Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 8
Hagspá fyrir árin 2007 – 2010
Greiningardeild Landsbankans býður til morgunverðarfundar
þriðjudaginn 5. júní 2007 á Hótel Nordica frá kl. 8:30-10:00.
Á fundinum kynnir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá
fyrir árin 2007 – 2010.
• Af hverju er krónan svona sterk?
• Hvað felst í viðskiptahallanum?
• Hvert stefnir fasteignamarkaðurinn?
• Hver eru brýnustu verkefni hagstjórnar?
Í lokin verða fyrirspurnir og umræður.
Dagskrá:
8:30 Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, setur fundinn.
8:40 Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður Greiningardeildar
og Lúðvík Elíasson, sérfræðingur, fjalla um sýn deildarinnar
á þróun efnahagsmála.
Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:15.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Skráning fer fram á www.landsbanki.is
- staðan hér heima og alþjóðastraumar
Spennandi tímar
í efnahagsmálum
Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, fjallaði um
samvinnu í stjórnmálum í ræðu
sinni við setningu Alþingis í gær.
Sagði hann valdavægi á lýðveldis-
tíma slíkt að fyrr eða síðar ynnu
nánast allir með öllum. Samvinna
reyndist þýðingarmeiri en ágrein-
ingur. Mál væru afgreidd í ríkari
mæli með samkomulagi allra flokka
þótt ágreiningur yrði aldrei
umflúinn með öllu.
„Mikilvægt er að þingheimur allur
kappkosti jafnan að ólík afstaða til
deilumála fari ekki svo úr böndum
að þjóðin lamist vegna deilna og nái
ekki að nýta dýrmætan samtaka-
mátt,“ sagði Ólafur Ragnar.
Hann ræddi einnig um breytta
fjölmiðlun og sagði margraddaða
umræðu í sérhverjum miðli ótví-
ræða framför frá fyrri árum þegar
flokksmálgögnin hefðu þrengt að
og umræðuþættir ljósvakamiðla
verið fáir.
Ólafur Ragnar sagði ótvíræðan
trúnað fólginn í að vera kjörinn
alþingismaður. „Að axla æðstu
ábyrgð sem lýðræðið veitir, vera
falið að setja lög sem móta örlög
einstaklinga, þjóðarinnar.“
Óskaði hann alþingismönnum til
hamingju með traustið og bauð nýja
þingmenn sérstaklega velkomna í
þingsal.
Á þingsetningarfundinum var
Sturla Böðvarsson Sjálfstæðis-
flokki kjörinn forseti Alþingis og
Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylking-
unni fyrsti varaforseti.
Í ávarpi gerði Sturla takmarkað
traust landsmanna til Alþingis að
umtalsefni og sagðist telja umræðu-
hætti þingsins eiga þar nokkra sök.
Hvatti hann þingmenn til að bæta
um enda ætti það að vera hlutverk
þingmanna að setja þann svip á lög-
gjafarsamkomuna að hún nyti virð-
ingar og hefði trúverðugleika.
Sturla sagðist telja tíma til kom-
inn að endurskoða skipulag þing-
umræðu. Kvaðst hann ekki eiga við
styttri umræður heldur skýrari
skoðanaskipti, betra skipulag og
betri undirbúning.
Þá sagði Sturla eitt mikilvægasta
verkefni forsætisnefndar þingsins
að skapa þingmönnum landsbyggðar-
kjördæmanna hagfelldari starfs-
aðstæður.
Forystumenn stjórnarflokkanna
hafa ákveðið að Gunnar Svavarsson
Samfylkingunni verði formaður
fjárlaganefndar þingsins og Bjarni
Benediktsson formaður utanríkis-
málanefndar.
Mikilvægt að
þjóðin nýti
samtakamátt
Samkomulag og samvinna var inntak ræðu forseta
Íslands við setningu Alþingis í gær. Gunnar Svavars-
son verður formaður fjárlaganefndar og Bjarni
Benediktsson formaður utanríkismálanefndar.
Námsmatsstofnun
sendi í gær öllum grunnskólum
landsins niðurstöður samræmdu
prófanna í tíunda bekk og má
búast við að nemendur fái ein-
kunnirnar sínar í dag eða næstu
daga.
Sigurgrímur Skúlason, sviðs-
stjóri Námsmatsstofnunar, segir
að skólastjórarnir ákveði hvenær
börnin fái einkunnir sínar. „Skóla-
stjórar afhenda niðurstöðurnar og
þeir ákveða með hvaða hætti þeir
gera það. Einhvern tímann fengu
krakkarnir ekki að sjá einkunn-
irnar fyrr en á útskriftardegi en
mér skilst að það sé að breytast
upp til hópa,“ segir hann.
Hátt í fimm þúsund nemendur
þreyttu samræmd próf í tíunda
bekk, þar af nokkrir nemenda úr
áttunda og níunda bekk.