráðherra framdi sjálfsvíg rétt áður en hann átti að sitja fyrir svörum á þinginu. Matsuoka var sakaður um að hafa þegið fé frá verktökum sem höfðu fengið verkefni fyrir ríkisfyrirtæki. Abe tók við forsætisráðherraembættinu í haust og naut mikilla vinsælda framan af, en þær hafa dalað mjög upp á síðkastið. Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem dagblaðið Asahi birti á þriðjudag, eru aðeins 36 prósent lands- manna ánægð með frammistöðu hans í embætt- inu. Hann hefur ekki mælst með minni vin- sældir frá því hann tók við embættinu í september. Samkvæmt sömu skoðanakönnun eru það lífeyrismálin sem valda flestum Japönum mestum áhyggjum um þessar mundir. Auk frumvarpsins, sem á að bæta fyrir týndu gögnin, hyggst stjórnin leggja niður almanna- tryggingastofnun Japans og færa þess í stað yfirstjórn lífeyrismála til annarrar stofnunar. Þessi mál varða gríðarlega marga íbúa landsins og miklir fjármunir eru í húfi. Forsætisráðherra stendur tæpt í Japan Klæddu þig velwww.66north .is Ef maður sefur úti á hverjum degi lærir maður að klæða sig vel. Ungbarnagalli kr. 4900. Nýir litir. Rúmlega tvítugur maður, Edward Apeadu Koran- teng, hefur verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa þröngvað stúlku með ofbeldi til samræðis. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur, auk ríflega 400 þúsund króna í málsvarnar- laun. Móðir stúlkunnar kærði atburðinn fyrir hönd dóttur sinnar, sem þá var fjórtán ára. Í dómsskjölum kom fram að brotið gegn stúlkunni hefði sótt mjög á hana og truflað daglegt líf hennar. Þrjú ár inni fyrir nauðgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.