Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 12
 „Við höfum veru- legar áhyggjur af þessari stöðu,“ segir Salóme Þórisdóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, um biðlistana sem hafa myndast hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en þar bíða 270 börn eftir greiningu. Stefán J. Hreiðarsson, barna- læknir og forstöðumaður stöðvar- innar, greindi frá því við Frétta- blaðið í gær að reynt væri að forgangsraða börnum eftir bestu getu þannig að yngstu börnin sem grunur leikur á að búi við alvar- lega fötlun komist sem fyrst að. Biðin væri þó orðin þannig að barn á leikskólaaldri gæti átt von á að bíða í meira en tvö ár og barn á grunnskólaaldri í um þrjú ár. Þetta segir Salóme mjög slæma stöðu þar sem oft sé ekki hægt að hefja inngrip áður en greining fæst jafnvel þótt vandinn þyki nokkuð ljós. Meðal yngstu barn- anna sé hver mánuður stór hluti lífaldurs þeirra og biðin geti bitnað illa á framtíðarhorfum barnanna. „Þegar upp kemur grunur um að barnið manns sé með alvarlega fötlun er mjög erfitt að bíða með að fá staðfestingu á stigi fötlunar- innar. Fljótt lærðum við að snemmtæk íhlutun er grundvallar- atriði og þá skapar það mikla van- líðan og togstreitu að hafa ekki öll spilin á borðinu svo hægt sé að setja allt í fullan gang og fá þá þjónustu sem í boði er,“ segir Hildur Friðriks- dóttir, móðir Kára Hrafns, þriggja ára drengs með ein- hverfu. Hún þurfti að bíða í um átta mánuði eftir að sonur hennar, sem þá var tveggja ára, kæmist í grein- ingu þótt hann væri í forgangi. Hildur segir að á meðan á bið- inni stóð hafi hún leitað upplýs- inga um einhverfu, meðal annars farið á námskeið hjá Greiningar- stöðinni. Auk þess hafi fjölskyldan fengið ráðgjöf frá Þjónustu- miðstöð Reykjavíkur og Sjónar- hóli, og einhver vinna hafist. „Markviss vinna með drenginn takmarkaðist þó mjög til að mynda vegna aðstöðuleysis í leikskóla og manneklu,“ segir Hildur. Hún segir tilfinninguna um að málin séu komin í farveg grundvallar- atriði til að foreldrar geti farið að nýta orku sína í aðalatriðið, það er barnið sjálft. „Allar rannsóknir benda til þess að því fyrr sem gripið er inn í málin, þeim mun betur vegni börnunum síðar meir. Þetta er verkefni sem verður að taka á því sú staða sem nú er bitnar mest á börnunum,“ segir Salóme. Óttast áhrif biðlistanna Hildur Friðriksdóttir, móðir þriggja ára einhverfs drengs, segir biðina eftir greiningu erfiða því vitað sé hve snemmtæk íhlutun er mikilvæg. Formaður Þroskaþjálfafélagsins hefur áhyggjur af stöðunni. George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði í gær til að fimmtán af stærstu iðnríkjum heims settu sér á næsta ári sameiginlegt markmið um að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Meðal ríkjanna fimmtán eru Bandaríkin, Indland, Kína og stærstu Evrópuríkin. Með þessu vill Bush draga úr gagnrýni á Bandaríkin vegna afstöðu þeirra til loftslagsmála. Bandaríkin höfðu hafnað tillögum, sem ræða átti á fundi G8-ríkjanna í Þýskalandi í næstu viku. Nú verður þessi tillaga frá Bush framlag Bandaríkjanna á þeim fundi. Stærstu ríkin semji „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.