Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 62

Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 62
Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari og flugþjónn, er þrítugur í dag. Hann segir ekkert skipulagt í tilefni dags- ins, þar sem honum finnst fátt eins erf- itt og að halda upp á eigin afmæli, en skemmti sér því betur í afmælisveisl- um annarra. „Í sannleika sagt er ég mjög lítið af- mælisbarn og finnst eiginlega hálf skrítið og hégómlegt að skipuleggja eigin afmæliveislu,“ segir Jón, eða Jónsi eins og hann er kallaður. „Það er svo óþægilegt að athyglin eigi öll að beinast að mér á þessum degi. Þar að auki er ég að fara í flug á afmælis- deginum og er því ekki búinn að plana neitt.“ Jónsi bætir því við að honum þyki líka heldur óspennandi tilhugsunin um að þurfa kannski að hlusta á ræðuhöld í veislunni, þar sem skopast sé á hans kostnað. „Ég hef yfirleitt mikið skop- skyn fyrir sjálfum mér, en er eitthvað stressaður fyrir því. Ég var nú bara í afmæli um daginn þar skemmtikraftur- inn gerði óspart grín að mér og fannst það heldur undarleg lífsreynsla.“ Jónsi viðurkennir að konan hans Rósa Björgvinsdóttir eigi yfirleitt frumkvæði í því að skipuleggja af- mælisveislur fyrir bóndann og bjóði þá fólki í köku eftir kúnstarinnar regl- um. „Þetta er náttúrulega ósanngjarnt gagnvart henni, en ætli ástæðan felist ekki í því að ég eigi erfiðara með að gefa en þiggja,“ segir hann. Spurður hvort hann telji að Rósa hafi skipulagt eitthvað óvænt í tilefni dags- ins, segist Jónsi helst ekki vilja svara spurningunni, af ótta við að setja óþarfa pressu á eiginkonuna. „Það yrði tilætl- unarsemi á hvor veginn sem ég svaraði þessu. Enda verð ég bara hæstánægður með það sem hún tekur sér fyrir hend- ur, hvað svo sem það kann að vera.“ Þótt Jónsi sé lítið fyrir að vera í sviðs- ljósinu á afmælisdaginn sinn, skemmtir hann sér manna best í afmælum ann- arra og finnst upplagt að koma konunni sinni á óvart þegar hún á afmæli. „Ég lýg yfirleitt statt og stöðugt að Rósu að ég hafi gleymt afmælisdeginum hennar og þá sérstaklega gjöfinni, sem ég er þá auðvitað fyrir löngu búinn að kaupa handa henni,“ segir hann og hlær stríðnislega. „Einhvern tímann tókst mér að telja Rósu trú um að afrafmögnunarsprey, sem ég hafði keypt á bensínstöð rétt fyrir hádegi á aðfangadag og kost- aði einhvern 320 kall, væri jólagjöf- in hennar,“ heldur hann áfram. „En þá hafði ég hugsað þetta sem ratleik og komið miða með vísbendingu um raun- verulega pakkann fyrir í lokinu á brús- anum. Ekki þarf að fjölyrða um það að Rósa varð rosalega ánægð þegar mið- inn kom í ljós.“ „Leikkonur eru ekki vélar. Engu að síður er komið fram við þær eins og mask- ínur. Peningamaskínur.“ Action Comics lítur dagsins ljós AFMÆLI Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, dóttur, tengdadóttur, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Ásbjörnsdóttur tónlistarkennara, Holtsbúð 4, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11-G, Landspítala við Hringbraut. Páll Hannesson Björn Rúnar Lúðvíksson Rósa Karlsdóttir Jóhann Rúnar Pálsson Huld Aðalbjarnardóttir Ásbjörn Pálsson Ingibjörg S. Ármannsdóttir Margrét Valgerður Pálsdóttir Þórarinn Hauksson Guðrún Sigurðardóttir Ásbjörn Guðmundsson Steinþóra Margrét Níelsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Þórmundar Hjálmtýssonar Sérstakar þakkir fær heimahjúkrunin Karitas og líknar- deildin, Kópavogi. Hólmfríður Jóna Arndal Jónsdóttir Óskar Herbert Þórmundsson Helga Ragnarsdóttir Sigurjón Þórmundsson Ragnheiður Lilja Georgsdóttir Þórður Rúnar Þórmundsson Ingibjörg Harðardóttir Jóhanna S. Hannesdóttir Sjöfn Sóley Þórmundsdóttir Gunnar Þór Magnússon Fanney Þórmundsdóttir Hilmar Jóhannesson Sigurbjörn Jakob Þórmundsson Anna Guðný Friðleifsdóttir Bjarni Gaukur Þórmundsson Sóley Ægisdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Þórhildur Marta Gunnarsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri, Mánatúni 4 í Reykjavík, lést að heimili sínu á hvítasunnudag 27. maí. Útförin fer fram fimmtudaginn 7. júní kl. 13.00 í Grafarvogskirkju. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið - endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda. Magnús Jónsson Valgeir Magnússon Silja Ósvaldsdóttir Valgerður Magnúsdóttir Óli Rafn Jónsson Hildur Eva Valgeirsdóttir Gunnar Ingi Valgeirsson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristján Pétursson húsasmíðameistari og formaður Félags nýrnasjúkra, Dverghömrum 18, Reykjavík, andaðist þann 30. maí. Útförin verður auglýst síðar. Auður Thorarensen Sólrún Lísa Kristjánsdóttir Olaf Möller Garðar Kristjánsson Kristín Snore Magnús Arnar Sveinbjörnsson Jófríður Ósk Hilmarsdóttir Axel Örn Kristjánsson Kristján Örn Kristjánsson Steinunn Ýr Hjaltadóttir og barnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Egill Kristinn Egilsson vélvirki, Furugrund 75, Kópavogi, lést að heimili sínu föstudaginn 25. maí 2007. Útför auglýst síðar. Elín Egilsdóttir Phifer og fjölskylda Jón Andrésson og fjölskylda Anna Þóra Sigurþórsdóttir og fjölskylda og aðrir aðstandendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.