Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur
Ýmsir hafa orðið til að
gagnrýna gildandi kosn-
ingakerfi vegna þess til hve
skringilegra niðurstaðna
það komst í nokkrum tilvik-
um við útdeilingu jöfnunar-
þingsæta í alþingiskosning-
unum. Þorkell Helgason,
stærðfræðingur og ráðgjafi
landskjörstjórnar, hefur
gert gæðamat á útdeilingu
þingsæta í kosningunum og
sagði blaðamanni Frétta-
blaðsins allt af létta um það.
Þorkell hefur haft afskipti af
útfærslu íslenzka kosningakerfis-
ins og útreikningi á úrslitum kosn-
inga allt frá því hann var sem for-
stöðumaður Reiknistofnunar
Háskóla Íslands á sínum tíma beð-
inn að gera vissa útreikninga
þegar flokkarnir sem þá áttu sæti
á Alþingi hófu endurskoðun á
kosningalögunum árið 1982. Þor-
kell segist hafa lent í vissu mála-
miðlarahlutverki við smíði kosn-
ingalaganna sem tóku gildi árið
1987. Að hans sögn eru þó aðalhöf-
undar núgildandi kosningalaga,
sem tóku gildi árið 2000, þing-
nefndin sem vann frumvarpið að
þeim og Friðrik Sophusson veitti
forstöðu til að byrja með en síðan
Geir H. Haarde.
Gagnrýnendum kosningakerfisins
segir Þorkell að miðað við þau
flóknu skilyrði sem kerfinu séu
lögð til grundvallar standi það sig
ágætlega. Það sé engin galdra-
lausn til. „Menn eru sammála um
það, að landinu eigi að vera skipt
upp í kjördæmi og hvert kjördæmi
eigi að fá sinn skerf af þingsæt-
um. ... Hin njörfunin er sú að
flokkarnir eigi að fá þingsæti í
samræmi við landsfylgi,“ bendir
Þorkell á. „Þegar búið er að binda
þetta svona í báða skó – flokkarnir
skuli fá þetta og kjördæmin hitt –
þá er hægt að sýna fram á það
stærðfræðilega að það er ekki til
nein lausn sem úthlutar þingsæt-
um þannig að allar eðlilegar gæða-
kröfur séu uppfylltar,“ segir
hann.
Slíkar gæðakröfur snúa að atrið-
um eins og að hámarksfjöldi
atkvæða sé að baki hverju þing-
sæti, að flokkarnir fái þingsæti í
samræmi við landsfylgi, að flokk-
ur geti ekki tapað þingsæti á því
að bæta við fylgi sitt í þessu eða
hinu kjördæminu og öfugt. Auk
þess er samkvæmt núgildandi
kosningalögum bundið hve mörg
þingsæti skuli koma í hlut hvers
kjördæmis.
Þorkell segir þessar forsendur
allar gera úthlutun þingsæta að
mjög erfiðu stærðfræðilegu
úrlausnarefni. Þetta falli undir
viðfangsefni í stærðfræði af býsna
hárri erfiðleikagráðu og snúist um
svonefnd pörunar- eða úthlutunar-
vandamál. Til að uppfylla allar
gæðakröfur varðandi úthlutun
þingsæta segir Þorkell að aðeins
ein lausn sé til. Hún skili flokkun-
um því sem þeir eiga að fá á lands-
vísu og kjördæmunum sínum
sætum. En hvers vegna er hún þá
ekki notuð?
„Það er vegna þess að slíka lausn
er aldrei hægt að finna sem lög-
fræðingar væru tilbúnir að kyngja,
þótt hún sé vel framkvæmanleg
stærðfræðilega.“ Þessa „beztu“
aðferð kallar Þorkell hámörkunar-
aðferðina, en hún skilar niðurstöðu
sem úthlutar þingsætum þannig að
margfeldi atkvæða að baki hverju
þingsæti sé eins hátt og hugsazt
getur. Gallinn væri bara sá að þess-
ari aðferð væri ekki hægt að lýsa
með skýrum hætti í lagatexta, „af
því að hún byggir í raun á tilrauna-
úthlutunum“. Að meðaltali þurfi
kannski að gera um tíu tilrauna-
úthlutanir, sem tölvan geri auðvit-
að á augabragði. En það væri ekki
hægt að lýsa þessu í lögum öðru
vísi en að segja: „Úthlutun þing-
sæta skal vera þannig að heildar-
margfeldi atkvæða að baki þing-
sætum sé í hámarki. Punktur,“
segir Þorkell.
„Þá yrðu þingmenn og allir að
reiða sig á að þeir tryðu þeirri
stærðfræði, að það sé ekki til nema
ein bezta lausn á þessu og að tölvan
myndi alltaf finna hana.“ Þorkell
segist vita að það þýði ekki að bjóða
mönnum upp á slíka lausn en hún
sé aftur á móti viðmið – því hún er
„bezta“ lausnin og allar aðrar
aðferðir hljóti að miðast við hana.
„Nýju kosningalögin stóðu sig
býsna vel í kosningunum 2003, þá
munaði aðeins einu tilviki að þau
römbuðu á að gefa beztu lausn-
ina,“ bendir Þorkell á. „Núna stóðu
lögin sig mun verr. Frávikið frá
beztu lausn var í þetta sinn þannig
að fimm frambjóðendur sem nú
fengu þingsæti hefðu átt að vera
úti og aðrir fimm inni. Þetta er
mun stærra frávik en síðast.“
Þorkell segir slík „beztunar-
vandamál“ vera klassísk í stærð-
fræði (optimering á erlendum
málum) og það gerist úti um allt í
alls konar kerfum í kring um
okkur, svo sem í tölvukerfum bíla.
En stundum sé ekki hægt að finna
albeztu lausnina, einfaldlega
vegna þess að það þyrfti óendan-
lega margar tilraunir til að nálg-
ast hana. Í þessu beztunarvanda-
máli við úthlutun þingsæta sé það
reyndar svo, að með hámörkunar-
aðferðinni komist maður að niður-
stöðu sem ótvírætt er bezta
lausnin. En það gerist ekki nema
með þessum tölvu-tilraunaúthlut-
unum sem vart sé hægt að gera
ráð fyrir að þingheimur myndi
samþykkja. En það sé hægt að
nálgast þá lausn. Hægt sé að búa
til einfaldari aðferðir sem geri
næstum því sama gagn.
„Ég hef um tuttugu ára skeið hamp-
að aðferð sem hefur rambað á beztu
lausn miðað við öll úrslit kosninga
síðan árið 1987,“ segir Þorkell.
Aðeins hægt að nálgast beztu lausn
Heilagur dagur
Samstarfsvettvangur hinna voldugu