Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 51

Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 51
Þarft þú skjóta og öfluga verkun gegn frjóofnæmi? Augndropar og nefúði Staðbundin meðferð við ofnæmisbólgum í nefi og augum. Fæst án lyfseðils Livostin (Janssen-Cilag,) ; NEFÚÐALYF (50 míkróg/skammt) ; R 01 A C 02 AUGNDROPAR (0.5 mg7ml) ; S 01 G X 02 U E Eiginleikar: Levókabastín er histamínblokkari (H1-blokkari) með sérhæfa, kröftuga og langa verkun. Verkun lyfsins byrjar innan 15 mínútna og stendur í margar klukkustundir. Ábendingar: Ofnæmisbólgur í nefi og augum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið veldur fósturskemmdum í dýratilraunum og ætti því ekki að nota á meðgöngutíma. Lyfið skilst út í móðurmjólk, en áhrif á barnið eru ólíkleg við venjulega skömmtun. Aukaverkanir: Tímabundin erting í nefi strax eftir gjöf lyfsins er algeng (um 5% sjúklinga). Tímabundin erting í augum, strax eftir gjöf lyfsins er algeng (um 16% sjúklinga). Þreyta kemur fyrir. Ofnæmi hefur í einstaka tilvikum komið fram. Milliverkanir: Engar þekktar. Varúð: Varúðar skal gæta hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi. Lyfið (nefúði) getur, hjá vissum sjúklingum skert viðbragðsflýti og þar með hæfileikann að stjórna vélum og ökutækjum. Skammtastærðir handa fullorðnum: Nefúði: Venjulegir skammtar eru 2 úðaskammtar í hvora nös tvisvar á dag. Hver úðaskammtur inniheldur nálægt 50 míkróg af levókabastíni. Halda má meðferð áfram eins lengi og þörf krefur. Sjúklingurinn á að snýta sér vel áður en lyfinu er úðað, með höfuð í uppréttri stöðu, og anda skal inn gegnum nefið á meðan. Augndropar: Venjulegir skammtar eru 1 dropi í hvort auga tvisvar á dag. Náist ekki tilætlaður árangur má auka skammta í 1 dropa í hvort auga fjórum sinnum á dag. Hver dropi inni- heldur u.þ.b. 15 míkróg af levókabastíni. Skammtastærðir handa börnum: Venjulegir skammtar handa börnum eru þeir sömu og handa fullorðnum. Pakkningar: 150 skammta nefúðastaukur (15 ml), (15 ml x 2), augndropar (4 ml). Lesið vandlega leiðarvísi sem fylgir hverri pakkningu lyfsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.