Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Page 31
SAKAMÁL 316. desember 2019
Ástamál og auður
Ástæður ódæðisins voru ekki
flóknar. Þar lék stórt hlutverk
ósætti Suzönu og foreldra hennar
vegna kærastans Daniels og
kannski ekki síður auður foreldra
Suzönu, sem var töluverður.
Til að byrja með fundu for-
eldrar Suzönu, sambandi henn-
ar og Daniels ekkert til foráttu.
Það breyttist þó þegar Manfred
og Marisia uppgötvuðu að Daniel
neytti marijúana nánast daglega
og ekki bætti úr skák að hann kom
úr lægri stétt og var afar frábitinn
hvoru tveggja námi og vinnu.
Í júlí, árið 2002, stakk Suzane
upp á því að foreldrar hennar
keyptu handa henni íbúð svo hún
og Daniel gætu búið saman. Við
það var ekki komandi og sagði
faðir hennar að hún gæti gert það
sem henni sýndist, en það yrði þá
fyrir hennar eigið fé.
Fé og frelsi
Þar stóð sennilega hnífurinn í
kúnni, því auður foreldra Suzönu
var metinn á 17 milljónir Banda-
ríkjadala, sem rynnu til Suzönu ef
foreldrar hennar tækju upp á því
að deyja.
Saksóknarinn, Roberto
Tardelli, sagði að Suzane vildi
„komast yfir fé og eignir foreldra
sinna“ og að hún hefði „viljað
frelsi og sjálfstæði án þess að hafa
fyrir því“.
Margt fleira var sagt og Daniel
fullyrti að Manfred hefði níðst
líkamlega á Suzönu, en sjálf vís-
aði hún fullyrðingu hans á bug.
Einnig var því haldið fram að for-
eldrar Suzönu hefðu glímt við
áfengisfíkn, en ekkert fannst sem
studdi þá fullyrðingu.
Ásakanir á báða bóga
Réttarhöldin yfir Suzönu, Daniel
og Christian hófust 5. júní, 2006,
en var síðan frestað til 17. júlí.
Ákæran hljóðaði upp á morð og
Suzane skellti skuldinni á Daniel,
en hann og Christian sögðu að
þeir hefðu framið ódæðið að
hennar áeggjan.
Saksóknarinn sagði að Suzane
væri „heilinn“ að baki glæpnum
og krafðist 50 ára dóms fyrir hvert
og eitt þeirra. Sagði hann að
Suzane væri „persónugerving illu
ljóskunnar.“
Þann 22. júlí, 2006, fékk Suzane
40 ára fangelsisdóm. Daniel fékk
einnig 40 ár en Christian fékk 38
ára dóm. n
„Bræðurnir börðu
Manfred og Marisiu
í höfuðið með járnröri og
notuðu síðan handklæði
til að kyrkja þau
Heilinn á bak við
ódæðið Suzane naut
liðsinnis kærastans.
Á gleðistund Fljótt skipast
veður í lofti í samskiptum fólks.
Þremenningarnir
F.v. Christian, Daniel og Suzane.
Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is
LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS