Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 48
MAÐUR GETUR EKKI SNIÐGENGIÐ EITT- HVAÐ SEM MANNI ÞYKIR VÆNT UM ÞÓTT ÞAÐ HAFI VERIÐ GENGIÐ Í SKROKK Á ÞVÍ. Ósk Vilhjálmsdóttir E inskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein? er viðamesta sýning Lista-safns Reykjavíkur á yfir-standandi sýningarári og er hluti af Listahá- tíð. Verk eftir fjölmarga íslenska myndlistarmenn eru á sýningunni sem er haldin á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu. Ósk Vilhjálmsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir eru í hópi þeirra listamanna sem sýna í Hafnarhúsinu. Hversu þungt er eitt sms? Verk Steinunnar heitir 360 gráður – Óveruleg þyngd ósýnileikans. „Verkið er í mínum huga einhvers konar portrettmynd af samtíma- manninum, okkur, og sýnir ástand- ið þegar við sökkvum okkur inn í víðáttur internetsins. Á sama tíma dreg ég fram efnisleikann á bak við tilvist tölvuheimsins,“ segir Stein- unn. „Hugmyndin bak við það kom fyrst til mín fyrir rúmum ára- tug þegar vinur minn spurði mig: Hversu þungt er eitt sms? Ég hafði aldrei hugsað út í þetta, þannig að spurningin var uppljómun fyrir mig. Það eru allir þessir rafmagns- kaplar, öll möstrin, gagnaverin og ótalmargt fleira sem þarf svo þessar stafrænu boðleiðir séu mögulegar. Þetta virkar allt svo ósýnilegt, jafn- vel göldrótt, því þessi léttu tæki eru þráðlaus og við verðum lítið vör við efnisleikann. Fyrst og fremst langaði mig til að reyna að birta okkur þessa þyngd. Í verkinu er ég því líka að taka inn þræði sem snúa að náttúruvernd og iðnaði. Á sínum tíma var stöðugt verið að krefja náttúruverndar- sinna, til dæmis andstæðinga Kára- hnjúkavirkjunar, um það hvað þeir vildu að kæmi í staðinn. Sumir féllu í þá gildru að finnast þeir knúnir til að svara spurningunni með efna- hagslegum rökum og sögðu: Við vilj- um túrisma. En túrismi er iðnaður. Iðnaður er í eðli sínu mengandi fyr- irbæri og inniheldur alltaf arðrán, bæði á náttúrunni, fólki og dýrum. Nú er bæði komin stóriðja og ferða- mannaiðnaður og ýmis áhrif eru orðin sýnileg. Einn og sér mengar flugvélaflotinn sem fer hér yfir lík- lega á við öll orkuverin og álverin og landið hefur aldrei verið snert af jafn mörgum mannslíkömum og tækjum eins og núna. Og aldrei er komið nóg – það þarf alltaf meira. Í dag benda sumir náttúruverndar- sinnar á hátækniiðnaðinn sem nýja lausn líkt og honum fylgi enginn efnisveruleiki, engin mengun og hann sé ekki partur af arðránskerf- inu. En þó ætti flestum að vera ljóst að til að þjóna hátækniiðnaðinum er fólk í þrælavinnu annars staðar í heiminum og það þarf gríðarlegan námugröft og málmvinnslu sem er auðvitað jafn viðbjóðsleg og skaðleg fyrir vistkerfið hvort sem hún á sér stað hér eða annars staðar. Það eru meðal annars þessir þræðir sem ég flétta inn í þetta verk mitt.“ Landslag sem enginn hefur séð Ósk Vilhjálmsdóttir er á nokkuð öðrum slóðum í sínu verki sem er stórt vídeóverk sem heitir Land undir fót, en sjö skjávarpar varpa risastórum myndum af leiðangri í kringum Hálslón á tjöld strekkt á milli súlnanna í B-sal Hafnarhúss- ins. „Ég er á fáförnum slóðum þar sem enginn ferðast um. Þetta er sá staður í veröldinni sem ég þekki best en er ekki til lengur. Það er búið að eyða honum, hann er á botninum á Hálslóni,“ segir Ósk. „Ég dvaldi þarna öll sumur og gekk með fólki um svæðið. Það er mjög skrýtið að þekkja eitthvað nánast eins og lófann á sér og svo allt í einu er það ekki til lengur. Lengi gat ég ekki hugsað mér að líta svæðið augum en á endanum, þegar liðin voru 10 ár, fann ég að ég varð að fara aftur á þessar slóðir. Maður getur ekki sniðgengið eitthvað sem manni þykir vænt um þótt það hafi verið gengið í skrokk á því. Ég lagði af stað með vídeókameru á bringunni og aðra á hausnum sem námu það sem fyrir augu bar, ég tók enga ákvörðun sjálf um hvað væri áhugavert, linsan og hreyfingar líkamans stjórnuðu vali á mynd- efni. Ég fór frá jökli, Vesturöræfa- megin og fylgdi þessu nýja landslagi umhverfis lónið, þetta var tæplega 70 kílómetra leið sem ég fór á þrem- ur dögum. Ég var mjög hissa þegar ég kom að svæðinu aftur. Þvílík umbreyt- ing á landslagi. Þetta er eiginlega handan við það sem er gott eða vont. Vatnið í lóninu er ekki vont þótt það sé búið að koma því þarna fyrir. Dýrsleg forvitni yfirtók allt hjá mér, þarna var kominn fjörður og mýrar, litlir lækir og hnausþykk rofabörð allt í kring. Algjörlega nýtt landslag. Ætli ég sé ekki eina mann- eskjan sem hefur gengið þessa leið í kringum lónið. Þannig að mynd- irnar sýna landslag sem sennilega enginn hefur séð.“ Myndlist er frumsköpunarafl Þar sem náttúran og náttúruvernd leikur svo stórt hlutverk í verkum listakvennanna eru þær spurðar hvort þær telji sig sem listamenn geta haft ákveðin áhrif á sam- félagsumræðu um náttúruvernd. „Maður veit það aldrei alveg,“ segir Ósk. „Myndlist er í eðli sínu frum- sköpunarafl, þar ríkir fullkomið frelsi hugans og myndlistarmaður- inn ræður hvernig hann fer með það og hvað hann gerir. Allt sem maður gerir litast af því hver maður er og hvernig maður hugsar. Mér finnst mikilvægt að gefa sér frelsi, vera opinn og leyfa hugsuninni að flæða án þess að vera að velta því fyrir sér hvort hún tengist listsköpun eða einhverju öðru. Ég vinn gjarnan á þeim jaðri.“ „Ég þekki það, eins og flestir, að hafa orðið fyrir svo sterkum hug- hrifum af verkum að þau hafa beinlínis breytt mér. En þau áhrif eru óútreiknanleg og ekki endi- lega tengd því sem listamaður verksins hafði í huga þegar hann skapaði það,“ segir Steinunn. „Ég er því ekki að velta mikið fyrir mér áhrifum verka minna á aðra. Um leið og ég er búin með verk verð ég að sleppa af því tökunum. En varðandi spurninguna um áhrif þá er það stundum þannig að lista- menn lesa í aðstæður, greina þá stefnu sem er í gangi og sjá fram í tímann. Simpson-sjónvarpsþætt- irnir eru sköpun, þar var talað um Donald Trump sem forseta Banda- ríkjanna mörgum árum áður en hann varð forseti. Það er ágætis dæmi um það hvernig skapandi fólk getur greint samfélagsþróun.“ Mynd af samtímamanninum og dýrsleg forvitni Ósk Vilhjálmsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir sýna í Hafnarhúsinu. Ósk sýnir vídeóverk um landslag sem sennilega enginn hefur séð. Steinunn tekur inn í verk sitt þræði sem snúa að náttúruvernd og iðnaði. Steinunn og Ósk fyrir framan vídeóverk eftir þá síðarnefndu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 360 gráður – Óveruleg þyngd ósýnileikans er verk Steinunnar á sýningunni í Hafnarhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.