Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 36

Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 36
BLS. 4 | sirkus | 1. JÚNÍ 2007 Heyrst hefur É g hef ekki notað Georgs-nafnið frá því ég var unglingur,“ segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan, sem heitir í raun og veru Georg Helgi Selj- an Jóhannsson. Helgi hefur ekki notað Georgs-nafnið um árabil og hefur meira að segja látið breyta nafni sínu í þjóðskrá. Helgi, sem er landsmönnum að góðu kunnur úr Kastljósinu, segist aðeins hafa notað Georgs-nafn- ið þegar hann vildi fljúga ódýrt innan- lands. „Þá hringdi ég og pantaði miða í nafni Georgs Jóhannssonar. Svo fór ég niður á flug- völl og bað um hoppfargjald í nafni Helga Selj- an. Og þar sem Georg Jóhannsson kom aldrei að sækja mið- ann sinn var tryggt að ég fengi hoppfargjald, sem var mun ódýrara fargjald,“ útskýrir Helgi. „En eftir að ég varð of gamall fyrir hopp- fargjaldið hef ég ekki notað Georgs- nafnið.“ Georg Helgi Seljan heitir í höfuðið á afa sínum en hvorugur þeirra hefur notast við fyrsta nafnið, jafnvel þótt ýmis stórmenni beri þetta nafn. „Já, það er náttúr- lega til fullt af góðum mönn- um sem heita Georg. Viðutan vísindamenn eða herforingjar. Georg gírlausi og Georg Lárusson. Ætli ég væri ekki einhvers staðar þarna á milli,“ segir Helgi hlæjandi og bætir við: „Félagar mínir hafa stundum reynt að kalla mig Georg eða Gogga en það hefur aldrei gengið upp. Þeir gleyma því alltaf jafn óðum.“ - kh Notaði fullt nafn til að fá ódýrari flugmiða Georg gírlausi Heitir einnig sama nafni og Helgi Seljan. Georg Lárusson Nafni Helga Seljan. Helgi Seljan Heitir í höfuðið á afa sínum en hvorugur vill þó láta kenna sig við Georg. É g hef ekki komið heim síðan í janúar og þá stoppaði ég svo stutt að ég varð að koma og hitta vini og fjölskylduna og anda að mér fersku loftinu,“ segir Hafdís Huld söngkona, sem er stödd á Íslandi í tvær vikur til að syngja í kvikmyndinni Heiðinni. Hafdís Huld og hljómsveit hennar hafa nýlokið tónleikaferðalagi um Evrópu en uppselt hefur verið á flesta tónleikana. Hafdís Huld hefur auk þess leikið í skemmtilegum auglýsingum Reyka vodka sem er íslenskur vodki seldur í Ameríku og hafa auglýsingarnar á netinu slegið rækilega í gegn. Hún var valin úr hópi margra sem reyndu fyrir sér í auglýsingunni en prufur fóru bæði fram á Íslandi og í Bretlandi. „Ég er búin að fá ótrúlega góðar móttökur og fólk virðist vera að ná húmornum,“ segir hún hlæjandi. Hún segist ekki vita hvort auglýs- ingarnar hafi aukið áhuga fólks á tónlist hennar en þær hafi alla vega ekki skemmt fyrir. „Það hefur allavega gengið rosalega vel og auðvit- að hjálpar allt. Fólk sér auglýsingarnar á síðunni minni og svo öfugt, þetta virkar vel saman. Við höfum líka verið að gera vídeóblogg á tónleikaferðalögunum okkar, ekki í ólíkri stemningu, sem er fyndin tilviljun.“ Þar sem Hafdís Huld býr í London dvelur hún hjá foreldr- um sínum í Grafarholtinu þegar hún er á Íslandi. Eftir heimsóknina heldur hún til Svíþjóðar og spilar á Hulstfred-festivalinu og eftir það á Glastonbury. „Ég spilaði líka á Glastonbury árið 2003 með FC Kahuna en núna skiptir þetta mig miklu meira máli. Litla órafmagn- aða sveitin mín verður að spila lögin mín,“ segir hún og spenningur- inn leynir sér ekki. „Eftir Glastonbury verður ferðinni haldið til Íslands en ég verð með mína fyrstu tónleika hér á landi á Nasa 28. júní. Ég hlakka mikið til því fjölmargir vinir og fjölskyldumeðlimir hafa aldrei séð mig spila nema með Gus Gus. Það verður líka gaman að koma með hljómsveitina hingað og sýna þeim Gullfoss og Geysi og láta þau borða slátur.“ Hægt er að sjá auglýsingarnar á reyka.com. indiana@frettabladid.is HAFDÍS HULD KOMIN HEIM OG HELDUR TÓNLEIKA Í NÆSTA MÁNUÐI: AUGLÝSIR VODKA handa Ameríkönum HAFDÍS HULD Hafdís mun halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í næsta mánuði og er spennt að spila fyrir vini og ættingja. MYND/ALISDAIR WRIGHT Dorrit alltaf glæsileg Dorrit Moussaieff forsetafrú var að vanda stórglæsileg á Íslensku mennta- verðlaununum sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla í Reykjavík í fyrradag. Dorrit var í glitrandi grárri peysu, sem líkist einna helst hönnun Peters Jensen, með svartan mittislinda og bar hvíta stórglæsilega perlufesti um hálsinn. Dorrit fylgdist þar með manni sínum Ólafi Ragnari Grímssyni, sem stofnaði til verðlaun- anna á sínum tíma, en auk þeirra var margt um góða gesti, þar á meðal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. NÝTT! DUX 1001 105x200cm með Xtandard yfirdýnu (Verð áður kr 186.000) 123.000Kr. 112.000Kr.DUX 1001 Original 90x200cm með Xtandard yfirdýnuán fóta, (Verð áður kr 158.000) 224.000Kr.2 stk DUX 1001 90x200cm og heil Xtandard yfirdýna 180x200cm(Verð áður kr 316.000) DUX Original SUMARTILBOÐ Ármúla 10 • Sími: 5689950

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.