Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Blaðsíða 43
12. 9. 1952, unnusta: Þórkatla Aðalsteins-
dóttir, Þorgerður, f. 21. 9. 1953. — Hóf störf
hjá Landsíma íslands 1927. Verkstjóri úti á
landi frá 1940 og yfirverkstjóri hjá bæjar-
simanum í Reykjavík 1954 til dauðadags.
Áhugamaður um bókasöfnun og átti gott
bókasafn.
Sigurður Gunnlaugsson. Sat SVS 1925—27.
F. 5. 10. 1906 á Siglufirði og uppalinn þar.
For.: Gunnlaugur Sigurðsson, f. 9. 4. 1881
á Siglufirði, skipa- og húsasmiður, d. 10. 8.
1951, og Margrét Ólöf Meyvantsdóttir, f.
28. 2. 1882 á Siglufirði, húsmóðir, d. 27. 4.
1947. Maki 30. 11. 1934: Ingibjörg Eggerts-
dóttir, f. 14. 5. 1912 á Akureyri, hjúkrunar-
kona, d. 11. 3. 1969. Börn: Gunnlaugur, f.
20. 9. 1939, skólastjóri Gagnfræðaskóla
Garðabæjar, maki: Gunnlaug Jakobsdóttir,
Jón, f. 12. 9.1945, húsasmíðameistari, maki:
Karlína S. Malmquist, sjúkraþjálfari. — Var
við nám í kvöldskóla á Siglufirði. Fram-
haldsnám í Danmörku 1930 og Lúbeck í
Þýskalandi 1931: útstillingar í verslanir og
gluggaútstillingar ásamt auglýsingateikn-
un. Var á yngri árum við síldarsöltun en
vann í tvö ár við Kf. Þingeyinga, Kf. Sigl-
firðinga og Kf. Isfirðinga. Starfsmaður hjá
Siglufjarðarkaupstað frá 1. 1. 1934 til 1. 1.
1977, innheimtumaður, gjaldkeri og síðustu
fjórtán ár bæjarritari. Er fundarritari bæj-
arstjómar og hefur verið það síðustu 43
ár. Hefur allt frá 1920 tekið mikinn þátt í
störfum ýmissa félaga á Siglufirði, s. s. tó-
baksbindindisfélagsins Gunnars, Góðtempl-
arastúku, ungmennafélags, leikfélags Siglu-
39