Fréttablaðið - 07.06.2017, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 07.06.2017, Qupperneq 26
Hinn 30. nóv. 2017 voru liðin 10 ár frá gangsetningu Kára-hnjúkavirkjunar. Kára- hnjúkavirkjun ásamt byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði eru tvímælalaust umdeildustu framkvæmdir á lýð- veldistímanum og þótt lengra sé aftur farið. Því valda umhverfisspjöll þau, sem virkjunin hafði í för með sér, sem snertu í raun allt svæðið frá jökli út til Héraðsflóa, en þó mest og alvarlegust hvað Lagarfljót snertir. Við virkjun- ina tvöfaldaðist rennsli Fljótsins og vatnsborð hækkaði með tilheyrandi landbroti, einkum utan Lagarfoss, gegnsæi minnkaði um helming vegna stóraukins svifaurs frá Hálslóni, sem þýðir versnandi lífsskilyrði, eins og nú þegar er komið í ljós. Útlit Fljótsins hefur tekið verulegum breytingum. Það hefur nú fengið á sig korglitaðan eða dökkan lit í stað hins blágráa eða gulgræna litar, sem það áður hafði, en er nú gjörsamlega horfinn. Ótalin eru áhrif sk. Hraunaveitu á rennsli og marga fossa í Jökulsá og Kelduá í Fljótsdal, sem eru nú aðeins svipur hjá sjón stærstan hluta ársins. Óþarft er að rifja upp gífurlega andstöðu gegn virkjuninni og aðvör- unarorð færustu sérfræðinga við afleiðingum hennar. Það er flestum í fersku minni. Á slíkt var ekki hlustað. Ríkisstjórnir, sem sátu að völdum á framkvæmdatíma, voru ákveðnar í að virkja, hvað sem andmælum liði. Þar var þó hlutur tveggja ráðherra verst- ur, þeirra Valgerðar Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra og Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra sem gaf grænt ljós á byggingu virkjunarinnar þrátt fyrir úrskurð Skipulagsstofnunar, sem hafnað hafði virkjunartilhögun alfarið vegna „of mikilla óafturkræfra, neikvæðra umhverfisáhrifa“. Nöfn þessara ágætu kvenna munu verða órjúfanlega tengd byggingu Kára- hnjúkavirkjunar, ásamt nafni Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkj- unar, en hversu mikill heiður fylgir því, skal ósagt látið. Missa íbúa Nú þegar Kárahnjúkavirkjun hefur verið starfrækt í áratug, er ekki úr vegi að skoða, hver áhrif virkjunar og stóriðju hafa orðið á atvinnulíf og íbúaþróun á Austurlandi. Er þá fyrst til að taka, að nær öll aðvörunar- orð andstæðinga virkjunarinnar, hvað snertir náttúruspjöll af hennar völdum, hafa ræst og raunar skjótar en flesta grunaði. Í þessu sambandi er fróðlegt að vitna í samantekt Björns Hafþórs Guðmundssonar, fv. framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), um búsetuþróun og íbúafjölda á Austurlandi á árunum 1991-2014 með tilkomu stóriðju á Reyðarfirði það tímabil, sem birtist í tímaritinu Glettingi á Egilsstöðum, 25. árg. 2. tbl. 2015. Þar telur Björn ljóst, að spár um verulega fólksfjölgun á Austurlandi í kjölfar byggingar álversins hafi ekki gengið eftir. Þegar hann er spurður, í hverju spárnar hafi brugðist, svarar hann: „Íbúum hefur fækkað meir en góðu hófi gegnir til „jaðranna“, þegar á heildina er litið. Þess vegna hefur okkur ekki verið að fjölga, þrátt fyrir tilkomu álversins, enda aldrei mark- visst unnið að því að efla svæðið í heild og fjölga eggjunum í körfunni.“ Þessu til viðbótar birtir svo ritstjóri Glettings í sama tbl. samantekt um fólksfjöldaþróun í Austurlandskjör- dæmi umrætt tímabil, en þar kemur fram, að í fjórðungnum hefur fjölgað um rúml. 700 manns, en sú fjölgun skilar sér einvörðungu til Reyðar- fjarðarsvæðisins (Fjarðabyggðar) og Héraðs (Egilsstaða). Önnur svæði ýmist halda sínu eða missa íbúa. Heildarmyndin allt tímabilið sýnir fækkun á Austurlandi upp á tæp- lega fimm prósent á sama tíma sem landsmönnum öllum fjölgaði um 26 prósent. (Glettingur, 2. tbl. 2015). Að vísu eru nú liðin fjögur ár síðan úttekt þessi var gerð, en ólíklega hefur stað- an breyst verulega síðan. Fólksflótti af Austurlandi hefur ekki stöðvast þrátt fyrir tilkomu stóriðjunnar, enda vitað, að erfitt er að stýra íbúaþróun, þar kemur margt fleira til en atvinna. Það hljóta engu að síður að vera vonbrigði, ekki síst í ljósi væntinga og þess gífur- lega fjármagns, sem lagt var í virkjana- framkvæmdir og e.t.v. hefði mátt nýta að einhverju leyti til annars konar og fjölbreyttari atvinnuuppbyggingar, sem komið hefði fjórðungnum og öllum íbúum hans að betra gagni. Á tíu ára stóriðjuafmæli búa Aust- firðingar við umbreytt og skemmt Lagarfljót, sem bæði hefur skipt um lit og lögun. Erfitt hlýtur að vera fyrir margan Héraðsbúa að horfast í augu við, að sú skuli orðin raunin með sjálft Lagarfljótið, stolt okkar Austfirðinga og eitt mesta og þekktasta vatnsfall landsins. Mér er til efs, að slíkt hefði getað gerst í nokkru lýðræðisríki nema Íslandi. Trúlega verður Kárahnjúka- virkjun síðasta stóra vatnsaflsvirkjun á Íslandi, svo mjög hefur viðhorf fólks til umhverfisins breyst nú síðustu árin. Hún verður áminning um, að slíkt megi aldrei endurtaka sig. Höfum við gengið til góðs? Tíu ára afmæli Kárahnjúkavirkjunar Reykvíkingar – og raunar heimurinn allur – standa frammi fyrir tæknikerfis- breytingu. Orkuskipti í sam- göngum eru fyrir dyrum og margt bendir til að þau gerist hraðar en nokkurn hefði órað fyrir. Rafbílar munu hratt leysa bensín- og dísil- bíla af hólmi, sem mun hafa jákvæð umhverfisáhrif fyrir veröldina en einnig leiða til mikils þjóðhagslegs sparnaðar fyrir Íslendinga. Tæknisagan kennir okkur þó að breytingar innan ramma ríkjandi tæknikerfis eru alltaf flóknar og erfiðar. Skipulagslegar ákvarðanir sem teknar voru út frá eldri tækni geta reynst heftandi og skapað vandamál við innleiðingu nýs tækjabúnaðar. Reglulega fáum við fregnir af nýjum áföngum í rafbílavæðingu landsins, þar sem sýndar eru myndir af stjórnmálamönnum og stjórnendum orkufyrirtækja taka í notkun hraðhleðslustöðvar á víð og dreif um landið. Sjálfsagt er að fagna því, enda mun þéttara net slíkra stöðva greiða fyrir ferða- lögum út á land og því ryðja úr vegi hindrunum fyrir því að fólk kaupi sér rafbíl. En þótt vígsluathafnir af þessum toga séu myndrænar, taka þær ekki nema á litlum hluta þess sem gera þarf til að greiða fyrir orkuskipt- unum. Hraðhleðslustöðvar munu þegar fram í sækir ekki verða nema jaðarstærð þegar kemur að því að knýja bílaflota landsmanna. Þær eru í grunninn leifar af því tækni- kerfi sem við erum að kveðja og byggir á því að ökumenn keyri farartæki sín á bensínstöð/hleðslu- stöð og fylli af orku. Í framtíðinni verða þessar stöðvar neyðarbrauð þegar geymirinn tæmist á ferðalagi. Obbinn af öllum bílhleðslum mun eiga sér stað við heimahús eða á vinnustað. Það verður svo tækni- manna að finna útfærslur á því hvernig best verður rukkað fyrir þær hleðslur. En hér erum við einmitt komin að stóru spurningunni. Hvernig mun okkur takast að byggja upp slíkt innviðakerfi innan núverandi borgar- og bæjarmyndar um land allt? Íbúi í einbýlishúsi með heim- reið og bílskúr mun vandkvæða- lítið geta tengt rafmagnstengil í sitt einkastæði. Sama gildir um hátt- settu stjórnendurna í fyrirtækjum og stofnunum, sem geta afmarkað einkastæði rafbíla við vinnustað- inn. En hvað með þau sem búa í blokk? Hvað með þau sem búa við eldri götur borgarinnar þar sem bílum er lagt úti í götu og enginn á afmarkað stæði? Hvað með þau sem sækja skóla eða vinnu á stóra vinnustaði á bílum sínum, þar sem hver grípur það stæði sem býðst? Er ekki raunveruleg hætta á því að einungis efnafólk eigi kost á að taka þátt í þessari mikilvægu tækni- breytingu? Sá sem þetta ritar er formaður húsfélags í fjölbýlishúsi hér í borg. Íbúar hússins hafa sett sér metn- aðarfull markmið um að ýta undir rafbílavæðingu. Í samskiptum okkar við (annars mjög velviljaða) starfsmenn Reykjavíkurborgar, hefur komið í ljós hversu skammt á veg borgin er komin í að huga að þessari endurnýjun innviða. Afar erfitt reyndist að fá nokkra ráðgjöf um mögulegar útfærslur. Lítil eða engin svör var að finna við tækni- legum spurningum. Eins og staðan er í dag þarf hvert einasta húsfélag og hver einasti borgarbúi með metnað fyrir orkuskiptum að finna upp hjólið. Hraðhleðslustöðvar við þjóð- veginn eru fínar, en þegar kemur að stóru myndinni þurfum við hag- nýtar og viðráðanlegar lausnir til að koma upp nýju tæknikerfi innan núverandi borgarmyndar. Við þurf- um að grafa lagnastokka í götur í eldri hverfum borgarinnar svo unnt sé að setja upp hleðslustaura og setja reglur um aðgengi að þeim stæðum. Við þurfum ráðgjafarþjón- ustu fyrir húsfélög og starfsfólk sem sýnir frumkvæði að því að hanna og kynna mögulegar útfærslur að hleðslukerfum við ólíkar aðstæður út um allan bæ. Þessi vinna mun að sjálfsögðu þurfa að vinnast í fullu samstarfi við orkufyrirtæki borg- arinnar. Þetta er eitt mikilvægasta umhverfis málið sem við okkur Reykvíkingum blasir. Á komandi kjörtímabili verður kominn tími til að tengja. Er ekki tími til kominn að tengja? Hvort sem við búum í þétt-býlu eða strjálbýlu sam-félagi er öryggi fjölskyld- unnar og heimilisins í forgangi en algengustu ógnanirnar þar eru einkum tvær: Brunahætta og inn- brot eða umferð óboðinna gesta. Nýlegir alvarlegir eldsvoðar, bæði í stigahúsum fjölbýlishúsa og í atvinnuhúsnæði, sýna okkur að þrátt fyrir opinberar kröfur og reglugerðir þurfa eigendur sjálfir að vera á varðbergi gagnvart aðsteðjandi ógnunum því reglu- gerðir sjá ekki allt fyrir varðandi einstakar fasteignir. Þar hvílir ábyrgðin fyrst og síðast hjá eigend- unum sjálfum. Þau úrræði sem eigendur hafa til að minnka líkur á eldsvoða eða tjóni af þeim völdum eru t.d. sam- stillt átak við uppsetningu slökkvi- tækja og -búnaðar, uppsetning reykskynjara og samtenging þeirra, uppsetning og vöktun á bruna- öryggiskerfum og fleira. Ef þú býrð í fjölbýlishúsi á íbúðin þín að vera sjálfstætt brunahólf og vert að kanna hvort frágangur á veggjum, lofti, gólfi og hurðum að sameign sé ekki örugglega með þeim hætti að eldur geti ekki breiðst út á milli íbúða. Í eldri húsum þarf að huga sérlega vel að öryggismálum, enda óvíst að bygg- ingarreglugerðir sem þá giltu upp- fylli allar þær öryggiskröfur sem gerðar eru í dag. Þar er t.d. rétt að huga að úrbótum á brunahólfum, t.d. með endurnýjun millihurða og brunaþéttingum samkvæmt viður- kenndum aðferðum. Þá þarf sér- staklega að huga að brunavörnum í sorpgeymslum innandyra, geymsl- um og geymslugöngum. Einnig þarf að árétta og fylgja eftir reglum um hvað má geyma í sameign og í eldri húsum getur þurft að endurnýja rafmagnstöflur og jafnvel lagnir. Æskilegt væri að framkvæma bruna- og rýmingaræfingar í fjöl- býlishúsum, ásamt því að prófa viðvörunar- og eldvarnarbúnað. Reynslan sýnir enn fremur að huga þarf sérstaklega að öryggismálum í fjölbýlishúsum fyrir eldri borg- ara, enda fylgir aukin slysahætta óneitan lega hækkandi aldri. Aðgangsstýring og eftirlit Með aukinni skipulagðri glæpa- starfsemi og tíðari innbrotum hafa húseigendur í vaxandi mæli tekið upp nútímalegri og tækni- legri aðgangsstýringar að eignum sínum til að hafa betra yfirlit yfir hverjir hafa að þeim aðgang. Þann- ig eru t.d. nýrri fjölbýlishús gjarnan með bílakjallara sem aukið hefur til muna þörfina fyrir góða aðgangs- stýringu. Eftirlitsmyndavélum og til- heyrandi tækni hefur fleygt mikið fram á síðustu misserum og hefur uppsetning þeirra fælingaráhrif gagnvart óæskilegri umgengni og þjófnaði og myndefni úr þeim getur hjálpað til við að rekja slóð ef um gripdeildir eða skemmdarverk hefur verið að ræða. Hafa eigendur fjölbýlishúsa sett upp slíkar eftir- litsmyndavélar en rétt er að minna á ákvæði persónuverndarlaga, ef setja á slíkan búnað upp, sem og reglur um það hverjir megi hafa aðgang að slíku myndefni. Erfitt er að mæla árangur af auknum ráðstöfunum í öryggis- málum en ef marka má verð bruna- trygginga fasteigna hefur kostnað- ur vegna tjóna af völdum eldsvoða farið ört vaxandi undanfarin ár. Þá sjáum við að kostnaður við öryggis- og aðgangsmál í fjölbýlishúsum, sem eru í þjónustu hjá okkur, hefur aukist um 48% að meðaltali á hverja íbúð. Þá aukningu má að einhverju leyti rekja til nýrri fast- eigna en þar virðast eigendur leggja meiri áherslu á forvarnir. Með stærri og flóknari fjöleignar- húsum, hækkandi aldri þjóðarinn- ar og aukinni kaupgetu er líka full þörf á að stjórnvöld séu í takt við tímann og auki kröfur um eldvarnir bygginga. Því hvetjum við bæði eigendur fasteigna og ekki síður stjórnvöld til að sýna frumkvæði og efla bæði forvarnir og eftirlit. Slysin gera ekki boð á undan sér! Öryggismál og fjölbýlishús Ólafur Hallgrímsson fv. sóknarprestur Stefán Pálsson tæknisagn- fræðingur Afar erfitt reyndist að fá nokkra ráðgjöf um mögu- legar útfærslur. Lítil eða engin svör var að finna við tæknilegum spurningum. Eins og staðan er í dag þarf hvert einasta húsfélag og hver einasti borgarbúi með metnað fyrir orkuskiptum að finna upp hjólið. Trúlega verður Kárahnjúka- virkjun síðasta stóra vatns- aflsvirkjun á Íslandi, svo mjög hefur viðhorf fólks til umhverfisins breyst nú síðustu árin. Hún verður áminning um, að slíkt megi aldrei endurtaka sig. Daníel Árnason framkvæmda- stjóri Eigna- umsjónar 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R26 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.