Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 50

Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 50
DANS Óður og Flexa – rafmagnað ævintýri ★★★ ★★ Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir Flytjendur: Höfundar ásamt Er- nesto Camilo Aðldazabal Valdes. Leikstjóri: Pétur Ármannsson Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Ljósahönnun: Kjartan Darri Krist- jánsson Búningar og sviðsmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir Borgarleikhúsið 2. júní 2018 Þegar áhorfendur hittu Óð og Flexu fyrst árið 2014 voru þau börn í ofurhetjuleik heima í stofu sem létu ímyndunaraflið leiða sig í leiknum. Þá voru þau tvö á sviðinu og léku sér við hvort annað í kúnstugum sófa. Vináttan var í for- grunni með öllu sem henni fylgir. Árið 2016 birtust Óður og Flexa aftur á sviðinu en þá til að halda upp á afmæli. Eins og í fyrsta verkinu var ímyndunaraflið í aðalhlutverki og áhorfendur fengu að sjá hvernig leikurinn þróaðist með hjálp þess. Í þetta skipti urðu draumar og ævin- týraheimur þeirra vinanna sýnileg áhorfendum þegar fígúrur sem börnin hafa búið til úr prumpu- slími lifna við. Ævintýrið tók síðan yfir leik barnanna og með aðstoð sögumannsins Glæsibuxna hurfu vinirnir og áhorfendur inni í annan heim. Í verkinu Óður og Flexa – raf- magnað ævintýri, sem nú er sýnt sem hluti af Listahátíð í Reykjavík, eru hversdagsbörnin Óður og Flexa nánast horfin en ofurhetjukarakt- erarnir Óður og Flexa eingöngu sýnilegir. Núna eru áhorfendurnir ekkert leiddir inn í ævintýraheima ímyndunarafls síns heldur er ævin- týrið þegar hafið þegar verkið hefst. Hannes Þór og Þyri Huld, höfund- ar verksins, hafa þróað karakterana í átt að sterkara látbragði og leik með líkamsfærni sína. Öll tjáning er orðin ýktari og börnin Óður og Flexa sem einkenndust af einlægni og leik í fyrsta verkinu hafa vikið fyrir karakterunum Óð og Flexu sem minna meira á trúða. Þyri hefur frá fyrstu tíð á sviði Borgarleikhússins sýnt óvenju mikla og sérstaka fimi sem nýtur sín ekki síst í hlutverki Flexu. Hannes hefur þroskað með sér aukið vald yfir líkamlegu látbragði sem gerir samspil þeirra skemmtilegt. Strax í upphafsatriðinu er tónninn sleginn því þegar Óður og Flexa hefja leik þá láta líkamar þeirra ekki að stjórn með tilheyrandi uppákomum og skemmtun fyrir áhorfendur. Þessar kúnstir náðu salnum sem veltist um af hlátri. Líkamsbeitingin í sýningunni tengdist síðan á skemmtilegan hátt mismunandi dansstílum bæði úr ranni listdansins og félagslegra dansa. Eins og í fyrri verkum var áhorfendum boðið upp á fallegar samtímadanssenur á milli þess sem almennari dansspor eins og línu- dans og salsa voru stigin. Bæði Þyri og Hannes voru frábær í öllu sem þau gerðu. Mitt í tiltekt- inni allri hjá Óð og Flexu fengu þau heimsókn frá dularfullu vélmenni að nafni Rafmax sem túlkað var af Ernesto Camilio. Þrátt fyrir að vera stirt í upphafi sýndi það veru- lega góða danstakta og hreyfifærni um leið og það komst af stað. Sam- spil þeirra allra þriggja var mjög skemmtilegt. Söguþráðurinn í verkinu er ekkert sérlega merkilegur né boð- skapurinn áhrifamikill en það skipti ekki endilega máli. Það voru annars konar töfrar sem glöddu og heilluðu áhorfendur, eða eins og samferða- maður minn á sýninguna sagði: „Það er ekkert leiðinlegt í verkinu það er bara skemmtilegt.“ Þær 45 mínútur sem verkið stóð voru fljótar að líða enda alltaf eitt- hvað nýtt og spennandi að gerast. Frammistaða allra á sviðinu var með ólíkindum og verkið rann vel. Það var ekki síst gleði og aðdáun sem verkið vakti hjá áhorfendum sem voru á þeirri sýningu sem undir- rituð fór ár, heldur yngri en þeim sem verið höfðu á fyrri verkunum um þau Óð og Flexu. Hljóðmyndin, samsett af hljóðum tengdum rafmagni og vel þekktri eðaltónlist, var grípandi og flott. Lýsingin sem lék líka stórt hlut- verk, enda var aðalþema verksins rafmagn, virkaði einnig mjög vel. Búningarnir voru litríkir og flottir sem og sviðsmyndin, þrjár drasl- hrúgur á gólfinu – efni verksins var tiltekt eftir afmælið – og þrír stórir ljósarammar. Oftast í dansverkum er hlutverk umgjarðar eins og hljóðs, lýsingar og sviðs að undirstrika og styrkja sjálfan dansinn. Í þessu verki urðu ljósin og sviðsmyndin nánast eins og viðbótarkarakterar. Þessi sýning var allsherjar húllumhæ, fjör og kraftur þar sem hreyfing, hljóð og ljós heillaði áhorfendur. Sesselja Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Fjörug og flott sýning þar sem áhorfendur fengu að sjá mátt leik- hústækninnar og mannslíkamans. Rafmagnað sjónarspil Ofurhetjurnar eru í essinu sínu í dansverkinu Óður og Flexa – rafmagnað ævintýri. MYND/JÓNATAN GRÉTARSSON Við hjónin höfum starfað mikið saman í tónlistinni en nú erum við með nýtt form því við blönd-um saman tónum og tali,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir um dagskrána Hamskipti sem hún, eiginmaðurinn Hjalti Jónsson og Valmar Valjaots standa að undir yfirskriftinni Hamskipti. Þau verða í Hofi á Akureyri í kvöld klukkan 20.30 en eiga að baki ferðalag með efnið um Norðurlandið endilangt, frá Þórshöfn í austri til Blönduóss í vestri. „Svo ætlum við að vera í Grímsey á sumarsólstöðum,“ upp- lýsir Lára Sóley glaðlega. Lára Sóley er fiðluleikari og hefur verið konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands, Hjalti er menntaður í klassískum söng, spilar á gítar og er sálfræðingur og Valmar Valjaots er organisti Glerárkirkju, hann er frá Eistlandi en hefur verið búsettur á Íslandi í á þriðja áratug og er virkur í tónlistarlífinu fyrir norðan. Hann spilar á píanó á þess- um tónleikum. „Við spjöllum á per- sónulegum nótum um eigið líf inn á milli laga og Hjalti fléttar inn í það sálfræðilegum pælingum,“ lýsir Lára Sóley og heldur áfram: „Tónlistin er frá ólíkum tímabilum, þar koma Presley, Platters og Metallica við sögu og svo klassík – sérstök blanda en býsna fjölbreytt. Við renndum blint í sjóinn með þetta prógramm en höfum fengið góðar viðtökur svo það hefur gengið upp.“ Tónleikar og spjall á persónlegum nótum í Hofi Tónlistarparið Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson ásamt Valmar Valjaots organista heldur tónleika með sálfræðitvisti í Hofi á Akureyri í kvöld. Þau hafa flutt þá víða á Norðurlandi en eiga Grímsey eftir. Lára Sóley og Hjalti hafa starfað mikið saman í tónlist og nú blanda þau sögum úr eigin lífi inn í tónleikadagskrána sem hefur yfirskriftina Hamskipti. MYND/AUÐUNN NÍELSSON TÓNLISTIN ER FRÁ ÓLÍKUM TÍMABILUM, ÞAR KOMA PRESLEY, PLATTERS OG METALLICA VIÐ SÖGU OG SVO KLASSÍK – SÉRSTÖK BLANDA EN BÝSNA FJÖLBREYTT. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.