Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 28
Trampólín eru vinsæl leiktæki meðal barna
og unglinga. Áhuginn
virðist aukast ár frá ári
bæði hérlendis og annars
staðar í hinum vestræna
heimi, en það eru um 7
áratugir liðnir frá því
að trampólínið kom fyrst fram á
sjónarsviðið. Slys í tengslum við
trampólín eru svo algeng að hags-
munasamtök í Bandríkjunum
hafa jafnvel viljað takmarka notk-
un þeirra. Oft má rekja trampólín-
slys til þess að einfaldar öryggis-
reglur um notkun eru ekki virtar.
Það sem skiptir mestu máli er að
aðeins sé eitt barn á trampólíninu
í einu og að notað sé öryggisnet.
Til allrar hamingju eru flest
slysanna ekki alvarlegs
eðlis. Því miður hafa átt
sér stað mjög alvarleg
slys erlendis þar sem
börn hafa hálsbrotnað og
lamast eða dáið í kjölfar
slíkra áverka.
274 slasaðir komu eftir
leik á trampólíni á slysa-
og bráðadeild Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húss árin 2005 og 2006.
Langflestir slasaðir eru börn á
aldrinum 7-15 ára og eru stúlkur
í meirihluta, sjá mynd 1.
Flest slysanna eiga sér stað
á íbúðasvæðum, í maí og júní á
sunnudögum, í nánd við heimili
barnanna. Algengustu áverkarnir
eru mar, sár, tognanir og brot.
Álíka margir meiðast á hand-
leggjum og ganglimum en um
14% meiðast á höfði eða hálsi,
sjá mynd 2. Það verður að nota
öryggisnet því annars getur barn-
ið, eftir hátt hopp, komið niður á
höfuðið úr meir en þriggja metra
hæð og slasast illa á höfði eða
hálsi með skelfilegum afleiðing-
um eins og vel er þekkt.
Af þeim sem slösuðust á tramp-
olíni á árinu 2005 reyndist rúm-
lega þriðjungur vera brotinn.
Flestir brotnuðu á handlegg eða
ganglim. Enginn hlaut mjög alvar-
legan áverka árin 2005 eða 2006.
Það er einfalt fyrir foreldra að
fækka trampólinslysum og draga
úr alvarleika þeirra með því að
fylgjast betur með börnunum og
að allir virði fáar en einfaldar
leikreglur.
Höfundur kennir og vinnur við
bráðalækningar á slysa- og
bráðasviði Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss og er formaður
Slysavarnaráðs.
Fækkum trampólínslysum
Vorið er komið og grundirn-ar gróa … og bakkalárkandi-
datar í líftækni við Háskólann á
Akureyri kynna og verja lokaverk-
efni sín. Það er óhætt að segja að
rannsóknir líftækninema séu fjöl-
breyttar í ár, en meðal viðfangs-
efna má nefna ræktun nýrrar
frumulínu lungnaþekjufrumna,
endurhönnun úrbeiningarferla á
nautgripum, nýjungar í nýtingu á
rækjuskel, etanól- og vetnisfram-
leiðslu með hitakærum bakteríum,
áburðar- og jarðgerð úr slammi,
stöðu og tækifæri í framleiðslu
örveruhindrandi peptíða, og
greiningu á prótínmengi sýkla-
lyfsþolinna baktería, svo nokkur
dæmi séu nefnd. Hagnýting var
í fyrirrúmi, líkt og endranær, og
voru mörg verkefnin unnin í ná-
inni samvinnu með fyrirtækjum
og stofnunum þar sem leitað var
lausna á þekktum vandamálum.
Rannsóknir nemenda nýtast
þannig með beinum hætti til verð-
mætasköpunar í íslenskum fyrir-
tækjum. Meðal samstarfaðila má
nefna Matís, Krabbameinsfélagið,
ORF líftækni, Mjólkursamsöl-
una, VGK hönnun og Norðlenska
matarborðið.
Eins og ráða má af verkefna-
valinu, þá kemur líftæknin víða
við og hafa fjölmörg atvinnutæki-
færi skapast fyrir fólk menntað á
þessu ört vaxandi sviði.
Líftæknin er þverfagleg
grein þar sem saman eru
tekin öll þau fræði er lúta
að framleiðslu lyfja, mat-
væla, lífvirkra efna og
annarra efnasambanda
með aðstoð lífvera, erfða-
breyttra sem náttúrlegra.
Líftæknin kemur einnig
við sögu við verndun og
hreinsun umhverfis, en
bakteríur og sveppi má nota með
stýrðum hætti til niðurbrots spilli-
efna í náttúrunni. Meðal helstu
fræðilegra stoða líftækninn-
ar mætti því nefna lífefnafræði,
erfðafræði, erfðaverkfræði og
framleiðslufræði, auk almennra
lífvísinda og rekstrargreina.
Megináherslur náms og
rannsókna í líftækni við
Háskólann á Akureyri eru
á sviðum umhverfis- og
orkulíftækni (niðurbrot
lífræns úrgangs og ný-
myndun orkuríkra efna),
skimunar og framleiðslu
lífvirkra efna og fæðu-
bótarefna úr íslenskri
flóru og fánu og sambýlis-
örverum þeirra, fiskeldis-
líftækni, og lífupplýsingatækni.
Í náminu öðlast nemendur víð-
tæka þekkingu á hagnýtum líf-
vísindum og þjálfast í beitingu
bæði hefðbundinna og nýstárlegra
rannsóknaaðferða. Einnig er lögð
rík áhersla á viðskiptagreinar og
rekstur líftæknifyrirtækja. Nem-
endur öðlast því færni í rannsókn-
um, stjórnun og rekstri sem nýt-
ast mun í krefjandi störfum innan
hins ört vaxandi líftæknigeira,
auk þess sem námið veitir góðan
undirbúning undir framhaldsnám
í hagnýtum lífvísindum. Verk-
efnavinna er snar þáttur í náminu
og vinna nemendur að sjálfstæð-
um rannsóknaverkefnum undir
leiðsögn kennara og annarra sér-
fræðinga HA og samstarfsaðila.
Líftækni er því einkar vænlegur
kostur fyrir nemendur sem áhuga
hafa á lífvísindum og hagnýtingu
þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt
samfélag.
Höfundur er dósent við
Háskólann á Akureyri.
Spennandi framtíð í líftækni
Talnakerfi það, sem börn-um er kennt strax á
fyrstu árum skólagöngunn-
ar, er ekki eins gamalt og
ætla mætti. Alkunna er, að
það er frá aröbum komið.
Það var því þekkt meðal
margra menntaðra Evrópu-
búa um miðja 13. öld, en þó
var tveimur öldum síðar ekki búið að
taka það í almenna notkun í þessum
löndum. Ekki veit ég, hvernig grískir
stærðfræðingar rituðu fjöldatákn
[heilar tölur], en rómversku tölurn-
ar voru svo notaðar áfram öldum
saman, og enn í dag komast skóla-
börn ekki hjá því að þekkja táknin
fyrir þær lægstu þeirra. Einfaldur
reikningur er þó ekki lengur iðkaður
með þeim, en svo seint sem árið 1299
var þess krafist í ýmsum borgum á
Ítalíu, að viðskipti væru færð með
rómverskum tölum (en ekki arab-
ískum) og í Þýskalandi eru til dæmi
um svipaðar kröfur eftir aldamótin
1500. Erfitt hefur verið, að nota róm-
versku tölurnar til reiknings. Það
var þó gert og ótrúlega lengi amað-
ist kaþólska kirkjan við notkun arab-
ískrar talnaritunar. Já, svona erfitt
getur það verið að breyta hefðum!
og fordómarnir leynast víða.
Því skyldi engan undra að tilkoma
nýs tungumáls framkalli andstöðu
hjá unnendum þjóðtungnanna og
það jafnvel þó að þetta nýja tungu-
mál ógni ekki neinni þjóðtungu,
heldur hafi það eitt að
markmiði að draga úr því
oki, sem nemendur í skól-
um margra landa hafa af
námi of margra erlendra
(og erfiðra) tungumála.
Já, það er erfitt að breyta
hefðum, en nauðsynlegt
og mikilvægt er að gefast
ekki of fljótt upp.
Í rúma öld hefur hópur
manna barist fyrir kynn-
ingu tungumálsins ESPE-
RANTO, sem hefur ótvíræða yfir-
burði yfir öll önnur tungumál, en á
þó í erfiðleikum með að fá lágmarks-
kynningu í skólakerfi okkar. Til
sannindamerkis um þær hindranir,
sem lagðar eru í götu þess, vil ég hér
aðeins nefna eftirfarandi staðreynd.
Fyrir u.þ.b. hálfum áratug var
svokallað „Ár tungumálanna“ hald-
ið hátíðlegt með kynningum og fyr-
irlestrum um þjóðtungur heims-
ins, og þar á meðal var nokkuð um
svokölluð örnámskeið (þ.e. einn-
ar kennslustundar fyrirlestra um
ákveðin tungumál). Hver þau mál
voru, sem fengu umfjöllun í örnám-
skeiðum man ég ekki, en ósk um að
esperanto fengi slíka kynningu var
hafnað með þeim rökum, að slík
kynning væri bara fyrir þjóðtung-
ur! Vel er þess gætt, að hugmynd-
in um að létta megi tungumála-
fárinu eftir öðrum leiðum en með
innleiðslu enskunnar, nái ekki að
komast í hámæli.
Höfundur er fyrrverandi
framhaldsskólakennari.
Hefðir og esperanto 4
SMS
LEIKUR
SENDU SMS JA 28F
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
Frumsýnd 30. maí
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA
V
in
n
in
g
ar
ve
rð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
BLÓÐUGT FRAMHALD AF 28 DAYS LATER