Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Qupperneq 48
6. desember 2019
49. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Þetta er
spurningin
um bakarann
eða smiðinn!
Gefðu gjöf frá
frægustu hönnuðum heims
Epal / Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / Laugavegur 70 / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is
F
yrirsætan og leik- og söngkonan Halla Koppel, sem
Íslendingar þekkja eflaust betur undir föðurnafninu
Vilhjálmsdóttir, á von á sínu þriðja barni með eigin-
manni sínum, Harry Koppel. Halla og Harry eiga von
á stúlku í þetta sinn en fyrir eiga þau Louisu, fædda í sept-
ember 2015, og Harry Þór, fæddan í júní árið 2017.
Fjölskyldan er búsett á Englandi en Halla og Harry
gengu í það heilaga árið 2014. Harry er kólumb-
ískur en alinn að miklu leyti upp í Bretlandi og er
því bæði ensku- og spænskumælandi. Börn-
in eru því fullfær í ýmsum tungumálum en
Halla passar að tala ávallt íslensku við þau.
Halla nýtur sín í móðurhlutverkinu eins og
skein í gegn í viðtali við Vísi árið 2017. Í því
viðtali sagðist hún taka uppeldishlutverkið
alvarlega.
„Ég vil bara að þau séu sterk, góð og fyndin.
Þau eru bæði mjög viljasterk og kraftmikil svo
það er mikilvægt að stýra því í rétta átt, en
ég vil kenna þeim að vera sjálfsöruggir og
skemmtilegir einstaklingar sem láta gott af
sér leiða. Það skiptir mig máli að vera sterk
kvenfyrirmynd og sýna þeim að mamma
og pabbi séu að mörgu leyti sama hlut-
verkið, við fylgjum bæði okkar draumum,
erum bæði fyrirvinna og önnumst börnin
eins jafnt og færi gefst á,“ sagði Halla. n
Fjölgar í fjölskyldunni
Komin
á fast
K
læðskerinn og kjóla-
meistarinn Selma
Ragnarsdóttir er búin
að skrá sig í samband á
Facebook með bakaranum og
tónlistarmanninum Jóni Birni
Ríkharðssyni. Selma er vel
þekkt í sínu fagi og hefur með-
al annars töfrað fram glæsi-
lega búninga fyrir Pál Óskar.
Jón, sem er betur þekktur sem
Jónbi, er bakari hjá Brauð
og co og lemur húðir í Brain
Police.
Smiðsþokki
S
jónvarpsstjörnunni
Berg steini Sig urðssyni
er margt til lista lagt.
Hann var valinn einn af
kynþokkafyllsta sjónvarpsfólk-
inu árið 2017 og ekki minnkar
kynþokkinn við nýjasta ævin-
týri Bergsteins. Landsmenn
þekkja hann sem umsjónar-
mann Menningarinnar á RÚV
en nú hefur hann lokið fyrstu
önninni í húsasmíði í kvöld-
skóla Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. Bergsteinn birtir
afrakstur annarinnar á Face-
book, forláta tröppu sem er
nánast óaðfinnanleg.