Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 25
Yfirtökutilboð til hluthafa í Actavis Group hf. Novator eignarhaldsfélag ehf. („tilboðsgjafi”) gerir hér með tilboð í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki sem er ekki þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf. Félög tengd tilboðsgjafa eiga alls 1.296.379.823 hluti í A-flokki hlutafjár Actavis Group hf., sem nemur um 38,5% af útgefnu hlutafé í A-flokki og af atkvæðisrétti í Actavis Group hf. Tilboðsverð Samþykki og greiðsla Gildistími Umsjón Morgunblaðið hefur haldið áfram umfjöllun sinni um málefni Tónlist. is og hagsmuna- samtaka tónlistar- hreyfingarinnar nú í vikunni. Í yfirlýsingu minni sem birt var á sunnudag klippti Morgunblaðið út kafla sem varpað gat ljósi á gagnrýni Morgunblaðs- ins. Ég ítreka að ég mun ekki ræða málefni einstakra listamanna eða útgefenda opinberlega enda er um að ræða aðila sem annaðhvort eru samstarfsaðilar Tónlist.is eða um- bjóðendur samstarfsaðila okkar. Þau mál verða til lykta leidd á öðrum og eðlilegri vettvangi. Uppruni umfjöllunar Morgun- blaðsins er sagður gagnrýni tón- listarmanna á Tónlist.is þar sem menn áttu að hafa verið svikn- ir um greiðslur. Tónlist.is hefur verið hreinsað af þessum róg- burði og Morgunblaðið kemst að þeirri niðurstöðu að það séu aðrir en Tónlist.is sem hafa ekki stað- ið sig sem skyldi í vandaðri grein sem birtist á sunnudag. Í grein- inni kemur einnig fram gagnrýni Morgunblaðsins á starfsemi Tón- list.is. Gagnrýni er af hinu góða en þar kemur fram misskilningur sem mér er ljúft og skylt að leið- rétta. 1. Því er haldið fram að Tón- list.is greiði fasta greiðslu fyrir streymi og lög sem spiluð eru í Ríkisútvarpinu og ráði því hvernig sé greitt fyrir spilun á vefnum. Þetta er ekki rétt en greiðslur tóku þó mið af heildarspilun hvers útgefenda í útvarpi í fyrstu samn- ingum sem voru gerðir enda voru menn að læra á nýjan miðil sem minnti um margt á útvarp. Þessar greiðslur voru greiddar frá upp- hafi starfseminnar en aðeins ef hún náði ákveðnum hundraðs- hluta með fullu samþykki útgef- enda. Hér var um lágar fjárhæðir að ræða en þó fengu langflestir út- gefendur greitt fyrir þennan hluta þar sem streymi náði því lágmarki sem til þurfi. Þessum samning- um var fljótlega breytt þannig að þessar fjárhæðir söfnuðust saman næðu þær ekki lágmarkinu og allir rétthafar fá greitt fyrir streymi í dag. Í farvatninu er einnig að breyta öllum samningum sem gerðir voru í upphafi þannig að allar greiðslur skili sér afturvirkt. Tölvukerfið býr yfir upplýsingum um streymi frá upphafi og við það geta rétthafar stuðst til að greiða sínum umbjóðendum. 2. Þess misskilnings virðist gæta í umfjöllun Morgunblaðsins að Tónlist.is telji sig hafa samning við samtök rétthafa um sölu á tón- list útgefenda. Heildarsamningar eru aðeins gerðir við samtök flytj- enda og STEF en síðan eru gerð- ir samningar við hvern útgefenda. Það er ekki um það að ræða að tón- list sé seld án heimildar enda þess gætt vandlega að um alla tónlist séu viðhlítandi samningar. Það er alfarið ákvörðun hvers útgefenda hvaða tónlist fer í sölu enda eru þeir eigendur efnisins. 3. Morgunblaðið gagnrýnir að skráning á höfundarétti sé ekki í lagi. Því er hafnað enda byggir sú skráning á því að rétthafar fái greitt. Hins vegar bendir blaða- maður Morgunblaðsins á að í ID3-tag á MP3 skrám standi (c) MúsikNet. Undirritaður kann blaðamanni þakkir fyrir þessa ábendingu en þetta hafði verið lag- fært áður en gagnrýni hans birt- ist. Um var að ræða mannleg mis- tök við útfærslu á einni gerð skráa þegar vefurinn var endurbættur. Hér var því aðeins um vikutíma- bil að ræða á einni skráartegund og eru útgefendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Mbl.is hefur verið að færa sig yfir í miðlun tónlistar og þannig hafa allir gestir möguleika á að setja inn tónlist á bloggvefi sem vistað- ir eru á netþjónum mbl.is og aðrir gestir geta síðan streymt án end- urgjalds. Í ljós hefur komið að um verulegt magn af höfundavörðu efni er að ræða og þar er að finna tónlist með Bubba, Baggalúti, Björgvini Halldórssyni, Þey, Spil- verki Þjóðanna, Mika, Bob Dylan, Beatles og fjölda annara tónlist- armanna. Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tón- list.is. Munurinn er sá að Tónlist.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heim- ildum. Morgunblaðið birtir heldur ekki upplýsingar um höfundarétt. Þessi þjónusta er því í anda þeirr- ar þjónustu sem hin svokölluðu sjóræningjanet veita nema hér er aðeins um streymi að ræða. Eins og Morgunblaðið hefur bent á er um frumskóg réttinda- mála að ræða en sem betur fer eru tónlistarmenn upp til hópa þeim gáfum gæddir að skilja þetta ágætlega. Greinaflokkur Morgun- blaðsins er ágætur og hefur komið af stað umræðu um þessi málefni. Ég vona sannarlega hún verði til þess að menn einbeiti sér að því sem skiptir mestu máli í staf- rænni framtíð. Að koma böndum á ólöglega dreifingu tónlistar öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Tónlist.is. Hvað gengur Morgunblaðinu til? Notendur mbl.is eru að jafnaði um 250.000 vikulega meðan aðeins um 5.000 manns eru skráðir í áskriftarþjónustu Tón- list.is. Munurinn er sá að Tón- list.is greiðir öllum rétthöfum en mbl.is engum samkvæmt mínum heimildum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.