Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 54
BLS. 14 | sirkus | 1. JÚNÍ 2007
Hvað á að gera í sumarleyfinu?
„Það sem er brýnast er að losa sig við
eins og fimmtán rússneskar ljósakrónur
sem prýða heimili mitt í Hafnarfirðinum.
En þar sem ég er lofthræddur maður
með eindæmum þarf ég víst að
plata einhvern í það. Það gæti
tekið heilt sumarfrí að finna út
úr þessu! Nú, ef einhver
afgangur verður er ekki
ólíklegt að ég leggist í leti
og kannski ég skreppi svo til
Þingvalla ef ég fæ
einhvern til að keyra
mig.“
Guðni Már
Henningsson
útvarpsmaður
„Gæsanir, brúðkaup og afmælisveislur
hjá vinum og vandamönnum eru
yfirvofandi á Klakanum og ég missi að
sjálfsögðu ekki af því. Sjálf mun ég fagna
25 ára afmæli mínu í júlí ásamt
unnustanum, sem verður þrítugur.
Svo hefur mig lengi langað til að
ferðast um landið og kynnast
því betur. Klífa fjöll, veiða og
anda að mér hreinu
súrefni.“
Védís Hervör
Árnadóttir
söngkona
„Þar sem ég er freelance-leikkona fer ég
í sumarleyfi þegar það er rólegt, sem er
yfirleitt í júlí. Ég hef mikið dálæti á
Grikklandi og langar að skreppa þangað.
Hvenær veit ég ekki en ég
verð með Lík í óskilum
í huganum, sem
verður sýnt í
Borgarleikhúsinu í
haust.“
Helga Braga
Jónsdóttir
leikkona
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm.
Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettabladid.is,
Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@
frettabladid.is Útlitshönnun Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is,
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Rvk, sími 550 5000
Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir
550 5864 gretakaren@frett.is
sirkus
SPURNINGAKEPPNI sirkuss
SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. RÚNAR FREYR GÍSLA-
SON SIGRAÐI SÓLVEIGU BERGMANN Í SÍÐUSTU VIKU OG MÆTIR HÉR
JÓHANNESI KR. KRISTJÁNSSYNI, RITSTJÓRA KOMPÁSS.
1. Hvað heitir norski
krónprinsinn?
2. Jakob Frímann Magnús-
son eignaðist barn á
dögunum. Hvort eignaðist
hann stelpu eða strák?
3. Hvaða leikari fékk þann
heiður að fá ruslahaug
nefndan í höfuðið á sér?
4. Hversu margar Lukku
Láka- bækur komu út á
íslensku?
5. Fyrir hvað stendur J í
Homer J. Simpson?
6. Hvaða fimmtudagur er
40 dögum eftir páska?
7. Með hvaða spænska
handboltaliði spilar Ólafur
Stefánsson?
8. Hvaða leikari er valda-
mesti leikari heims að mati
bandaríska tímaritsins
Newsweek?
9. Hvaða ár fæddist Andri
Snær Magnason?
10. Hver samdi texta við
lagið Ó, Reykjavík sem
hljómsveitin Vonbrigði
flutti?
Rétt svör:1. Hákon. 2. Stelpu. 3.John Cleese. 4. 33. 5.Jay eða bara J. 6.Uppstigningardagur. 7. Ciudad Real. 8. Will Smith. 9.
1973. 10.Didda.
Jóhannes Kr. Kristjánsson
1. Haraldur annar.
2. Stelpu.
3. Veit ekki.
4. 11.
5. Jason.
6. Uppstigningardagur.
7. Royal Sociedad.
8. Tom Cruise.
9. 74.
10. Ekki hugmynd.
Rúnar Freyr Gíslason
1. Þröstur Leó Gunnarsson.
2. Stelpu.
3. Atli Rafn Sigurðarson.
4. Tíu.
5. Josep.
6. Uppstigningardagur.
7. Veit það ekki.
8. Clooney.
9. 1974.
10. Einar Örn Benediktsson.
Rúnar Freyr og Jóhannes fengu báðir tvö stig. Þar sem Rúnar Freyr er ósigraður heldur hann
áfram í næstu umferð. Jóhannes skorar á Sigmund Erni Rúnarsson. Spennan magnast. Fylgist með
í næstu viku.
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is