Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 38
BLS. 6 | sirkus | 1. JÚNÍ 2007
Á vespu „Gallabuxurnar eru úr Nonnabúð en peysan er Henson-peysa sem ég
hannaði.“ SIRKUSMYND/RÓSA
É g hef mikinn áhuga á fötum og tísku og get tekið ástfóstri við ákveðin föt ef mér líkar vel við
þau,“ segir Guðlaug Halldórsdóttir,
textílhönnuður og einn eigandi
verslunarinnar 3 hæðir. Gulla segir
ákveðin föt gefa frá sér góða orku og
þannig fötum geti hún gengið í aftur
og aftur. „Þótt fötin eldist hættir
manni ekki að líða vel í þeim og það
skiptir mig miklu máli. Svo sýna
fötin líka svolítið hver maður er,“
segir Gulla og bætir við að það borgi
sig oft að fjárfesta í vönduðum flík-
um. Gulla hefur haft áhuga á fötum
og tísku frá því hún man eftir sér. „Ég
hef ofsalega gaman af góðri hönnun
og flottum sniðum og sauma mér
stundum föt. Oftast tek ég samt bara
og breyti gömlum fötum því gömul
snið eru oft barn síns tíma,“ segir
Gulla sem hannaði föt fyrir Hanson-
íþróttamerkið sem eru til sölu í 3
hæðum. Um þægileg frístundaföt er
að ræða sem Gulla hannaði út frá
sjálfri sér og sniðum sem henni þykja
þægileg. „Efnið í Henson-fötunum er
alveg frábært, maður svitnar ekki í
þeim og efnið kemur alltaf eins úr
þvottavélinni,“ segir hún og bætir við
að hönnun hennar sé með púfferm-
um og aðeins meiri smáatriðum en
þessir venjulegu íþróttagallar. Þegar
Gulla er beðin um að lýsa sínum stíl
segist hún líklega hallast að einhvers
konar götustíl. „Minn stíll er líklega
fágaður götustíll. Ég er mikið í
buxum en reyni líka að vera kvenleg.
Konur á Íslandi klæðast buxum of
mikið en það er kannski bara út af
veðrinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig
konur eigi að klæða sig næsta vetur
segir hún tískuna spennandi fram-
undan. „Tískan hefur verið mjög fjöl-
breytt en nú er pönkið að koma inn.
Svartur og gylltur og leður og grófari
efni eru líka að koma og smárósóttir
ömmukjólar. Þetta verður flott, kven-
leg og sexí tíska.“
indiana@frettabladid.is
GUÐLAUG HALLDÓRSDÓTTIR TEXTÍLHÖNNUÐUR VEKUR ATHYGLI FYRIR SÉRSTAKAN STÍL HVAR SEM HÚN FER.
AÐHYLLIST FÁGAÐAN GÖTUSTÍL
Flott „Hér er ég í rauðum toppi og
gallabuxum úr 3 hæðum. Skórnir eru úr
Miu Miu eins og flestir skórnir mínir.“
Mittislindi um
miðjuna „Pilsið er
úr hermannaefni,
klippt úr mörgum
flíkum, og
mótmælir stríði. Ég
er með mittislinda
um miðjuna en þeir
eru að koma mikið
í tísku. Skórnir eru
þeir þægilegustu í
heimi en þeir heita
Anatomica og fást
aðeins í einni lítilli
verslun í París.“
Uppáhaldsgallabux-
urnar „Buxurnar og
bolurinn eru
hönnuð af Junya
Watanabe sem er
uppáhalds-
hönnuðurinn minn.
Svo er ég í Miu Miu
skóm við.“
Blá frístundaföt „Þessi föt hannaði ég í
samvinnu við Henson og er að selja í
versluninni minni.“