Fréttablaðið - 07.06.2017, Qupperneq 6
Hörður
Ægisson
FRÉTTABLAÐIÐ Nýtt skipurit hefur
tekið gildi hjá Torgi, útgáfufélagi
Fréttablaðsins. Kristín Þorsteinsdótt-
ir, sem verið hefur útgefandi og aðal-
ritstjóri undanfarin fjögur ár, mun
einbeita sér að rekstri fréttastofunnar
og verður áfram útgefandi í aðalstarfi.
Ritstjórar Fréttablaðsins verða þau
Kjartan Hreinn Njálsson, Ólöf Skafta-
dóttir og Sunna Karen Sigurþórsdótt-
ir sem ritstýrt hefur vefútgáfu blaðs-
ins, Fréttablaðið.is. Hörður Ægisson
mun áfram ritstýra Markaðnum,
fylgiriti Fréttablaðsins.
Þá hefur verið stofnuð ný deild
innan fyrirtækisins, Stafræn verkefni,
IT og markaðsmál og mun Jóhanna
Helga Viðarsdóttir stýra henni þvert
á svið.
Sigrún L. Sigurjónsdóttir mun
áfram stýra fjármálasviði og Elmar
Hallgríms Hallgrímsson sölu, grein-
ingum og dreifingu.
Markmið nýs skipulags er að efla
alla þætti starfsemi Torgs með sér-
staka áherslu á stafrænan hluta og
um leið skilgreina verksvið betur
með það að markmiði að bjóða
neytendum og auglýsendum
betri fjölmiðla. Ingibjörg Stef-
anía Pálmadóttir er forstjóri
Torgs. – þea
Fjórir nýir ritstjórar á Fréttablaðinu
HEILBRIGÐISMÁL Frá og með næstu
áramótum verða allir þeir sem ekki
hafa hug á að líffæri þeirra, að þeim
látnum, verði notuð við læknis-
meðferð annars einstaklings að gefa
andstöðu sína upp meðan þeir lifa.
Frumvarp um ætlað samþykki við
líffæragjöf, í stað ætlaðrar neitunar,
var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin
taka gildi fyrsta dag ársins 2019.
Í upphafi gerði frumvarpið ráð
fyrir því að ætlað samþykki lægi
fyrir hjá einstaklingum sem væru
sjálfráða en sú breyting var felld
úr lögunum við meðferð þingsins.
Í frumvarpinu felst hins vegar að
óheimilt sé að slík aðgerð fari fram
leggist nánasti vandamaður hans
gegn því. Slíkt gildir óháð því hvort
um yfirlýst samþykki er að ræða eða
ætlað samþykki.
„Þetta varð niðurstaðan í nefnd-
inni, að reka þennan varnagla.
Almennt er það mikill léttir fyrir
aðstandendur að þekkja vilja hins
látna og nær undantekningalaust
virða þeir afstöðu hans,“ segir Silja
Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, en hún var
fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Meðan á undirbúningi málsins
stóð var meðal annars rætt við líf-
færagjafarteymi á Sahlgrenska-
sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í þeim
viðræðum kom fram að aðeins er
eitt þekkt tilfelli í Svíþjóð þar sem
aðstandendur viku frá vilja hins
látna.
„Þessi lög eru mjög ánægjulegur
áfangi,“ segir Runólfur Pálsson,
umsjónarmaður líffæraígræðslu-
teymis Landspítalans.
Tölur og gögn frá ríkjum heims-
ins benda til þess að í löndum þar
sem ætlað samþykki er lögfest sé
gjafatíðni líffæra hærri en í ríkjum
sem búa ekki við slík lög. Hingað til
hefur sú leið verið farin hér á landi
að fólk þurfi að láta vilja sinn til líf-
færagjafar skýrt í ljós. Stjórnvöld
hafa meðal annars ráðist í herferðir
til að fjölga á lista líffæragjafa en það
hefur skilað sér í því að rétt rúm tíu
prósent landsmanna eru á þeim
lista.
„Staðreyndin er sú að í flestum til-
fellum liggur ekkert fyrir um afstöðu
mögulegs gefanda. Liggi slíkt ekki
fyrir hefur verið leitað til aðstand-
enda til að kanna hvort afstaða hins
látna hafi legið fyrir meðan hann
lifði,“ segir Runólfur.
Í lögunum er kveðið á um að vel-
ferðarráðuneytið þurfi að kynna
innihald þeirra fyrir landsmönnum
áður en þau taka gildi um næstu
áramót. Þeir sem eindregið leggjast
gegn því að líffæri þeirra séu notuð
verða að gefa þá afstöðu sína upp á
þar til gerðu skráningarformi Emb-
ættis landlæknis.
„Ég vil ítreka við fólk að ræða
um afstöðu sína við eldhúsborðið
heima. Slíkt getur komið í veg fyrir
að fólk lendi í erfiðri stöðu ef slys
eða sjúkdóm aðstandanda ber að,“
segir Silja Dögg. joli@frettabladid.is
Nánasti vandamaður getur virt
fyrirmæli hins látna að vettugi
Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt
ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. Fólk sem ekki vill láta gefa líffæri sín að sér
látnu mun þurfa að lýsa því sérstaklega yfir. „Ánægjulegur áfangi,“ segir sérfræðingur hjá Landspítala.
Rúmlega tíu prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á lista Landlæknis fyrir líffæragjafa frá 2014. NORDIC PHOTOS/GETTY
Ég vil ítreka við fólk
að ræða um afstöðu
sína við eldhúsborðið heima.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins
NÝSKÖPUN Sextíu og þremur verk-
efnum verður úthlutað styrkjum úr
Tækniþróunarsjóði. Umsóknum um
styrki úr sjóðnum hefur fjölgað og
hlutfall kvenna hefur hækkað mikið
síðustu ár.
Sífellt fleiri
konur fá styrk
Hrund
Gunnsteinsdóttir,
stjórnarformaður
Tækniþróunar-
sjóðs
„Þetta er stærsta úthlutun ársins úr
sjóðnum, upphæðin er nálægt 700
milljón krónum. Við mælum hlutfall
karla og kvenna sem fá styrki út frá
kyni verkefnastjóra. Hlutfall kvenna
hefur hækkað mikið síðustu misseri.
Nú eru konur 37% verkefnastjóra.
Síðasta haust var hlutfall kvenna
sem verkefnisstjóra um 45%,“ segir
Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnar-
formaður Tækniþróunarsjóðs.
„Ég held að í þessu samhengi sé
það mikilvægt að Tækniþróunar-
sjóður tali áfram til stærri hóps,“
segir Hrund. „Nýsköpun þrífst
á fjölbreytni. Umsóknum hefur
einnig fjölgað þvert á atvinnulífið.
Umsóknir núna voru 377 talsins
sem er 17 prósenta aukning frá því
í fyrra,“ segir hún. – kg
DANMÖRK Forsætisráðherra Dan-
merkur, Lars Løkke Rasmussen, á
nú í viðræðum við leiðtoga í öðrum
Evrópuríkjum, þar á meðal Þýska-
landi, Austurríki og Hollandi, um að
setja upp sérstakar búðir fyrir hælis-
leitendur sem fengið hafa synjun.
Rasmussen vonast til að fyrstu
skrefin verði tekin þegar á þessu ári.
Hugmyndin gengur út á að setja
upp búðirnar einhvers staðar í
Evrópu en utan Evrópusambands-
ríkjanna. Það er mat Rasmussen
að koma eigi þeim fyrir sem synjað
hefur verið um hæli í landi sem ekki
er efst á lista hælisleitenda og þeirra
sem smygla fólki. – ibs
Ræða búðir
utan ESB
DÓMSMÁL Barnaverndarstofa var
í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í máli Freyju Haralds-
dóttur gegn stofnuninni. Freyja
stefndi Barnaverndarstofu fyrir að
hafa synjað henni leyfi til að gerast
fósturforeldri. Segir í dómnum að
ekki verði annað séð en að mat
Barnaverndarstofu hafi verið reist
á hlutlægum og málefnalegum
sjónarmiðum sem miði að því
höfuðmarkmiði að gæta öryggis og
réttinda fósturbarna, en að engin
vægari úrræði en höfnun umsóknar
hefðu verið tæk með góðu móti.
„Þetta eru náttúrulega mikil von-
brigði og augljóslega ekki niður-
staðan sem við vildum,“ segir Freyja
í samtalið við Fréttablaðið. Aðspurð
að því hvort til standi að áfrýja
dómnum segir Freyja að ákvörðun
hafi ekki verið tekin um það.
„Fatlað fólk á að hafa fullan
aðgang að réttlátri málsmeðferð.
Við eigum rétt á friðhelgi frá for-
dómum sem ákveða fyrir fram að
við séum vanhæf bara út frá því
hvernig líkaminn okkar er eða lítur
út eða hreyfir sig. Þetta mál hefur
einkennst af því að það er verið að
ákveða fyrir fram að ég sé vanhæf
út af því hvernig líkama ég er í. Það
er ekki einu sinni vilji til að kanna
það frekar. Það eru augljóslega for-
dómar,“ segir Freyja.
Í niðurstöðukafla dómsins segir
að óumdeilt sé að Freyja sé vel
menntuð og atorkusöm kona sem
er virk félagslega og hefur áður
komið að störfum með börnum.
Jafnframt sé það óumdeilt að Freyja
búi í ágætum húsakynnum og við
traustar fjölskylduaðstæður.
Segir dómurinn að það liggi fyrir
að heimilishald Freyju byggi á því
að fjórar til sex aðstoðarkonur
ganga vaktir, og að það myndi skapa
óstöðugleika í tengslamyndun við
barn og valda því að nokkur stofn-
anabragur yrði á umhverfinu. Einn-
ig segir að slíkar aðstæður feli ekki í
sér þann langtíma stöðugleika sem
ber sérstaklega að stuðla að fyrir
fósturbarn. – jt
Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði
Freyja Haraldsdóttir segir að um fordóma sé að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/FREYJA
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
Ólöf
Skaftadóttir
Kjartan Hreinn
Njálsson
Kristín
Þorsteinsdóttir
7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð