Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Blaðsíða 162
höjskolen í Kaupmannahöfn. Er nú við nám
í tungumálum við Háskóla íslands. Var
læknaritari og við ýmis skrifstofustörf. Er
nú húsmóðir jafnframt námi. Maki, Engil-
bert Guðmundsson, sat skólann 1965—67 og
systir, Bima Jóhanna Jónasdóttir, 1976—
78.
Jóhanna Sigurðardóttir. Sat SVS 1965—
67. F. 25. 1. 1948 í Reykjavík og uppalin
þar. For.: Sigurður Eyþórsson, f. 9. 10.
1906 að Svarfhóli í Mýrasýslu, húsvörður
Langholtsskóla, d. 8. 9. 1965, og Svava Sig-
fúsdóttir, f. 5. 6. 1908 að Sandbrekku í
Hjaltastaðaþinghá, N.-Múlasýslu, húsmóð-
ir. Maki 5. 9. 1981: Einar Halidórsson, f.
15. 4. 1945 í Reykjavík, tollvörður. Fóstur-
sonur: Halldór Einarsson, f. 7. 11. 1971. —
Tók landspróf frá Vogaskóla í Reykjavík
1984. Útskrifaðist frá Ljósmæðraskólanum
1972 og frá Nýja hjúkrunarskólanum 1974.
Starfaði hjá Samvinnutryggingum 1967—
70. Hefur unnið sem hjúkrunarfræðingur
frá 1974. Aðrar heimildir: Hjúkrunar-
kvennatal, síðara bindi, og Ljósmæðratal.
Jörundur Ákason. Sat SVS 1965—67. F.
16. 3. 1946 í Reykjavík og uppalinn þar.
For.: Áki Jakobsson, f. 1. 7. 1911 á Húsa-
vík, lögfr., d. 11. 9. 1975, og Helga Guð-
mundsdóttir, f. 16. 4. 1910, húsmóðir. Maki
I 1967: Brynhildur Maack Pétursdóttir, f.
18. 9. 1945, skrifstofustúlka, þau slitu sam-
vistum. Maki II 27. 6. 1976: Guðbjörg Dag-
mar Jónsdóttir, f. 25. 12. 1950 í Reykjavík,
hjúkrunarfræðingur. Böm, með maka I:
158