Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 12

Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 12
Rafvirkjar LED rakaþétt ljós ... A sí sk ur sin neps lax Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Þú finnur uppskriftina á kronan.is/ uppskriftir 2489 kr.kg Laxaflök beinhreinsuð 499 kr.pk. La Choy sojasósa 499 kr.pk. Grænn aspas, búnt 299 kr.pk. Honey mustard, 290 g Verð áður 2769 kr. kg Svarið við erfiðustu spurningu dagsins er ... Ranghermt var í frétt Markaðarins í gær um stjórnarkjör Heimavalla að Björk Þórarinsdóttir gæfi kost á sér til stjórnarsetu á hluthafafundi félagsins á föstudag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Tveir bandarískir hagfræðipró- fessorar, sem íslensk stjórnvöld fengu til þess að veita sér ráðgjöf um peningastefnu Íslands til fram- tíðar, telja að rökin fyrir höftum á innflæði fjármagns séu veik við núverandi aðstæður. Innflæði erlends fjármagns hingað til lands sé ekki af þeirri stærðargráðu að það vegi að fjármálastöðugleika og þá mætti afstýra slíkri hættu með annars konar þjóðhagsvarúðar- tækjum. Hagfræðiprófessorarnir tveir, Kristin J. Forbes, sem starfar við MIT-háskólann, og Sebastian Edwards hjá UCLA-háskólanum, héldu erindi á ráðstefnu forsætis- ráðuneytisins um framtíð íslenskr- ar peningastefnu á Grand hóteli í gær. Þau eru í hópi sex erlendra sérfræðinga sem starfshópur um endurmat á peningastefnu landsins fékk til þess að veita stjórnvöldum ráðgjöf. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínum á þriðjudag en á meðal þeirra er að afnema eigi innflæðishöftin í skrefum. Ásgeir Jónsson, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands og for- maður hópsins, sagði á ráðstefn- unni að líta ætti á innflæðishöftin sem þjóðhagsvarúðartæki til þess að tryggja fjármálastöðugleika en ekki sem peningastjórntæki sem Seðlabankinn gæti gripið til þegar honum hentar. „Þó svo að inn flæðis höftin verði áfram hluti af stjórntækjum Seðlabankans er mikilvægt að ströng skilyrði gildi um hvenær þeim er beitt,“ nefndi hann. Umrædd höft, sem stjórnendur Seðlabanka Íslands settu á inn- flæði fjármagns sumarið 2016, virka þannig að 40 prósent af inn- flæði vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxta- munarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdrátt- araflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en gagnrýnt hefur verið að höftin standi jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum langtímaskuldabréfum íslenskra fyrirtækja. Forbes, sem sat í peningastefnu- nefnd Englandsbanka á árunum 2014 til 2017, og Edwards sögðust bæði telja að réttlæta hefði mátt setningu innflæðishaftanna tíma- bundið þegar höft voru losuð á útflæði fjármagns snemma árs 2016. „Nú þegar höftunum hefur nánast að fullu verið aflétt er hins vegar erfiðara að færa rök fyrir því að innflæðishöftin séu réttlætan- leg,“ sagði Forbes. Í skýrslu sem Forbes skrifaði fyrir starfshópinn er meðal annars tekið fram að innflæðishöftin geti verið túlkuð á þann veg að erlendir fjár- festar séu ekki velkomnir til lands- ins. Þau gætu þannig fælt fjárfesta frá og komið í veg fyrir fjárfesting- ar. Auk þess gætu höftin stuðlað að landflótta fyrirtækja sem vilja ekki búa við höftin. Einnig sýni reynslan að fjárfestar séu fljótir að finna leiðir fram hjá höftum. Forbes nefnir þrjú atriði sem stjórnvöld ættu að hafa í huga áður en þau grípa til innflæðis- hafta. Í fyrsta lagi þurfi efnahags- legt ójafnvægi að hafa myndast. Má þá ekki vera hægt að beita öðrum þjóðhagsvarúðartækjum til þess að sporna gegn ójafnvæginu. Í öðru lagi eigi höftin að vera tímabundin aðgerð og í þriðja lagi eigi einungis að beita höftunum þegar innflæði fjármagns skapar raunverulega ógn við fjármálastöðugleika. Hún segir erfitt að sjá – miðað við núverandi stöðu efnahagsmála – að umrædd skilyrði séu uppfyllt. Forbes og Edwards fjalla í skýrslum sínum auk þess um reynslu Chilebúa sem bjuggu við innflæðishöft á árunum 1991 til 1998. Rannsóknir bendi til þess að höftin hafi hækkað fjármögn- unarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu vegna þess að þau drógu úr framboði á lánsfé og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Það hafi komið niður á fjár- festingu og verðmætasköpun. Að auki segja tvímenningarnir rann- sóknir sýna að Seðlabanki Chile hafi viðhaldið hærra vaxtastigi í skjóli haftanna en hann hefði að öðrum kosti gert. kristinningi@frettabladid.is Veik rök fyrir innflæðishöftum Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARKAÐURINN Bandarískir hagfræði- prófessorar vilja að innflæðishöftin verði af- numin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðug- leika eftir öðrum leiðum. Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nor- dic Visitor, var kjörinn nýr í stjórn Haga á aðalfundi félagsins í gær. Hann tekur sæti Salvarar Nordal sem sagði sig úr stjórninni í september síðast- liðnum í kjölfar þess að hún tók við embætti umboðsmanns barna. Á fundinum var samþykkt að stjórnar- laun hækki um 10 prósent. Aðrir í stjórn félagsins voru endur- kjörnir. Hvorki Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík né Tryggvi Guðbjörn Bene- diktsson, stjórnarmaður í Bílabúð Benna, hlutu brautargengi. Fyrir í stjórn Haga voru Erna Gísla- dóttir, forstjóri BL, Kristín Friðgeirs- dóttir, kennari við London Business School, Sigurður Arnar Sigurðsson ráðgjafi og Stefán Árni Auðólfsson, héraðsdómslögmaður og stjórnar- maður í Símanum. – hvj Davíð nýr í stjórn Haga 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.