Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 54

Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 54
Njóttu þess að fara í sund / sjósund Verndaðu eyrun með Ear Band-It Ultra eyrnaböndum og eyrnatöppum Fæst í apótekum, Sundlaug Kópavogs, Útilíf, Heimkaup og barnavöruverslunum. Pakkinn inniheldur bæði eyrnatappa og eyrnaband. EAR CARE BAND-IT vörurnar eru hannaðar af Háls-, nef- og eyrnalækni og voru sérstaklega þróaðar fyrir börn með rör í eyrum og fyrir þá sem eru viðkvæmir og vilja halda vatni frá eyrum og eyrnatöppum á réttum stað. einu sinni fyrir sex ára aldur. Með því að nota EAR BAND-It eyrnatappa og eyrnabandið getur þú komið í veg fyrir að vatn komist inn í eyrun og þar að leiðandi gerir það að verkum að börn, fullorðnir og allir sund iðkendur geta verið áhyggjulausir í vatni. Verndar viðkvæm eyru – hentar bæði börnum og fullorðnum Til í þremur stærðum. S - frá 1. til 3. ára L - frá 10 ára og eldri ( fullorðnir ) 7. JÚNÍ 2018 Tónlist Hvað? Hamskipti, tónleikar með sál- fræðitvisti Hvenær? 20.30 Hvar? Hof, Akureyri Tónlistarparið Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson ásamt hinum góðkunna Valmari Valjaots halda tónleika í Hofi. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röð undir yfirskriftinni Hamskipti sem þau hafa staðið fyrir nú í vor og sumar víða um Norðurland. Á tónleikunum flytja þau fjöl- breytta tónlist, klassík, þunga- rokk og allt þar á milli. Tónlistin er fléttuð saman með frásögnum og sálfræðilegum pælingum um samskipti fólks og áhrif tónlistar á lífið, en Hjalti starfar sem sálfræð- ingur ásamt því að vera tónlistar- maður. „Markmið tónleikanna er að áhorfendur eigi notalega kvöldstund þar sem við flytjum fjölbreytilega tónlist, spjöllum á persónulegum nótum um eigið líf og spinnum út frá því sálfræði- legar pælingar. Þetta er svolítið eins og fyrsti tími hjá sálfræðingi,“ segir Hjalti. Hvað? Geisha Cartel útgáfupartí Hvenær? 21.00 Hvar? Prikið, Bankastræti Fyrsta plata Geisha Cartel kemur loks út nú 7. Júní. Komið og fagnið með á Prikinu. Hvað? Behzod spilar Rakhmanínov Hvenær? 19.30 Hvar? Harpa Undrabarnið frá Úsbekistan, Beh- zod Abduraimov, spilaði sig inn í hjörtu tónleikagesta Sinfóníu- hljómsveitar Íslands haustið 2015 þegar hann lék píanókonsert eftir Prokofíev með slíkum tilþrifum að tónleikagestir supu hveljur af hrifningu. Nú snýr hann aftur með einn vinsælasta konsert allra tíma í farteskinu. Píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov er ljóð- rænn og tilþrifamikill í senn, sannkölluð flugeldasýning fyrir þá sem hafa gaman af píanóleik eins og hann gerist bestur. Viðburðir Hvað? The Lover Hvenær? 20.00 Hvar? Tjarnarbíó The Lover er sjónrænt dans- verk, hugleiðing um samband manns og náttúru. Fjallað er um tengslin milli tilvistar, híbýla og aðstæðna mannverunnar í eilífðar samhengi. Hvernig maðurinn og jörðin bæði skapa og eyða. Hvernig manneskjan býr í nátt- úrunni og hvernig náttúran býr í mannskepnunni. Líkami Báru og umhverfi hans eru í stöðugri þróun og umbreytingu á meðan á sýningunni stendur. Í verkinu er áhorfendum boðið í rými til íhugunar; hvað er mennskt, hvað er dýrslegt, hvað er náttúrulegt, hvað er af mannavöldum, hvað er lífrænt … Hvað? Box – Skeifunni Hvenær? 12.00 og 17.00 Hvar? Skeifan Box – Skeifunni verður opnað fimmtudaginn 7. júní klukkan 12.00 Á svæðinu verður fjöldi seljenda bæði matar og drykkjar, einnig verður á svæðinu risaskjár, frábær tónlistaratriði og pop-up búðir (opnaðar þarnæstu helgi). Box – Skeifunni verður opið alla fimmtudaga til sunnudaga frá 7. júní til 29. júlí. Þeir selj- endur sem verða á svæðinu fyrstu helgina eru KO:Re, Jömm, Krúska, Magellan, Skræðuvagninn, Naustið, Indican, Flatbökubíllinn, Prikið, Vöffluvagninn, Box-barinn og fleiri. (ATH. breytingar geta orðið á seljendum eftir dögum.) Sýningar Hvað? Djúpþrýstingur Hvenær? 18.00 Hvar? Nýlistasafnið Nýlistasafnið býður ykkur hjartan lega velkomin á opnun afmælissýningar Nýló í dag. Nýlistasafnið (Nýló) var stofnað árið 1978 af hópi 27 listamanna og er í dag eitt elsta safn og sýn- ingarrými í Evrópu sem rekið er af listamönnum. Í fjörutíu ára sögu Nýló hafa yfir 2.500 íslenskir og erlendir listamenn komið að sýn- ingum og viðburðum í safninu. Hvað? 111 – Ljósmyndasýning Spessa á Listahátíð í Reykjavík Hvenær? 14.00 Hvar? Rýmd, Völvufelli Breiðholtið og stoltir íbúar þess birtast í öllum sínum fjölbreyti- leika í nýrri röð ljósmynda Spessa sem sýndar eru í galleríinu Rýmd í Völvufelli. Portrettmyndir Spessa úr póstnúmerinu 111 bera það með sér að hann hefur komist í nálægð við alls konar fólk sem byggir Breiðholtið. Hann gætir þess að halda hæfilegri fjarlægð af virðingu við viðfangsefnið. Hér er á ferðinni örsaga kynslóða í hverfi sem á margan hátt er óvenjulegt í borginni. Hvað? Pillow Talk – Listahátíð í Reykjavík Hvenær? 17.00 Hvar? Norræna húsið Koddahjal eða „Pillow Talk“ gefur innsýn í líf hælisleitenda og flótta- fólks á Íslandi með því að bjóða fólki að setja sig í spor þeirra og hlusta á sögur þess. Hátölurum hefur verið komið fyrir í rúmum, sem notuð eru fyrir hælisleit- endur, og þátttakendum býðst að leggjast í rúmin og hlusta á frásagnir fólksins. Sögurnar eru vandasamlega settar fram með það að markmiði að gefa þátt- takendum nýja leið til að skilja „sögur flóttafólks“. Hvað? Street View (Reassembled) á Listahátið í Reykjavík Hvenær? 17.00 Hvar? Norræna húsið Listaverk finnska listamannsins Anssi Pulkkinen samanstendur af rústum heimila sem hafa verið fluttar frá Sýrlandi sjóleiðina til Evrópu. Efniviðurinn var keyptur af fyrri eigendum og fluttur burt með fullu samþykki þeirra. Um er að ræða steypt veggjabrot, s.s. stiga og hluta gólfs en ekki er mögulegt að átta sig á uppruna, nákvæmri staðsetningu eða sögu hússins út frá þessum brotum. Hvað? Bókverk Hvenær? 15.30 Hvar? Safnahúsið Á þessari sýningu bókverka eru dregin fram áhugaverð dæmi um skapandi prentverk, bókband og tilraunir með form bókarinnar úr safneign Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Leitað er fanga allt aftur til loka 19. aldar og eru verkin sett í samhengi við bóka- gerð listafólks fram til dagsins í dag. Dieter Roth (1930-1989), sem var einn af frumkvöðlum bók- verkagerðar í heiminum, vann sín fyrstu bókverk hér á landi í kringum 1957 og ruddi brautina fyrir bókverkagerð íslensks lista- fólks. Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur Hvar@frettabladid.is Box verður opnað í dag – matur og stuð í Skeifunni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.