Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Blaðsíða 47
son, f. 29. 12. 1878 í Stykkisihólmi, bóndi að
Sælingsdal, d. 6.12.1952, og Ingibjörg Jóns-
dóttir, f. 8. 2. 1857 að Leysingjastöðum í
Hvammssveit, húsmóðir, d. 24. 5. 1946. —
Stundaði nám í verslunarskólanum Skerry’s
College í Edinborg 1928—30. Verkamaður í
Reykjavík og um langt skeið innheimtum.
hjá Gjaldheimtunni. Starfaði í verkamanna-
félaginu Dagsbrún og í samtökum Komm-
únista. Hafði mikinn áhuga fyrir málaralist
og bókmenntum og fylgdist með öllum
menningarmálum.
Vilhjálmur Vigfússon Hjaltalín. Sat SVS
1925-27. F. 31. 12. 1905 í Brokey á Breiða-
firði og uppalinn þar. For.: Vigfús Jónsson
Hjaltalín, f. 4. 10. 1862 í Brokey, bóndi þar
1893—1941, d. 3. 6. 1952, og Kristjana Guð-
björg Kristjánsdóttir, f. 10. 9. 1874 að
Gunnarsstöðum í Hörðudal, Dalasýslu, hús-
móðir, d. 17. 2. 1968. Maki 21. 9. 1940: Jó-
hanna Kristín Guðjónsdóttir, f. 22. 9. 1918
að Reykjadalskoti í Hrunamannahreppi,
Árnessýslu, húsmóðir. Börn: Freysteinn, f.
11. 1. 1942, bóndi og sjómaður, Friðgeir,
f. 13. 10. 1943, bifreiðarstjóri, maki: Sal-
björg Sigríður Nóadóttir, Laufey Gerður,
f. 6. 11. 1949, sjúkraliði, maki: Þorsteinn
Sigurðsson, hárskerameistari, Guðjón, f.
19. 7. 1954, bóndi og sjómaður. — Var einn
vetur í farskóla. Vann að búi foreldra sinna
1927—40. Bóndi í Brokey frá 1941. Endur-
skoðandi Kf. Stykkishólms 1959—75. Um
fjölda ára í hreppsnefnd Skógarstrandar-
hrepps og einnig í sóknamefnd Narfeyrar-
sóknar um langt árabil. Systir, Laufey Vig-
fúsdóttir Hjaltalín, sat skólann 1934—35.
43