Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 74
„Við viljum ekkert tjá okkur um málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi,” segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak. Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosl- ing kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raun- in eða ekki en imdb. com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum. Framleiðsla á myndinni hefur taf- ist nokkuð enda hefur Gosling verið önnum kafinn eftir að hafa verið tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn í Half Nelson. Hann er talinn vera ein helsta von- arstjarna Hollywood og sló í gegn í klútamyndinni Notebook. Til að mynda þurfti að fresta tökum eftir að Gosling fékk hlutverkið í Fract- ure á móti Anthony Hopkins sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum borgar- innar. Söngvarinn Tom Waits hafði einnig verið ráðinn í annað aðal- hlutverkanna og er nafn hans enn á lista. Þetta verður þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd en bæði Nói Albínói og Voksne Mennesker hafa vakið mikla athygli út fyrir landssteinana. Gosling yfirgefur Dag Kára Bjórum Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hlotnuðust þrenn gullverðlaun á nýafstað- inni Monde selection bjórkeppni í Belgíu. Sem bruggmeistari Öl- gerðarinnar er það Guðmundur Mar Magnússon sem á heiðurinn af stórsókninni í bjórbruggi. Á tveimur árum hafa bjórar Öl- gerðarinnar hlotið níu verðlaun í alþjóðlegum keppnum, sem hlýtur að teljast ansi góður árangur. „Ja, það þykir mér að minnsta kosti,“ sagði Guðmundur hæversklega. Bjórarnir sem verðlaunaðir voru eru Gull, Lite og Premium, en þeir tveir síðastnefndu eru sköp- unarverk Guðmundar. „Gullið er hins vegar frá forverum mínum komið,“ sagði Guðmundur. Gull- bjórnum vinsæla var þó breytt dá- lítið fyrir um ári síðan, þegar Guð- mundur prófaði að nota íslenskt bygg til bruggsins, en það er jafn- framt notað í Premium. „Við erum náttúrlega alltaf að fínstilla þetta hjá okkur og alltaf að reyna að bæta okkur. Miðað við þetta virðumst við vera að þokast í rétta átt,“ sagði hann. Guðmundur vildi ekki kannast við að eiga allan heiður af verðlaununum og sagði bruggið mikið samspil. „Ég á minn part af þessu, en það þarf allt að smella saman til að þetta gangi upp. Við þurfum að vera með réttu uppskriftirnar og passa að þetta sé gert á réttan hátt, þar kem ég inn. Svo verðum við að velja hrá- efni af kostgæfni og tækjabúnað- urinn og starfsmennirnir skipta öllu máli. Þetta er mikið og flókið ferli,“ sagði hann. Íslenskur bruggari í stórsókn Michael Jackson, fyrrver- andi konungur poppsins, hefur tryggt sér útgáfurétt- inn að lögum Bjarkar Guð- mundsdóttir. Ekki er ljóst um hvaða lög er að ræða. Popparinn Michael Jackson hefur tryggt sér útgáfuréttinn að lögum eftir Björk Guðmundsdóttur. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu sem gefur út plöt- ur Bjarkar hér á landi, ekki hafa fengið fregnir af því um hvaða lög væri að ræða. Útgáfufyrirtækið Sony/ATV Music Publishing, sem Jackson er aðili að, hefur keypt fyrirtækið Famous Music LLC af Viacom. Þar með eignast það réttinn að lögum Bjarkar. „Þetta er stórviðburður fyrir Sony/ATV Music-útgáfufyr- irtækið. Hið fjölbreytta safn laga sem þarna er að finna hefur að geyma allt frá tímalausum meist- arastykkjum til nýrra slagara. Ég er mjög ánægður með að koma Fa- mous Music í hóp með Sony/ATV,“ sagði Jackson í yfirlýsingu sinni. Jackson hafði áður eignast út- gáfuréttinn að lögum Bítlanna sem hann keypti án þess að Paul McCartney fengi rönd við reist. Alls hefur Famous Music LLC yfir að ráða 125 þúsund lögum, þar á meðal The Real Slim Shady og Without Me eftir Eminem. Gerði rapparinn einmitt grín að Jackson í myndbandi sínu við síðarnefnda lagið árið 2002. Einnig á fyrir- tækið réttinn að lögum á borð við Footloose, Beautiful sem Christ- ina Aguilera gerði frægt og Hips Don´t Lie með Shakira, auk laga eftir Beck og djassarann Duke Ellington. „The Famous Music-lagerinn er uppfullur af heimsklassalögum sem fólk þekkir og þykir vænt um,“ sagði Martin N. Bandier, for- maður hjá Sony. „Fjöldi laganna sem fyrirtækið á er það sem gerir þennan samning svo merkilegan og ég hef fulla trú á því að með því að eignast þau höfum við tekið stórt skref í rétta átt.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.