Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Blaðsíða 141
arvörður. Böm: Ágúst, f. 19. 1. 1958, Ragn-
ar Sær, f. 3. 8. 1961, Sigríður, f. 31. 8. 1969,
Berglind, f. 9. 5. 1972. — Lauk gagnfræða-
prófi. Stundaði síðar nám við Kennarahá-
skóla íslands og sótti nokkra tíma í heim-
spekideild Háskóla Islands. Var við bygg-
ingarvinnu og landbúnaðarstörf. Um skeið
blaðamaður við dagblaðið Þjóðviljann.
Kennari á grunnskólastigi, síðast í Grinda-
vík. Var ritstjóri skólablaðs Samvinnuskól-
ans, Vefarans. Starfað nokkuð i ungmenna-
félögum og unglingareglu og setið í barna-
verndarnefnd. Gaf út ljóðabókina 1 blásöl-
um, 1957, var um skeið ritstjóri og útgef-
andi tímaritsins Hús og búnaður, hefur
skrifað nokkrar greinar og birt ljóð í ýms-
um blöðum. Hefur mikinn áhuga á íslenskri
tungu og á eitt vandaðasta bókasafn þeirrar
tegundar hér á landi. Var meðal stofnenda
Samtaka móðurmálskennara og Islenska
málfræðifélagsins. Aðrar heimildir: Hún-
vetningaljóð, Breiðfirðingur, Ættir Þing-
eyinga 2. hefti.
Ragnar Gunnarsson. Sat SVS 1955—57. F.
21. 2. 1938 að Ölvaldsstöðum í Mýrasýslu
og uppalinn þar. For.: Gunnar Jónsson, f.
16. 4. 1901 að Jarðlangsstöðum í Mýra-
sýslu, bóndi til 1959, síðan húsvörður í
Reykjavík til 1971, og Hólmfríður Erlends-
dóttir, f. 22. 5. 1907 á Seyðisfirði, húsmóð-
ir, d. 8.3.1963. Maki 29.5. 1965: Ólöf Gests-
dóttir, f. 24. 6. 1937 í Reykjavík, húsmóðir.
Börn: Jónmn Ella, f. 5. 11. 1963, við nám
í menntaskóla, Gunnar Hólm, f. 14. 1. 1966,
137