Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2019, Síða 16
16 6. septemberFRÉTTIR
L
iður í starfi lögreglu er að
skrifa skýrslur um störf sín
í gagnagrunn lögreglunnar,
LÖKE, en í því kerfi má finna
bæði dagbók lögreglu og mála-
skrá. Hver sá sem lögreglan hef-
ur í störfum sínum afskipti af, sé
það grunaður eða kærður einstak-
lingur, brotaþoli, vitni eða annað,
er skráður samviskusamlega og
skýrslan sett inn í gagnagrunninn.
Því er ljóst að í LÖKE er að finna
gífurlegt magn persónuupplýs-
inga. Á undanförnum árum hafa
ítrekað komið upp mál þar sem
starfsmenn lögreglu eru grunaðir
um að misfara með aðgangsheim-
ildir sínar að LÖKE til að hnýsast
í persónuupplýsingar, án tilefnis.
LÖKE-málin
Athygli vakti árið 2014 þegar lög-
reglumaðurinn Gunnar Scheving
Thorsteinsson var ákærður fyrir
að hafa flett upp 45 konum í LÖKE,
forvitnast þar um upplýsingar um
konurnar án þess að það tengdist
störfum hans, en einnig fyrir brot
gegn þagnarskyldu fyrir að hafa
greint trúnaðarvini frá atviki sem
átti sér stað þegar Gunnar var við
skyldustörf. Fallið var frá þeim lið
ákæru sem laut að uppflettingum í
LÖKE, en miklir annmarkar þóttu
á rannsókn málsins og ekki nægi-
lega sýnt fram á að uppflettingar
hefðu ekki tengst lögreglustörfum
Gunnars. Gunnar var þó einnig
ákærður fyrir brot gegn þagnar-
skyldu eftir að hafa nafngreint,
við trúnaðarvin, einstakling sem
hafði ráðist á hann í starfi. Fyr-
ir þann lið var Gunnar sakfelldur
í Hæstarétti en ekki gerð refsing.
Eftirmálar málsins voru miklir,
Gunnar höfðaði mál gegn einstak-
lingi sem hafði látið í ljós skoðun
sína á málinu á Facebook og með-
al annars skrifað: Þessi „Lögga“
hérna er spilltari en allt sem spillt
er og er duglegur að misnota vald
sitt greinilega gamalt eineltis-
barn“. Einnig kærði Gunnar Öldu
Hrönn Jóhannsdóttur, þáver-
andi staðgengil lögreglustjóra á
Suðurnesjum, fyrir að hafa brotið
gegn starfsskyldum hennar.
Landamæravörður sem starf-
aði hjá Lögreglustjóranum á
Suðurnesjum var ákærður árið
2017 fyrir brot í opinberu starfi.
Það gerðist eftir að upp komst að
hún hafði notað LÖKE-kerfið til að
fletta upp málum tengdum fyrr-
verandi maka og öðrum einstak-
lingum sem hún hafði verið í sam-
skiptum við vegna lögreglumáls.
Hún játaði fyrir héraðsdómi að
hafa gerst sek um þá háttsemi sem
greint var frá í ákæru og var gert
að greiða 100 þúsund króna sekt.
Landsréttur taldi hins vegar játn-
ingu konunnar ekki skýlausa. Hún
hafði játað að hafa flett um mál-
um í LÖKE án þess að það tengdist
starfi hennar, en hafði hins vegar
ekki játað að hafa með því hallað
á rétt einstakra manna eða hins
opin bera.
Í apríl á síðasta ári var greint frá
því að gefin hefði verið út ákæra
á hendur lögregluvarðstjóra hjá
Lögreglustjóranum á Norður-
landi eystra. Var honum gert að
sök að hafa flett upp máli er varð-
aði rannsókn á bruna Grillskálans
á Þórshöfn, sem hann sjálfur hafði
áður rekið. Því var haldið fram að
varðstjórinn hefði notað lykilorð
annars lögreglumanns og skoðað
skýrslur og vitnisburði í málinu,
sem var honum óviðkomandi.
Tilfellið í Noregi
Sambærileg mál hafa komið
upp úti um allan heim. Lög-
regla hefur aðgang að gífurlegu
magni persónuupplýsinga starfa
sinna vegna og sumir láta und-
an freistingunni að hnýsast að-
eins í mál sem þeim ekki koma
við. Í nýlegu dæmi frá nágrönnum
okkar í Noregi var nokkur fjöldi
lögreglumanna sektaður eftir að
upp komst að þeir hefðu flett upp
gögnum sem tengdust rannsókn
á andláti skíðakonunnar Vibeke
Skofterud, sem var ekki til rann-
sóknar hjá þeirra umdæmi. Lög-
reglumennirnir gengust flestir við
sök og var gert að greiða 35 þús-
und krónur í sekt.
Fyrrverandi lögreglumanni
blöskraði
LÖKE-kerfið á Íslandi virðist
þó ekki virka með sama hætti,
það upplýsir ekki að fyrra
bragði um grunsamlegar upp-
flettingar í kerfinu. Þá vaknar
spurningin um hvort og þá hvern-
ig persónuupplýsingar séu tryggð-
ar hjá lögreglu. Hvernig sé komið
í veg fyrir að hnýst sé í viðkvæm-
ar persónuupplýsingar okkar og
hvernig getum við komist að því
hvort slíkt hafi verið gert?
Fyrrverandi lögreglumað-
ur, sem ekki vill láta nafn síns
getið, lýsti því við DV að hafa
margsinnis orðið vitni að
því að kollegar hans hefðu
misnotað LÖKE-kerfið og
þó svo nokkuð sé liðið síð-
an hann lét af störfum sem
lögreglumaður hafi hann
frétt í gegnum tengslanet sitt
að slíkt væri enn stundað.
„Ég starfaði sem lögreglumað-
ur í [X] ár og mér gjörsamlega
blöskraði hvernig lögreglumenn
notuðu kerfið. Fólk var að
fletta upp í kerfinu sér til
dægrastyttingar. Það
var verið að
skoða
vini, ættingja, þekkta einstaklinga
og aðra sem höfðu ekkert með
„MÉR GJÖR-
SAMLEGA
BLÖSKRAÐI
HVERNIG
LÖGREGLU
MENN NOTUÐU
KERFIГ
n Þú mátt vita hvaða upplýsingar eru til um þig í LÖKE, en ekki hver skoðaði þær n Fyrrverandi lögreglu-
manni blöskraði meðhöndlun persónuupplýsinga n Þingmaður heyrt af mjög mörgum misbrestum
Erla Dóra
erladora@dv.is
Helgi Hrafn var að mestu hlynntur lögum um
vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.