Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 23
Vöruskipti við útlönd í voru óhag-
stæð um 11,3 milljarða króna í
apríl, samkvæmt tölum sem Hag-
stofa Íslands birti í gær. Þetta
er 1,1 milljarði króna meira en í
sama mánuði í fyrra.
Samkvæmt Hagstofunni voru
vörur fluttar út fyrir 19,0 millj-
arða króna og inn fyrir 30,3 millj-
arða króna. Innflutningur stendur
nokkuð í stað á milli mánaða en út-
flutningur í apríl tók snarpa dýfu
frá marsmánuði þegar hann nam
þrjátíu milljörðum króna.
Jón Bjarki Bentsson, sérfræð-
ingur hjá greiningardeild Glitnis,
segir visst bakslag hafa komið á
útflutninginn milli mánaða. Minni
útflutningur á skipum og flugvél-
um, sem séu óreglulegir liðir, hafi
skekkt tölurnar í janúar og mars
auk þess sem útflutningur á sjávar-
afurðum og áli hafi verið minni í
apríl en í mars. „Þetta gerir útflutn-
inginn í apríl ansi rýran,“ segir Jón
og bætir við að líklega sé bakslag í
álútflutningi tímabundið ástand.
Jón segir það visst áhyggjuefni
að innflutningur á varanlegum og
hálfvaranlegum neysluvörum, að
bílum undanskildum, hafi aukist
á milli ára. „Innflutningurinn er
enn glettilega sprækur. Við sjáum
ekki vísbendingar um að einka-
neysla sé að dragast saman,“ segir
hann.
Vöruskipti versnuðu í apríl
Breska fjármálafyrirtækið Royal
& Sun Alliance (RSA) hefur fall-
ist á að greiða yfir 71 milljarð
króna fyrir 28 prósent hlutafjár í
danska tryggingafélaginu Codan
sem er um fimmtán prósenta
yfirverð. Royal & Sun átti fyrir 72
prósent og ætlar að afskrá Codan
úr dönsku kauphöllinni nái félagið
undir sig níutíu prósent hlutafjár.
Forsvarsmenn RSA hafa skil-
greint Skandinavíu sem einn af
sínum þremur meginmörkuðum
eftir að það varð hreint vátrygg-
ingafélag árið 2002.
Miklar vangaveltur hafa verið
uppi um yfirtöku á Codan eftir
að Sampo Group, þar sem Exista
er stærst, hagnaðist verulega á
bankasölu í desember á síðasta
ári. Forsvarsmenn Sampo hafa
lýst því yfir að danski trygginga-
markaðurinn sé spennandi kostur
og jafnvel var búist við að félagið
byði í Codan. Úr því verður varla,
enda hefur RSA töglin og hagld-
irnar í Codan.
Sá möguleiki var einnig fyrir
hendi að Sampo byði í RSA.
Björn Wahlroos, forstjóri Sampo
Group, lýsti því yfir við dagblaðið
Kauppalehti að það sé ekki í spil-
unum.
Gengi hlutabréfa í Codan er
nú komið yfir yfirtökutilboðið
sem er til marks um það að stórir
hluthafar vilji sjá hærra boð frá
Bretunum.
Royal & Sun Alli-
ance býður í Codan
Sampo hyggst ekki leggja fram boð í Royal & Sun.
Virði FL Group er 25,5 krónur á
hlut samkvæmt nýju verðmati
sem greiningardeild Landsbank-
ans sendi frá sér í gær. Vænt verð
á hlut í félaginu eftir tólf mánuði
er 28,9 krónur.
Miðað við forsendur greining-
ardeildarinnar þarf FL Group að
ná um þriggja prósenta umfram-
ávöxtun á næstu fimm árum og
í framhaldinu 0,75 prósenta um-
framávöxtun. Það mun vera í sam-
ræmi við árangur þeirra fjárfest-
ingafélaga sem gengið hafa best af
þeim sem greiningardeildin hefur
skoðað. Mælir hún með að fjár-
festar minnki eign sína í FL Group
og undirvogi bréf félagsins.
Athuganir greiningardeildar-
innar gefa til kynna að fjárfestar
geri ráð fyrir að FL Group muni
ná um fimm prósenta umfram-
ávöxtun á næstu fimm árum og
eins prósents umframávöxtun
eftir það til eilífðar.
Það samsvarar um 34 prósenta
árlegri arðsemi eiginfjár næstu
fimm árin og 19 prósenta árlegri
arðsemi eiginfjár eftir það. Þótt
greiningardeildin verðmeti félag-
ið á 25,5 krónur á hlut er hún ekki
sannfærð um að markaðurinn
muni verðleggja það á sama hátt
um þessar mundir. Enda séu að-
stæður á markaði hagfelldar.
Mæla með sölu í FL
Japanska jenið hefur veikst hvað
mest af helstu viðskiptamyntum
heimsins gagnvart íslensku krón-
unni það sem af er ári. Þegar gjald-
eyrismarkaðurinn lokaði í gær
hafði krónan styrkst um 12,2 pró-
sent frá áramótum, mest gagnvart
jeninu eða um tæp fimmtán pró-
sent. Eitt jen kostaði þá um 50,72
aura og var þá komið í lægsta gildi
gagnvart krónu í tæp níu ár.
Björn Rúnar Guðmundsson,
forstöðumaður greiningardeildar
Landsbankans, segir að væntingar
um að jenið myndi styrkjast þar
sem japanska hagkerfið væri að
komast aftur á skrið hefðu ekki
gengið eftir og því hafa þarlendir
vextir hækkað minna en reiknað
var með. Ennfremur er japanska
jenið undir þrýstingi til veikingar
frá svokölluðum „karrý-spákaup-
mönnum“ sem eru að fjármagna
sig í lágvaxtamyntum, eins og í
jenum, og kaupa svo eignir í há-
vaxtamyntum.
„Þetta er samspil af þessum að-
stæðum í Japan, sem eru ekki alveg
eins og bjartar og menn voru að
vonast eftir, og svo þessari stöðu
á alþjóðlegum fjármagnsmörkuð-
um þar sem menn eru í stöðugri
leit að ávöxtun og nota vaxtamun
til að spila áfram.“
Jenið skiptir íslenskan almenn-
ing meira máli en áður, enda er
myntin vinsæl við töku erlendra
lána sökum lágs vaxtastigs í
Japan. Svissneski frankinn, annar
stöðugur gjaldmiðill þróaðs ríkis,
er einnig vinsæll við lántökur.
Miðað við gengisþróun íslensku
krónunnar á árinu hafa íslenskir
lántakendur í jenum hagnast sem
birtist í lækkandi greiðslubyrði.
Björn Rúnar telur þó að það sé
meiri áhætta varðandi jenið um að
það muni styrkjast ef Japan fer í
gang aftur heldur en að frankinn
styrkist.
Jenið hefur ekki verið lægra gagnvart krónu í tæp níu ár. Íslendingar sem eru
með lán í jenum hafa hagnast verulega frá áramótum.
göngu-
sumarsins
garpa
Fyrir
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Deuter Aircontact
65+10 l
Poki ársins í sínum flokki árið 2004 og
2006 hjá Outdoor tímaritinu.
Verð 23.990 kr.
Einnig 60+10 l.: 23.990 kr.
Deuter Aircontact
75+10 l
Stór poki í Aircontact línunni.
Fyrir þá sem fara lengra!
Verð 25.490 kr.
sins hjá þýska alpaklúbbnum 2005