Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 46
 1. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið dýrin stór og smá Gutti Pet er eins og allir aðrir hundar. Hann elskar að hlaupa og þefa af hinu og þessu. Hins vegar hefur hann aldrei elt bolta enda getur hann ekki séð þá. „Þú sérð ekki að Gutti sé blindur ef þú veist ekki af því,“ segir Ragnar Petersen, eigandi hins sex ára Gutta, og lýsir því hvernig hann endaði hjá honum. „Stúlku sem starfaði við tamningar hjá syni mínum áskotnaðist þessi hvolpur sem hún gat ekki haldið. Hún og kærastinn komu við í hesthúsinu hjá mér á leiðinni á dýra- spítalann þar sem átti að lóga honum. Það má því segja að ég hafi bjargað honum,“ segir Ragnar en hann ætlaði sér ekki að eiga hvolpinn enda átti hann hund fyrir. „Hann var voðalega lítill og þegar ég kom heim, tók tíkin mín hann að sér, druslaði honum í bælið og þreif hann hátt og lágt,“ segir Ragnar sem gat ekki hugsað sér að taka hvolpinn af henni. „Þannig að ég sat í súpunni og sit enn, því hún er löngu dáin,“ segir Ragnar og hlær. Fljótlega kom í ljós að ekki var allt í lagi með Gutta. „Þegar hann var orðinn það stálpaður að hann gat hlaupið um gólf- in stímdi hann á alla hluti,“ segir Ragnar en þá kom í ljós að Gutti er með arfgengan sjúkdóm og því með ónýta augasteina. Gutti lætur þó fötlun sína ekki aftra sér og nýtir heyrn og þefskyn til að komast um. „Hann er mjög minnugur og plumar sig vel í því umhverfi sem hann þekkir. Ef hann er á nýjum stað fer hann sér mjög hægt og beygir sig niður eins og köttur í veiðiham. Svo nota ég hljóðmerki til að hann geti elt mig,“ segir Ragnar en Gutti fylgdi honum í reiðtúr einu sinni á dag, þó alltaf sömu leið. „Þá var hann mjög keikur og hljóp alltaf á undan,“ segir Ragnar sem hætti að fara með Gutta í reiðtúra fyrir rúmu ári þegar hann var orðinn svo hæg- fara að hann fylgdi ekki lengur með. „Gutti sá áður einhverja týru en er í dag orðinn staurblindur,“ útskýrir Ragnar. „Gutti er mjög góður félagi og skemmti- legur. Hins vegar er ekki hægt að leika við hann eins og aðra hunda, enda sér hann ekki bolta eða slíkt. Honum finnst hins vegar skemmtilegt þegar ég slæst við hann,“ lýsir Ragnar og bætir við að Gutti sæki mjög í félagsskap fólks, þó meira konur, og veltir því fyrir sér hvort Gutti kunni betur við kvenraddir. „Þá þekkir hann fólk á lykt og rödd og gerir mikinn mannamun,“ segir Ragnar glaðlega. Þrátt fyrir að Gutti plumi sig vel segir Ragnar að stöðugt eft- irlit þurfi að hafa með honum svo hann verði ekki fyrir bíl. „Annars hefur aldrei neitt komið fyrir. Ég prófaði einu sinni að stinga hann af í reiðtúr til að sjá hvernig hann brygðist við. Hann var svo skynsam- ur að hann beið þolinmóður á þeim stað sem hann týndist.“ Þess má geta að Gutti á sér alnafna. Hest sem heitir Gutti Pet og var í tamn- ingu hjá Ragnari stuttu áður en hvolpurinn kom á heimilið. „Ég var að lónsera folann úti í gerði en hann stökk alltaf yfir gerð- ið og yfir á stéttina. Ég hafði ekki löngu áður verið að syngja Guttavísur með sonar- dóttur minni og þótti tilvalið nafn á folann, svo kom hvolpurinn og mér fannst sætt að hann héti það líka.“ solveig@frettabladid.is Hefur aldrei elt bolta Þó það sjáist ekki á honum er Gutti Pet staurblindur. Hann lifir hins vegar hamingjusömu hundslífi fyrir því. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Hvernig á að fóðra hunda og ketti svo þeir fái öll næringarefni sem þeir þarfnast? Svafa Sigurðardóttir dýralæknir, sem starfar á Stuðlum í Ölfusi, var innt eftir því. „Í góðu og vönduðu pakkafóðri er það eina sem gæludýrin þarfnast. Það þarf bara að gæta þess að ofala þau ekki. Á því er viss hætta í þessu neysluþjóðfélagi – að það sé borið of mikið í þau,“ segir Svafa og bendir á að dýrin skammti sér ekki sjálf. „Þeim finnst svo gott að borða, sérstaklega ef búið er að gelda þau.“ Hún segir offitu geta fylgt ýmsir kvillar hjá dýrunum, sykur- sýki, skemmdir liðir og fleira. Það á semsagt að spara í þau rjómann? „Vatn er besti drykkurinn en auðvitað mega þau fá mjólkur- dreitil af og til og jafnvel rjóma til hátíðabrigða. Bara ekki of mikið enda fá sum dýr í mag- ann af mjólk. Kettir vilja ferskt vatn, helst beint úr krananum. Þeir eru kræsnir og um leið og vatnið er farið að standa þá finnst þeim það fúlt. Hundar eru miklu meiri alætur og láta sér flest vel líka. Oft fá hundar aukabita þegar verið er að gleðja þá en stundum valda þeir aukabitar magakveisum og útbrotum. Þessi grey þola illa kryddaðan mat og feitan.“ Næst er Svafa spurð um beinin. Í öllum teiknimyndasögum eru hundar með bein og þannig var það í sveitinni líka. „Sumir hundar þola illa bein. Þeir þurfa samt að naga og leika sér, sér- staklega þegar þeir eru ungir. Þeir fá vissulega kalk og önnur steinefni úr beinum en með jafnvægisstilltu fóðri í pökkunum er hugsað fyrir öllu. Það er blandað eftir aldri, jafnvel tegund- um. Það er hægt að kaupa fóður fyrir innidýr og svo annað fyrir þau sem eru á mikilli hreyfingu eins og veiðihundar. Þegar dýrin verða gömul breytist samsetningin, fóðrið er haft auðmeltara og einnig er til alls konar sjúkrafóður. Ég veit ég hljóma eins og sölumaður en svona eru hlutirnir og þetta sérútbúna fóður ein- faldar lífið þó dýrin hafi auðvitað étið allt annað í aldanna rás. Þar sem Svafa starfar úti í sveit er hún að lokum spurð hvort hún fái stundum til sín ketti sem eru hafðir í útihúsum og lifa á músum? „Jú, jú, en þeim er alltaf gefið með. Þeir eiga skál með fóðri úti í fjósi.“ gun@frettabladid.is Tilbúna fóðrið best „Kettir elska fisk en þeir þurfa annað með,“ segir Svafa sem starfar á Stuðlum í Ölfusi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Umboðsaðili á Íslandi Aladdin ehf Hundaeigendur, þrífum upp eftir hundana okkar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.