Brautin - 15.12.1957, Blaðsíða 20
20
B R A U TIN
arnar í svo mörgum verksmiðjum.
Uppdrættir að Diesel-vélum til
margvíslegrar notkunar höfðu verið
gjörðar í Augsburg. En erfiðleikar
á að halda vélunum í gangi voru
miklir. Diesel kom nú til að standa
andspænis nýjum óvini. Skemmdar-
starfsemi „anti Diesels parties" voru
sett í gang í mörgum af vélsmiðj-
unum sem byggðu mótorana, jafn-
vel í sjálfri Augsburg. Sumum vél-
unum var skilað aftur, og nokkrar
verksmiðjur sem höfðu byrjað að
smíða þær, gáfust alveg upp við
það. Kvartanir komu úr öllum átt-
um. Það var sagt, að Diesel hefði
ekki getað séð erfiðleikana fyrir
fram og hann hefði ekki átt að
selja einkaleyfin fyrr en vél hans
væri fullkomin.
I bókinni er talað um að þessar
þrálátu kvartanir og erfiðleikar sem
Diesel hafi átt við að stríða, hafi
haft mjög djúp áhrif á hann.
Eftir veikindin tók hann oft lítið
tillit til heilsu sinnar. Gekk hann
þá hart fram þar sem erfiðleikarnir
voru mestir og fékk þá oft mikið
lagfært.
En erfiðleikarnir, sem sagt er frá,
vildu ekki minnka. Diesel hafði
eignazt bitra óvini, sem notuðu hvert
tækifæri sem bauðst til að finna að
og skapa honum og þeim, sem unnu
að áhugamálum hans, alla þá erfið-
leika sem þeir gátu. Það var oft haft
í hótunum við hann.
Mörg mál voru höfðuð gegn hon-
um, þar sem spursmálið var, hvort
uppfundning Dieselvélanna væri
hans eign.
Diesel hafði lagt fé í ýmis fyrir-
tæki, svo sem vélsmiðjur til að
byggja Dieselvélar, olíulindir o. fl.
I þessi fyrirtæki er sagt, að hann
hafi tapað miklu fé, sem hafi valdið
honum miklum erfiðleikum. Er því
sumstaðar haldið fram að Diesel
hafi að síðustu verið kominn í fjár-
Oskum öllum Vestmanníieyingum
gleðilegra jóla og árs og friðar á
komandi ári. Þökkum líðandi ár.
Lifrarsamlag Vestmannaeyja.
Viðskiptavinum og starfsfólki okkar
óskum við
GLEÐILEGRA JOLA!
Fiskiðjan