Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 69

Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 69
Eitt af kennileitum sumarsins er Brúðubíllinn sem hefur skemmt yngstu leikhúsgestunum frá árinu 1980 undir stjórn Helgu Steffen- sen. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgar- anna og eru oft þeirra fyrstu leik- húsferðir. Í ár eru margar brúður inn- anborðs, bæði gamlir og nýir kunningjar. Júníleikritið heit- ir „Segðu mér söguna aftur“ og samanstendur af stuttum leikþátt- um sem allir fjalla um það hvað það er mikilvægt að vera maður sjálfur – ekki halda að allir aðrir hafi það betra og séu fallegri. Ein persónan þar er til að mynda asni sem langar þessi lifandis ósköp að vera ljón. Helga Steffensen semur handrit og gerir brúðurn- ar en henni til halds og trausts við stjórnunina er Aldís Davíðs- dóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Edda Björnsdóttir en hún sér einnig um leikraddir ásamt Ladda, Álfrúnu Örnólfsdóttur og Helgu. Fyrsta sýningin fer fram í Hall- argarðinum við Fríkirkjuveg 11 næstkomandi mánudag kl. 12 en dagskrá sumarsins má nálgast á heimasíðunni www.barnanet.is/ brudubillinn. Árviss eins og krían 29 30 31 1 2 3 4 GERÐUBERG www.gerduberg.is Ég bið að heilsa Sýning á bútasaumsverkum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar Erró - Kvenfólk Sýning á grafíkverkum í eigu Listasafns Reykjavíkur Af hjartans list! Alþýðulistamaðurinn Ágúst Jónsson sýnir málverk í Boganum Heitt og kalt Ferðatöskusýning Evrópu- samtaka bútasaumsfélaga. Sýnd eru 17 teppi frá jafnmörgum löndum Vissir þú af... góðri aðstöðu fyrir ráðstefnur veislur, námskeið, fundi o.fl. Nánar á www.gerduberg.is Athugið nýjan opnunartíma! Sýningar eru opnar virka daga kl.11-17 Lokað um helgar í júní

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.