Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Side 33
PRESSAN 336. desember 2019
tannlæknaskýrslum þegar önnur
voru rannsökuð. Moran segir að
Gacy hafi oft haldið stór sam-
kvæmi heima hjá sér, oft hafi ver-
ið rúmlega 200 manns þar, aðal-
lega ungir piltar.
„Hann var síðasti maður-
inn sem þig grunaði að væri
raðmorðingi,“ segir Moran.
Við yfirheyrslur sagði Gacy
að hann hefði oft lokkað piltana
til sín með því að bjóða þeim 50
dollara fyrir að hjálpa honum
við „vísindarannsóknir“ eða með
því að þeir gætu fengið vinnu hjá
verktakafyrirtæki hans. Stund-
um gaf hann sig út fyrir að vera
lögreglumaður sem þyrfti að
ræða alvarlega við þá. Um leið og
piltarnir komu heim til hans fór í
hann í Pogo-búninginn, gaf þeim
áfengi að drekka og róandi lyf. Því
næst notaði hann það sem hann
kallaði „ handjárnabragðið“ en í
því fólst að fórnarlömbin féllust
á að hann setti handjárn á þau.
Hann sagði að þegar pyntingun-
um og nauðgunum var lokið
hefði hann bundið enda á allt
með því að kyrkja piltana.
„Trúðar geta komist upp með
morð“
Það liðu sex ár áður en sjónir
lögreglunnar fóru að beinast að
Gacy og það var árvökulli móður
að þakka. Þann 11. desember
1978 hvarf Robert Piest, 15 ára,
skyndilega. Móðir hans, Eliza-
beth Piest, sagði lögreglunni að
hann hefði ætlað að hitta Gacy til
að ræða við hann um hugsanlegt
starf, vellaunað. Lögreglan komst
þá að því að Gacy hafði hlotið
fyrrgreindan dóm fyrir kynferðis-
ofbeldi og byrjaði að fylgjast með
honum. Þegar lögreglumaður, í
dulargervi, ræddi við hann um
starf sagði Gacy:
„Trúðar geta komist upp með
morð.“
Tíu dögum síðar knúði lög-
reglan dyra hjá honum og fram-
kvæmdi húsleit, en fann ekkert.
Gacy var margoft tekinn til yfir-
heyrslu og lögreglumenn komu
reglulega heim til hans til að
reyna að fá svör við hver hefði
numið fjölda pilta í Chicago á
brott. Þegar lögreglan gerði aftur
húsleit heima hjá honum fann
einn lögreglumannanna, Bob
Schultz, vonda lykt koma frá viftu
inni á baðherbergi. Gacy var þá í
yfirheyrslu á lögreglustöðinni en
um leið voru lögreglumenn að
átta sig á hvað var falið í húsinu.
Leiðarlok
Þann 22. desember 1978 sá Gacy
að nú var hann kominn í blind-
götu og að hann gæti ekki slopp-
ið frá þessu. Í yfirheyrslum ját-
aði hann allt og lýsti hvernig
hann hefði árum saman ekið um
og leitað að ungum piltum sem
hann sagði stunda „vændi“ og
vera „lygara“. Mörg fórnarlamba-
nna fann hann á strætisvagna-
stöðvum. Hann lofaði að gefa
þeim áfengi, eiturlyf og að þeir
fengju rúm til að sofa í. Því næst
nauðgaði hann þeim, pyntaði og
myrti.
„Gacy var illmennska holdi
klædd. Hann var bara vondur,
vondur maður,“ sagði einn lög-
reglumannanna um hann.
Gacy teiknaði upp hvar hann
hafði komið líkum fórnarlamba
sinna fyrir og játaði að hafa myrt
30 manns síðan 1972.
„Hann gerði uppdrátt; hvar öll
líkin voru grafin í kjallaranum.
Þegar hann nálgaðist lík númer
24, 25 og 26 hugsaði ég bara:
„Þessi maður er klikkaður,“ sagði
Phil Bettiker, sem yfirheyrði Gacy,
í samtali við Chicago Tribune.
Gacy sagði lögreglumönnun-
um að þegar ekki var lengur
pláss fyrir lík í kjallaranum hefði
hann byrjað að henda þeim í Des
Plaines-ána. Lík Roberts Piest
var eitt þeirra. Ekki er vitað með
vissu hversu marga Gacy myrti en
hann neitaði að upplýsa það.
„Þið verðið sjálfir að finna út úr
því,“ sagði hann í yfirheyrslu.
„Kiss my ass“
Í febrúar 1980 hófust réttarhöld
yfir Gacy. Hann játaði morðin en
krafðist þess að verða úrskurð-
aður veikur á geði og dæmdur til
vistunar á réttargeðdeild.
Ekki var orðið við þeirri kröfu
hans og fékk hann 12 dauða-
dóma og 21 lífstíðarfangelsis-
dóm. Þetta er þyngsti dómur
sem kveðinn hefur verið upp yfir
raðmorðingja.
Hús hans var jafnað við jörðu.
Gacy byrjaði að mála í fang-
elsinu, mörg verkanna voru af
Pogo, og voru málverk hans sýnd
í Chicago og Boston. Sum þeirra
seldust fyrir háar fjárhæðir. Gacy
sat í 14 ár á dauðadeild í Menard
Correctional Center en hann var
tekinn af lífi 10. maí 1994 með
eitursprautu. Síðasta máltíð
hans var fata full af djúpsteikt-
um kjúklingalærum, jarðarber,
franskar og sykurlaus kóladrykk-
ur.
Vitni að aftökunni segja að
hinstu orð hans hafi verið:
„Kiss my ass.“ n
„Gacy var illmennska
holdi klædd. Hann var
bara vondur, vondur maður.
Safnari Gacy safnaði listaverkum með trúðum.
Grafin upp Íbúð Gacy innihélt dimm leyndarmál.
Nánast óteljandi Yfirlitsmynd yfir fórnarlömb Gacy.
Á sama stað Lík drengjanna voru
geymd í einni og sömu hvelfingunni
meðan á rannsókn málsins stóð.
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt